Tuttugu þúsund ársverk vinnast Ögmundur Jónasson skrifar 30. mars 2010 06:00 Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi. Einmitt það gerir Magnús Orri Schram, alþingismaður, í skrifum sínum í Fréttablaðinu nýlega. Við sem stuðluðum að því að Icesave samningarnir fóru inn í nýtt ferli, erum sögð hafa með frestun málalykta, valdið gríðarlegum kostnaði sem smám saman sé að koma í ljós: „Lægri laun, hærri vextir, miklu meiri niðurskurður, lægra gengi og a.m.k. 3.300 atvinnulausir er bara ein birtingarmynd þessa kostnaðar.“ Þetta fullyrðir Magnús Orri. Hann vísar í staðhæfingar seðlabankastjóra og aðalhagfræðings SÍ um að málalyktir í Icesave hefðu þýtt framhald á „efnahagsáætlun stjórnvalda“ en vegna tafanna sætum við uppi með „lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum“. Þá frestuðust stórframkvæmdir og fyrir vikið myndi landsframleiðsla „lækka um fimm prósent og atvinnuleysi yrði tveimur prósentum meira“. Þar eru komnir einstaklingarnir 3.300 sem fyrr er getið. Eitthvað vantar í þennan málatilbúnað. Í fyrsta lagi skortir á að sýnt sé fram á að stóriðjuframkvæmdir séu háðar lausn Icesave-deilunnar. Í öðru lagi hafa langtíma áhrif stóriðju á atvinnulífið reynst neikvæðari en hér er látið í veðri vaka. Í þriðja lagi skal á það bent að peningamarkaðir virðast vera að opnast óháð lyktum Icesave. Í fjórða lagi hefur seinkunin valdið því að bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ríkisstjórn Íslands hafa endurmetið stærðargráðu gjaldeyrisforðans en það endurmat hefur sparað okkur ófáa milljarða í vaxtagreiðslur. Síðan er það sjálfur samningurinn. Nú er ekki gengið út frá öðru en að Íslendingar borgi ekki meira en nemur tilkostnaði lánardrottnanna. Það eitt gæti sparað okkur um eitt hundrað milljarða! Þar með vinnast tuttugu þúsund ársverk. Það munar um minna. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur á það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi. Einmitt það gerir Magnús Orri Schram, alþingismaður, í skrifum sínum í Fréttablaðinu nýlega. Við sem stuðluðum að því að Icesave samningarnir fóru inn í nýtt ferli, erum sögð hafa með frestun málalykta, valdið gríðarlegum kostnaði sem smám saman sé að koma í ljós: „Lægri laun, hærri vextir, miklu meiri niðurskurður, lægra gengi og a.m.k. 3.300 atvinnulausir er bara ein birtingarmynd þessa kostnaðar.“ Þetta fullyrðir Magnús Orri. Hann vísar í staðhæfingar seðlabankastjóra og aðalhagfræðings SÍ um að málalyktir í Icesave hefðu þýtt framhald á „efnahagsáætlun stjórnvalda“ en vegna tafanna sætum við uppi með „lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum“. Þá frestuðust stórframkvæmdir og fyrir vikið myndi landsframleiðsla „lækka um fimm prósent og atvinnuleysi yrði tveimur prósentum meira“. Þar eru komnir einstaklingarnir 3.300 sem fyrr er getið. Eitthvað vantar í þennan málatilbúnað. Í fyrsta lagi skortir á að sýnt sé fram á að stóriðjuframkvæmdir séu háðar lausn Icesave-deilunnar. Í öðru lagi hafa langtíma áhrif stóriðju á atvinnulífið reynst neikvæðari en hér er látið í veðri vaka. Í þriðja lagi skal á það bent að peningamarkaðir virðast vera að opnast óháð lyktum Icesave. Í fjórða lagi hefur seinkunin valdið því að bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ríkisstjórn Íslands hafa endurmetið stærðargráðu gjaldeyrisforðans en það endurmat hefur sparað okkur ófáa milljarða í vaxtagreiðslur. Síðan er það sjálfur samningurinn. Nú er ekki gengið út frá öðru en að Íslendingar borgi ekki meira en nemur tilkostnaði lánardrottnanna. Það eitt gæti sparað okkur um eitt hundrað milljarða! Þar með vinnast tuttugu þúsund ársverk. Það munar um minna. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur á það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum. Höfundur er alþingismaður.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun