Netglæpamenn geta notað óvarðar tölvur til innbrota 21. október 2010 05:30 Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni.Nordicphotos/AFP Fjarskipti Íslenskur almenningur verður sjálfur að gæta að öryggi eigin tölvubúnaðar, bæði til að verja eigin upplýsingar og til að tölvur þeirra séu ekki notaðar til árása eða innbrota í tölvukerfi annars staðar í heiminum, segir sérfræðingur í netöryggi. „Ef ríkið getur ekki séð um að verja þig verður þú að verja þig sjálfur,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, sem vann meistaraverkefni í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands um netógnir. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru engar miðlægar varnir til staðar hér á landi gegn tölvuárásum, þrátt fyrir að slíkar árásir geti haft alvarlegar afleiðingar. Bæði Varnarmálastofnun og Póst- og fjarskiptastofnun hafa undirbúið uppsetningu slíkra varna, en ekkert fé hefur fengist til þess að koma þeim á fót. Jón Kristinn segir almenning geta varið eigin tölvur, þó að stjórnvöld verði að koma að því að verja landið. Hann segir fólk verða að gæta að því að vírusvörn og eldveggur séu í notkun, og öll forrit séu uppfærð reglulega. Ef þetta sé ekki gert geti tölvuglæpamenn notað tölvur þeirra til að fremja glæpi hvar sem er í heiminum. Einnig sé hægt að nota tölvurnar til að gera álagsárásir, sem geta sett tölvukerfi heilu þjóðanna á hliðina. Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni. Nordicphotos/AFP Íslensk tölvufyrirtæki eru mjög meðvituð um hættuna sem stafar af tölvuárásum, og stórir rekstraraðilar tölvukerfa þurfa að verjast minni háttar árásum daglega. Öflugar tölvuárásir eru sjaldgæfari, en þó eru þekkt dæmi um slíkt. Öflug tölvuárás á margar íslenskar vefsíður samtímis gæti haft það í för með sér að samskipti í gegnum tölvur og síma á landinu öllu myndu detta niður. Jón Kristinn segir að ástandið sem það myndi skapa gæti minnt á ástandið 7. október 2008, þegar Glitnir og Landsbankinn féllu. „Ég er hræddur um að afleiðingarnar yrðu alger ringulreið,“ segir Jón Kristinn. Hann segir að ef ráðist verði á vefsíður bankanna, sem hafi heldur betur verið milli tannanna á fólki erlendis undanfarið, geti það valdið ótta fólks um að peningarnir þeirra séu ekki öruggir. Erfitt verði að koma upplýsingum um ástandið til fólksins ef netið liggi niðri, sem geti alið á enn meiri ótta. Aukin áhersla á rafræna stjórnsýslu gerir landið sífellt veikara fyrir árásum tölvuglæpamanna. Jón Kristinn segir að stjórnvöld ættu að stofna viðbragðshóp til að bregðast við tölvuárásum, og gera úttekt á helstu veikleikum kerfisins. Þá sé mikilvægt að efla tengslin við hin Norðurlöndin, og tengslin við tölvuvarnadeild Atlantshafsbandalagsins. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fjarskipti Íslenskur almenningur verður sjálfur að gæta að öryggi eigin tölvubúnaðar, bæði til að verja eigin upplýsingar og til að tölvur þeirra séu ekki notaðar til árása eða innbrota í tölvukerfi annars staðar í heiminum, segir sérfræðingur í netöryggi. „Ef ríkið getur ekki séð um að verja þig verður þú að verja þig sjálfur,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, sem vann meistaraverkefni í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands um netógnir. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru engar miðlægar varnir til staðar hér á landi gegn tölvuárásum, þrátt fyrir að slíkar árásir geti haft alvarlegar afleiðingar. Bæði Varnarmálastofnun og Póst- og fjarskiptastofnun hafa undirbúið uppsetningu slíkra varna, en ekkert fé hefur fengist til þess að koma þeim á fót. Jón Kristinn segir almenning geta varið eigin tölvur, þó að stjórnvöld verði að koma að því að verja landið. Hann segir fólk verða að gæta að því að vírusvörn og eldveggur séu í notkun, og öll forrit séu uppfærð reglulega. Ef þetta sé ekki gert geti tölvuglæpamenn notað tölvur þeirra til að fremja glæpi hvar sem er í heiminum. Einnig sé hægt að nota tölvurnar til að gera álagsárásir, sem geta sett tölvukerfi heilu þjóðanna á hliðina. Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni. Nordicphotos/AFP Íslensk tölvufyrirtæki eru mjög meðvituð um hættuna sem stafar af tölvuárásum, og stórir rekstraraðilar tölvukerfa þurfa að verjast minni háttar árásum daglega. Öflugar tölvuárásir eru sjaldgæfari, en þó eru þekkt dæmi um slíkt. Öflug tölvuárás á margar íslenskar vefsíður samtímis gæti haft það í för með sér að samskipti í gegnum tölvur og síma á landinu öllu myndu detta niður. Jón Kristinn segir að ástandið sem það myndi skapa gæti minnt á ástandið 7. október 2008, þegar Glitnir og Landsbankinn féllu. „Ég er hræddur um að afleiðingarnar yrðu alger ringulreið,“ segir Jón Kristinn. Hann segir að ef ráðist verði á vefsíður bankanna, sem hafi heldur betur verið milli tannanna á fólki erlendis undanfarið, geti það valdið ótta fólks um að peningarnir þeirra séu ekki öruggir. Erfitt verði að koma upplýsingum um ástandið til fólksins ef netið liggi niðri, sem geti alið á enn meiri ótta. Aukin áhersla á rafræna stjórnsýslu gerir landið sífellt veikara fyrir árásum tölvuglæpamanna. Jón Kristinn segir að stjórnvöld ættu að stofna viðbragðshóp til að bregðast við tölvuárásum, og gera úttekt á helstu veikleikum kerfisins. Þá sé mikilvægt að efla tengslin við hin Norðurlöndin, og tengslin við tölvuvarnadeild Atlantshafsbandalagsins. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira