Handbolti

Dagur kominn með Austurríki hálfa leið á HM í Svíþjóð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson. Mynd/DIENER
Austurríki vann sextán marka stórsigur á Hollandi í dag, 31-15, í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM í Svíþjóð á næsta ári. Leikurinn fór fyrir framan tæplega fjögur þúsund áhorfendur í Dornbirn í Austurríki og lærisveinar Dags Sigurðssonar voru í miklu stuði síðustu 45 mínúturnar í leiknum sem liðið vann 24-8.

„Við vissum að við áttum góða möguleika en þetta var mun léttara en ég bjóst við. Við verðum samt að halda einbeitingu og klára þetta í seinni leiknum. Liðin eru jafnari en lokatölurnar gefa tilefni til að áætla og það sást í fyrri hálfleiknum," sagði Dagur á blaðamannafundi eftir leikinn.

Austurríkismenn voru 15-10 yfir í hálfleik en þeir gerðu endanlega út um leikinn með því að komast strax í 22-12 í upphafi seinni hálfleiksins og enduðu á því að vinna seinni hálfleikinn 16-5.

Viktor Szilagyi var markahæstur í austurríska liðinu með átta mörk en Konrad Wilczynski skoraði 6 mörk. Seinni leikurinn fer fram í Emmen í Hollandi á sunnudaginn eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×