Helgi: Víkingar róa allir í sömu átt Elvar Geir Magnússon skrifar 12. júlí 2010 07:30 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru núna komnir fjórir sigurleikir í röð í deildinni sem er jákvætt. Það er mjög mikilvægt að halda haus," sagði Helgi Sigurðsson sem skoraði bæði mörk Víkings í 2-0 sigri á KA í 1. deildinni í gær. Víkingur deilir þar með efsta sætinu með Leikni. „Við áttum ekki okkar besta leik í dag en höldum hreinu og skorum tvö, það dugir. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum í hverjum einasta leik og þetta var mjög erfiður leikur. Við mættum illa undirbúnir til leiks að því leyti að við vorum ekki með langtímum saman í fyrri hálfleik," sagði Helgi. Staðan var markalaus í leikhléi eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Bæði lið fengu þó góð færi til að skora, Hallgrímur Mar Steingrímsson fór illa með mjög gott færi KA og hinu megin varði Sandor Matus glæsilega frá Jakobi Spangsberg. Víkingar komu mun öflugri til leiks í seinni hálfleiknum. „Við rifum okkur upp í hálfleik og komum vel stemmdir í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta á fyrsta korterinu. Svo var bara að sigla þessu í höfn. Sjálfstraustið er mikið í liðinu og við vitum hvert á að stefna og allir róa í sömu átt." „Þetta verður líka allt miklu léttara þegar við höldum hreinu eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þetta lítur vel út en við megum ekki gleyma okkur, það eru tveir leikir í viðbót í þessari viku og við tölum saman eftir þá um hvar við stöndum. En það hefur ekkert breyst, við ætlum okkur upp." Helgi hefur skorað fimm mörk fyrir Víking í sumar en mörkin tvö í gær voru hans fyrstu úr opnum leik, hin þrjú gerði hann úr vítaspyrnum. „Ég hef ekki haft neinar áhyggjur af þessu. Ég sagðist ætla að skora tveggja stafa tölu í sumar og ég reyni að standa við það. Það er sama hvernig mörkin koma." "Það þarf líka að skora úr vítunum. Við höfum séð það í heimsmeistarakeppninni að menn hafa verið duglegir að klikka á þessu. En ég reyni bara að skora þegar ég fæ færi," sagði Helgi. „Ég er hérna til að hjálpa liðinu að komast upp og koma með sigurvilja í þetta." Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira
„Það eru núna komnir fjórir sigurleikir í röð í deildinni sem er jákvætt. Það er mjög mikilvægt að halda haus," sagði Helgi Sigurðsson sem skoraði bæði mörk Víkings í 2-0 sigri á KA í 1. deildinni í gær. Víkingur deilir þar með efsta sætinu með Leikni. „Við áttum ekki okkar besta leik í dag en höldum hreinu og skorum tvö, það dugir. Við þurfum að hafa fyrir hlutunum í hverjum einasta leik og þetta var mjög erfiður leikur. Við mættum illa undirbúnir til leiks að því leyti að við vorum ekki með langtímum saman í fyrri hálfleik," sagði Helgi. Staðan var markalaus í leikhléi eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik. Bæði lið fengu þó góð færi til að skora, Hallgrímur Mar Steingrímsson fór illa með mjög gott færi KA og hinu megin varði Sandor Matus glæsilega frá Jakobi Spangsberg. Víkingar komu mun öflugri til leiks í seinni hálfleiknum. „Við rifum okkur upp í hálfleik og komum vel stemmdir í seinni hálfleikinn og kláruðum þetta á fyrsta korterinu. Svo var bara að sigla þessu í höfn. Sjálfstraustið er mikið í liðinu og við vitum hvert á að stefna og allir róa í sömu átt." „Þetta verður líka allt miklu léttara þegar við höldum hreinu eins og við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Þetta lítur vel út en við megum ekki gleyma okkur, það eru tveir leikir í viðbót í þessari viku og við tölum saman eftir þá um hvar við stöndum. En það hefur ekkert breyst, við ætlum okkur upp." Helgi hefur skorað fimm mörk fyrir Víking í sumar en mörkin tvö í gær voru hans fyrstu úr opnum leik, hin þrjú gerði hann úr vítaspyrnum. „Ég hef ekki haft neinar áhyggjur af þessu. Ég sagðist ætla að skora tveggja stafa tölu í sumar og ég reyni að standa við það. Það er sama hvernig mörkin koma." "Það þarf líka að skora úr vítunum. Við höfum séð það í heimsmeistarakeppninni að menn hafa verið duglegir að klikka á þessu. En ég reyni bara að skora þegar ég fæ færi," sagði Helgi. „Ég er hérna til að hjálpa liðinu að komast upp og koma með sigurvilja í þetta."
Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjá meira