Fór á nammifyllerí þegar Herra hinsegin var slegin af 11. nóvember 2010 12:30 Ekkert svo svekktur Vilhjálmur Þór var á leiðinni á Mr. Gay Europe þegar keppnin var slegin af. Hann fær hins vegar ferð til New York og fría gistingu á glæsilegu íbúðahóteli í New Jersey í sárabætur.Fréttablaðið/Vilhelm „Ég var kominn út um dyrnar, með allan farangurinn, vegabréf og flugmiða og var á leiðinni til ættingja minna í Keflavík þar sem ég ætlaði að gista daginn fyrir brottför. Ég ákvað hins vegar að tvítékka hvort ég væri ekki með allt, fór í fartölvuna og fyrsti póstur var að keppninni hefði verið aflýst," segir Vilhjálmur Þór Davíðsson, Hr. hinsegin okkar Íslendinga. Mr. Gay Europe-keppnin, sem fara átti fram í Genf í Sviss á dögunum, var slegin af. Ástæðan var sú, að sögn Vilhjálms, að hótelið sem átti að hýsa keppnina ákvað að draga sig út sökum þess að það taldi sig ekki vera að græða nógu mikið á keppninni. „Skipuleggjendur og aðstandendur keppninnar reyndu allt hvað þeir gátu en fundu ekki keppnisstað með svona skömmum fyrirvara og þess vegna varð ekkert úr þessu." Vilhjálmur segir þetta vissulega vera svekkjandi, hann hafi verið búinn að fá sig lausan úr vinnu til að taka þátt og eytt ómældum tíma í undirbúning. „Ég tók þetta alla leið, æfði tvisvar á dag, sleppti allri óhollustu og var í flottu formi. Ég fór náttúrulega á algjört nammifyllerí þegar þetta var staðfest." Vilhjálmur er einnig með keppnisrétt í Mr. Gay World sem fram fer í Manila á Filippseyjum. Hann segir meiri líkur en minni á að hann taki þátt í þeirri keppni þótt hann viðurkenni að hann sé aðeins brenndur af fyrri reynslu. „Mér þykir líklegra að ég fari," segir hann. Vilhjálmur getur hins vegar brosað í gegnum tárin því fyrir algjöra tilviljun var norskur hóteleigandi, Jarl Haugedal, staddur hér á landi ásamt vinkonu sinni Heru Björk, Eurovision-stjörnu. Haugedal þessi á lúxusíbúðarhótelið NYC-JC og situr í dómnefnd Mr. Gay Europe og fann til með Vilhjálmi sökum þess hversu mikla vinnu hann hafði lagt í keppnina. „Þannig að Iceland Express og hann ætla að bjóða mér til Bandaríkjanna. Ég fæ að gista í svítu hótelsins. Sem er ekkert slæmt og bætir þennan missi algjörlega upp." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
„Ég var kominn út um dyrnar, með allan farangurinn, vegabréf og flugmiða og var á leiðinni til ættingja minna í Keflavík þar sem ég ætlaði að gista daginn fyrir brottför. Ég ákvað hins vegar að tvítékka hvort ég væri ekki með allt, fór í fartölvuna og fyrsti póstur var að keppninni hefði verið aflýst," segir Vilhjálmur Þór Davíðsson, Hr. hinsegin okkar Íslendinga. Mr. Gay Europe-keppnin, sem fara átti fram í Genf í Sviss á dögunum, var slegin af. Ástæðan var sú, að sögn Vilhjálms, að hótelið sem átti að hýsa keppnina ákvað að draga sig út sökum þess að það taldi sig ekki vera að græða nógu mikið á keppninni. „Skipuleggjendur og aðstandendur keppninnar reyndu allt hvað þeir gátu en fundu ekki keppnisstað með svona skömmum fyrirvara og þess vegna varð ekkert úr þessu." Vilhjálmur segir þetta vissulega vera svekkjandi, hann hafi verið búinn að fá sig lausan úr vinnu til að taka þátt og eytt ómældum tíma í undirbúning. „Ég tók þetta alla leið, æfði tvisvar á dag, sleppti allri óhollustu og var í flottu formi. Ég fór náttúrulega á algjört nammifyllerí þegar þetta var staðfest." Vilhjálmur er einnig með keppnisrétt í Mr. Gay World sem fram fer í Manila á Filippseyjum. Hann segir meiri líkur en minni á að hann taki þátt í þeirri keppni þótt hann viðurkenni að hann sé aðeins brenndur af fyrri reynslu. „Mér þykir líklegra að ég fari," segir hann. Vilhjálmur getur hins vegar brosað í gegnum tárin því fyrir algjöra tilviljun var norskur hóteleigandi, Jarl Haugedal, staddur hér á landi ásamt vinkonu sinni Heru Björk, Eurovision-stjörnu. Haugedal þessi á lúxusíbúðarhótelið NYC-JC og situr í dómnefnd Mr. Gay Europe og fann til með Vilhjálmi sökum þess hversu mikla vinnu hann hafði lagt í keppnina. „Þannig að Iceland Express og hann ætla að bjóða mér til Bandaríkjanna. Ég fæ að gista í svítu hótelsins. Sem er ekkert slæmt og bætir þennan missi algjörlega upp." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira