Stelpurnar okkar: Vonbrigði á vonbrigði ofan Hjalti Þór Hreinsson skrifar 23. ágúst 2010 08:00 Rakel var á hækjum eftir leikinn. Fréttablaðið/Daníel Íslensku stelpurnar voru súrar eftir tapið gegn Frökkum og vonbrigðin leyndu sér ekki. Guðbjörg Gunnarsdóttir spilaði í markinu og fannst leikurinn nokkuð góður. „Við lögðum upp með að spila hápressu og það var óheppni að byrja með vindinum. Hann var mjög stífur en svo lægði nánast í seinni hálfleik. Auðvitað hafði það áhrif. Við ætluðum að reyna að skora þrjú mörk en skoruðu ekkert og auðvitað eru það vonbrigði. Þó að við hefðum haldið hreinu hefði það ekki skipt máli. Ég veit ekki hvort það sé hægt að tala um að við höfum brugðist, Frakkar eru með svo gott lið. En auðvitað bregðumst við ef við töpum heima, hér á enginn að vinna okkur," sagði Guðbjörg. Hún fékk á sig mark þegar Frakkar fundu hana í einskinsmannslandi. „Ég átti að spila mjög framarlega, sem aftasti varnarmaður í rauninni. Það gerði ég. Þegar svona bolti kemur innfyrir stoppar vindurinn hann stundum og það gerðist þegar þær skoruðu. Ég ætlaði í boltann en hætti við og þá var ég bara of framarlega," sagði markmaðurinn. Rakel Hönnudóttir fór af velli í hálfleik eftir að hafa spilað vel sem hægri bakvörður. „Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir okkur. Við vorum að spila nokkuð vel og þetta var bara ágætt hjá okkur. Við fengum hálffæri sem við hefðum getað nýtt betur," sagði Rakel sem kann ágætlega við sig í „nýju" stöðunni. „Þetta er ágætt, þetta er fjórði leikurinn sem ég spila þarna svo ég er ekkert rosalega reynd. En þetta voru ekki sterkustu andstæðingarnir sem ég hef mætt." Sif Atladóttir fannst íslenska liðið spila mjög vel. „Markmaður þeirra varði nokkrum sinnum frábærlega. Það vantaði herslumuninn hjá okkur og þetta er alveg ógeðslega leiðinlegt. En svona er fótboltinn. Stuðningur áhorfenda var frábær líka. Þetta er mjög sárt en við sýndum að við eigum heima þarna á meðal þeirra bestu. Það eru ekki allir sem standa svona vel í Frökkunum," sagði Sif. Íslenski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Íslensku stelpurnar voru súrar eftir tapið gegn Frökkum og vonbrigðin leyndu sér ekki. Guðbjörg Gunnarsdóttir spilaði í markinu og fannst leikurinn nokkuð góður. „Við lögðum upp með að spila hápressu og það var óheppni að byrja með vindinum. Hann var mjög stífur en svo lægði nánast í seinni hálfleik. Auðvitað hafði það áhrif. Við ætluðum að reyna að skora þrjú mörk en skoruðu ekkert og auðvitað eru það vonbrigði. Þó að við hefðum haldið hreinu hefði það ekki skipt máli. Ég veit ekki hvort það sé hægt að tala um að við höfum brugðist, Frakkar eru með svo gott lið. En auðvitað bregðumst við ef við töpum heima, hér á enginn að vinna okkur," sagði Guðbjörg. Hún fékk á sig mark þegar Frakkar fundu hana í einskinsmannslandi. „Ég átti að spila mjög framarlega, sem aftasti varnarmaður í rauninni. Það gerði ég. Þegar svona bolti kemur innfyrir stoppar vindurinn hann stundum og það gerðist þegar þær skoruðu. Ég ætlaði í boltann en hætti við og þá var ég bara of framarlega," sagði markmaðurinn. Rakel Hönnudóttir fór af velli í hálfleik eftir að hafa spilað vel sem hægri bakvörður. „Auðvitað eru þetta vonbrigði fyrir okkur. Við vorum að spila nokkuð vel og þetta var bara ágætt hjá okkur. Við fengum hálffæri sem við hefðum getað nýtt betur," sagði Rakel sem kann ágætlega við sig í „nýju" stöðunni. „Þetta er ágætt, þetta er fjórði leikurinn sem ég spila þarna svo ég er ekkert rosalega reynd. En þetta voru ekki sterkustu andstæðingarnir sem ég hef mætt." Sif Atladóttir fannst íslenska liðið spila mjög vel. „Markmaður þeirra varði nokkrum sinnum frábærlega. Það vantaði herslumuninn hjá okkur og þetta er alveg ógeðslega leiðinlegt. En svona er fótboltinn. Stuðningur áhorfenda var frábær líka. Þetta er mjög sárt en við sýndum að við eigum heima þarna á meðal þeirra bestu. Það eru ekki allir sem standa svona vel í Frökkunum," sagði Sif.
Íslenski boltinn Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn