Hyundai ryður sér til rúms með látum 5. maí 2010 05:30 Hyundai ix35. Nýr jepplingur Hyundai er sagður henta fjölskyldufólki sem kjósi sportlegan og eyðslugrannan farkost. Hér á landi er Hyundai í efsta sæti, með 17,3 prósenta hlutdeild í samanlagðri jepplingasölu síðustu fimm ára.Mynd/Hyundai Þegar stjórnarformaður bílaframleiðandans Hyundai, Mong-Koo Chung, tók við af föður sínum árið 1999 varð áherslubreyting hjá fyrirtækinu. Í stað þess að áhersla væri lögð á að framleiða sem flesta bíla, var markið sett á að auka gæði framleiðslunnar. Í nýlegri úttekt í tímaritinu Forbes er lýst aðgerðamiðstöð Hyundai á annarri hæð höfuðstöðva fyrirtækisins í suðurhluta Seúl í Kóreu. Miðstöðin er eftirmynd fréttastofu CNN í Atlanta þar sem tugir tölvuskjáa endurvarpa rauntímamyndum og upplýsingum um starfsemi Hyundai um heim allan. Í miðstöðinni er starfað allan sólarhringinn. Í Forbes segir að hugmyndafræði Hyundai sé önnur en almennt teljist meðal bílaframleiðenda. „Meðan Toyota byggir á áreiðanleika og Honda á nýbreytni, endurspeglar andi Hyundai árásargirni og hraða.“Stefnan virðist enda hafa borgað sig. Meðan sala nýrra bíla hefur hrunið hjá samkeppnisfyrirtækjunum hefur Hyundai getað viðhaldið stöðugum vexti. Þróunin endurspeglast líka hér heima í sölutölum þeim sem bílasalan Ingvar Helgason flaggar í kynningarefni með nýjasta jepplingi Hyundai. Þar kemur fram að í samanlögðum sölutölum jepplinga árin 2005 til 2009 er Hyundai með mesta hlutdeild. Í Forbes segir að ljóst sé að stefnubreyting fyrirtækisins hafi orðið fyrir rúmum áratug, þegar Ju-Yung Chung lét af stjórn og því lýst hvernig endurskoðunin hafi náð til allra þátta framleiðslunnar, íhlutaframleiðslu, fjármögnunar, sölu og markaðssetningar. Umbreytingin er merkjanleg og hefur sett keppinautana úr jafnvægi að mati Forbes. Fram kemur að fyrirtækið sé hvergi nærri hætt og hafi nú sett markið enn hærra í tveggja þátta gæðaáætlun sem nefnist GQ 3-3-5-5. Á næstu þremur árum ætlar Hyundai að ná einu af þremur efstu sætum í áreiðanleikaprófunum J.D. Power, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Á næstu fimm árum ætlar fyrirtækið líka að ná einu af fimm efstu sætum í mælingum á viðhorfi fólks til framleiðslugæða. Fyrra markmiðið virðist ekki ómögulegt að mati Forbes, en erfiðara er talið kunna vera fyrir fyrirtækið að ná því seinna. „Það snýst um álit annarra á fyrirtækinu,“ segir þar og bent á nýlega könnun Automotive Lease Guide þar sem Hyundai var í ellefta sæti meðal bílaframleiðenda. -óká Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þegar stjórnarformaður bílaframleiðandans Hyundai, Mong-Koo Chung, tók við af föður sínum árið 1999 varð áherslubreyting hjá fyrirtækinu. Í stað þess að áhersla væri lögð á að framleiða sem flesta bíla, var markið sett á að auka gæði framleiðslunnar. Í nýlegri úttekt í tímaritinu Forbes er lýst aðgerðamiðstöð Hyundai á annarri hæð höfuðstöðva fyrirtækisins í suðurhluta Seúl í Kóreu. Miðstöðin er eftirmynd fréttastofu CNN í Atlanta þar sem tugir tölvuskjáa endurvarpa rauntímamyndum og upplýsingum um starfsemi Hyundai um heim allan. Í miðstöðinni er starfað allan sólarhringinn. Í Forbes segir að hugmyndafræði Hyundai sé önnur en almennt teljist meðal bílaframleiðenda. „Meðan Toyota byggir á áreiðanleika og Honda á nýbreytni, endurspeglar andi Hyundai árásargirni og hraða.“Stefnan virðist enda hafa borgað sig. Meðan sala nýrra bíla hefur hrunið hjá samkeppnisfyrirtækjunum hefur Hyundai getað viðhaldið stöðugum vexti. Þróunin endurspeglast líka hér heima í sölutölum þeim sem bílasalan Ingvar Helgason flaggar í kynningarefni með nýjasta jepplingi Hyundai. Þar kemur fram að í samanlögðum sölutölum jepplinga árin 2005 til 2009 er Hyundai með mesta hlutdeild. Í Forbes segir að ljóst sé að stefnubreyting fyrirtækisins hafi orðið fyrir rúmum áratug, þegar Ju-Yung Chung lét af stjórn og því lýst hvernig endurskoðunin hafi náð til allra þátta framleiðslunnar, íhlutaframleiðslu, fjármögnunar, sölu og markaðssetningar. Umbreytingin er merkjanleg og hefur sett keppinautana úr jafnvægi að mati Forbes. Fram kemur að fyrirtækið sé hvergi nærri hætt og hafi nú sett markið enn hærra í tveggja þátta gæðaáætlun sem nefnist GQ 3-3-5-5. Á næstu þremur árum ætlar Hyundai að ná einu af þremur efstu sætum í áreiðanleikaprófunum J.D. Power, sem njóta alþjóðlegrar viðurkenningar. Á næstu fimm árum ætlar fyrirtækið líka að ná einu af fimm efstu sætum í mælingum á viðhorfi fólks til framleiðslugæða. Fyrra markmiðið virðist ekki ómögulegt að mati Forbes, en erfiðara er talið kunna vera fyrir fyrirtækið að ná því seinna. „Það snýst um álit annarra á fyrirtækinu,“ segir þar og bent á nýlega könnun Automotive Lease Guide þar sem Hyundai var í ellefta sæti meðal bílaframleiðenda. -óká
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira