Viðskipti erlent

Obama telur að það versta sé afstaðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Obama telur að það versta sé afstaðið. Mynd/ AFP.
Obama telur að það versta sé afstaðið. Mynd/ AFP.
Um 162 þúsund störf sköpuðust í einkageiranum í Bandaríkjunum í marsmánuði. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að tölurnar bendi til þess að Bandaríkjamenn séu á leiðinni út úr kreppunni og komnir í gegnum mesta brimskaflinn.

„Versti stormurinn er að baki. Það eru bjartari dagar framundan," hefur dpa fréttastofan eftir Obama. Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er um 9,7%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×