Ögmundur Jónasson: Leiðréttingin og lygin Ögmundur Jónasson skrifar 24. apríl 2010 10:34 Margir jarðfræðingar hafa af því áhyggjur að fram undan kunni að vera tímabil meiri eldvirkni í jarðskorpunni en verið hefur um langt skeið á Íslandi. Hefur verið vísað til þess að jarðsagan geymi vísbendingar um tímabil lítilla eldsumbrota annars vegar og mikilla umbrota hins vegar. Inn í þetta fléttast vitneskja um að samband hefur oftast verið á milli eldvirkni á Eyjafjallasvæðinu og eldgoss í Kötlu. Óttast menn því að líkur séu á að hún muni gjósa. Hér á landi hefur þetta verið rætt í fjölmiðlum og manna á meðal. Í heiminum öllum hefur þessi umræða farið fram, nákvæmlega þessi umræða - vestan hafs og austan. Hvort sem er á Sky-sjónvarpsstöðinni, í New York Times eða NRK, Berlingske Tidende, Der Spiegel og Le Monde. Hvernig ætti annað að vera þegar flugumferð stöðvast um alla Evrópu; þegar í ljós kemur í fyrsta skipti að flugöryggi er ekkert þegar öflugt öskugos er annars vegar?! Auðvitað ræða þessir fjölmiðlar staðreyndir málsins og vísbendingar um líklega þróun. Gætu orðið enn öflugri gos? Þetta ræða menn af forvitni og til þess að geta brugðist skynsamlega við ef - og þegar - til kæmi. Um þetta var forseti Íslands spurður í erlendum fjölmiðlum. Hann svaraði í samræmi við það sem hér hefur verið nefnt. En viti menn. Nú varð uppi fótur og fit. Er maðurinn genginn af göflunum? Ætlar hann að eyðileggja ferðamennskuna í sumar? Katla mun ekki gjósa. Það mun ekki gerast! Ekkert frekar en að bankarnir áttu ekkert að fara á hausinn. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Allt var sagt lygi sem ekki passaði inn í óskhyggjuna þá stundina. Nú er forsetinn krafinn um leiðréttingu. Og það strax. Annars verði tjónið óbætanlegt. Vandinn er sá að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, getur ekkert leiðrétt. Og á ekki að reyna það. Leiðrétting er nefnilega annað nafn á lygi. Fáir verða nú til þess að taka upp hanskann fyrir forseta Íslands í þessu máli. Af er sem áður var þegar hann átti sér marga viðhlæjendur. Það var á þeim tíma sem það þótti líka rétt og gott að dásama útrásina, þenslu bankanna sem skiluðu okkur svo miklu í þjóðarpyngjuna - að sögn. Flestir voru þá reiðubúnir að horfa framhjá því háttarlagi sem viðgekkst suður á Balkanskaga og víðar þar sem íslenskir fjármálamenn beittu sömu vinnubrögðum til að sölsa undir sig almannaeignir og við erum nú farin að finna fyrir hér á landi. Á þessum tíma var forseti Íslands lofaður og prísaður fyrir að kynda undir kötlum útrásarinnar. Nú er öldin önnur. Forsetinn hefur söðlað um, meira að segja gerst talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál. Hugaræsingin sem heltekið hefur margt fjölmiðlafólk og fleiri í þessu Kötlumáli er af nákvæmlega sama toga og átti sér stað í aðdraganda hrunsins, nema nú með öfugum formerkjum. Það sem forsetinn gerir og segir þykir nú ekki að öllu leyti gott, heldur að öllu leyti slæmt. Þótt menn viti innst inni hvað rétt er, þá virðist mér alltof margir - nú sem fyrr - gera það sem auðveldast er í umræðunni: Láta berast með straumnum. Lærdómur hrunsins er að hætta að óttast opinskáa umræðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Sjá meira
Margir jarðfræðingar hafa af því áhyggjur að fram undan kunni að vera tímabil meiri eldvirkni í jarðskorpunni en verið hefur um langt skeið á Íslandi. Hefur verið vísað til þess að jarðsagan geymi vísbendingar um tímabil lítilla eldsumbrota annars vegar og mikilla umbrota hins vegar. Inn í þetta fléttast vitneskja um að samband hefur oftast verið á milli eldvirkni á Eyjafjallasvæðinu og eldgoss í Kötlu. Óttast menn því að líkur séu á að hún muni gjósa. Hér á landi hefur þetta verið rætt í fjölmiðlum og manna á meðal. Í heiminum öllum hefur þessi umræða farið fram, nákvæmlega þessi umræða - vestan hafs og austan. Hvort sem er á Sky-sjónvarpsstöðinni, í New York Times eða NRK, Berlingske Tidende, Der Spiegel og Le Monde. Hvernig ætti annað að vera þegar flugumferð stöðvast um alla Evrópu; þegar í ljós kemur í fyrsta skipti að flugöryggi er ekkert þegar öflugt öskugos er annars vegar?! Auðvitað ræða þessir fjölmiðlar staðreyndir málsins og vísbendingar um líklega þróun. Gætu orðið enn öflugri gos? Þetta ræða menn af forvitni og til þess að geta brugðist skynsamlega við ef - og þegar - til kæmi. Um þetta var forseti Íslands spurður í erlendum fjölmiðlum. Hann svaraði í samræmi við það sem hér hefur verið nefnt. En viti menn. Nú varð uppi fótur og fit. Er maðurinn genginn af göflunum? Ætlar hann að eyðileggja ferðamennskuna í sumar? Katla mun ekki gjósa. Það mun ekki gerast! Ekkert frekar en að bankarnir áttu ekkert að fara á hausinn. Eru menn nokkuð búnir að gleyma? Allt var sagt lygi sem ekki passaði inn í óskhyggjuna þá stundina. Nú er forsetinn krafinn um leiðréttingu. Og það strax. Annars verði tjónið óbætanlegt. Vandinn er sá að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, getur ekkert leiðrétt. Og á ekki að reyna það. Leiðrétting er nefnilega annað nafn á lygi. Fáir verða nú til þess að taka upp hanskann fyrir forseta Íslands í þessu máli. Af er sem áður var þegar hann átti sér marga viðhlæjendur. Það var á þeim tíma sem það þótti líka rétt og gott að dásama útrásina, þenslu bankanna sem skiluðu okkur svo miklu í þjóðarpyngjuna - að sögn. Flestir voru þá reiðubúnir að horfa framhjá því háttarlagi sem viðgekkst suður á Balkanskaga og víðar þar sem íslenskir fjármálamenn beittu sömu vinnubrögðum til að sölsa undir sig almannaeignir og við erum nú farin að finna fyrir hér á landi. Á þessum tíma var forseti Íslands lofaður og prísaður fyrir að kynda undir kötlum útrásarinnar. Nú er öldin önnur. Forsetinn hefur söðlað um, meira að segja gerst talsmaður þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild mál. Hugaræsingin sem heltekið hefur margt fjölmiðlafólk og fleiri í þessu Kötlumáli er af nákvæmlega sama toga og átti sér stað í aðdraganda hrunsins, nema nú með öfugum formerkjum. Það sem forsetinn gerir og segir þykir nú ekki að öllu leyti gott, heldur að öllu leyti slæmt. Þótt menn viti innst inni hvað rétt er, þá virðist mér alltof margir - nú sem fyrr - gera það sem auðveldast er í umræðunni: Láta berast með straumnum. Lærdómur hrunsins er að hætta að óttast opinskáa umræðu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun