Lífið

Borghildur býður í bíó

býður í bíó Hópurinn Borghildur býður gestum að sjá rannsóknarverkefni sitt í Bíói Paradís í kvöld klukkan átta.
fréttablaðið/anton
býður í bíó Hópurinn Borghildur býður gestum að sjá rannsóknarverkefni sitt í Bíói Paradís í kvöld klukkan átta. fréttablaðið/anton

„Okkar hugmynd var að þegar verið væri að þróa og hanna borgarímynd væri hægt að horfa til rannsóknarinnar og vinna eftir henni,“ segir Auður Hreiðarsdóttir, nemandi í arkitektúr við Listaháskóla Íslands.

Fimm ungir nemar í Listaháskólanum unnu að rannsóknarverkefni í sumar þar sem fylgst var með almenningsrýmum í miðborg Reykjavíkur.

„Við tókum fyrir torg, garða og götur og skráðum niður hvar fólk stoppaði og hvað dró fólk að.“

Hún segir hópinn, sem kallar sig Borghildi, hafa fengið innblástur frá svipuðu verkefni sem unnið var í New York árið 1980.

Borghildur gerði kvikmynd úr niðurstöðum rannsóknarinnar sem verður sýnd í Bíói Paradís í kvöld.

„Við gerðum líka rannsóknarskýrslu sem fylgir myndinni, en hún er í rauninni gagnagrunnur fyrir okkur og vonandi aðra sem geta nýtt sér hana,“ segir Auður. Hún segir jafnframt að allir séu velkomnir á myndina og frítt inn en myndin verður sýnd klukkan 20.- ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×