Bara ef ljótan væri algild Sólveig Gísladóttir skrifar 20. september 2010 00:01 Mannkynið á í sífelldum metingi um hver eigi stærsta og flottasta bílinn, fallegasta heimilið, mikilfenglegustu fjöllin, hreinustu orkuna og fallegustu konurnar. Metingurinn fylgir okkur í daglegu lífi, við berum okkur saman við vinnufélagana, fólkið á götunni og nágrannana. Það verður til þess að við högum lífi okkar oft á allt annan máta en við myndum kannski innst inni kjósa. Það er þetta með fegurðina og okkur konurnar. Sumir segja að fegurðin komi að innan, aðrir telja að slíkt segi aðeins ljótar konur. Hvað sem því líður þurfum við konurnar að leggja heilmikið á okkur til að standast kröfurnar sem gerðar eru í samfélaginu. Við þurfum að vera smekklega til fara, setja upp andlitið og ekki gleyma að brosa perluhvítum tönnum. Sjálf er ég yfirleitt óttalega tætingsleg. Líður best í heimabuxum með ógreitt hár. Þannig nennti ég varla í myndatöku fyrir þennan pistil því það þýddi að ég þyrfti að hafa mig til. Því er ekki að furða að mér þyki fjalla- og hestaferðir sérstaklega heillandi. Þar get ég verið eins og mér sýnist og allir í kringum mig eru ámóta druslulegir. Spóka sig jafnvel í föðurlandinu í fjallaskálum án þess að neitt þyki að því. því þótti mér leitt að heyra eina vinkonu mína segja um daginn að hún treysti sér ekki í sveitaferð því henni þætti hún alltaf svo ljót í slíkum ferðum. Er þá ekki fokið í flest skjól ef maður má ekki einu sinni vera haldinn ljótunni í náttúrunni? Samt sem áður er ég vel meðvituð um að verða að fylgja hinum samfélagslegu reglum. Ég fer ekki í heimabuxum í vinnuna, ég reyni að setja upp andlitið áður en ég fer í Kringluna og fer hjá mér ef ég fer í joggingbuxunum út í matvörubúð og hitti gamla kunningjakonu, sérstaklega ef viðkomandi er sjálf mjög vel til höfð. Ég rifjaði upp skemmtilegan brandara á dögunum. „Góði guð, gerðu mig granna. Ef ekki, gerðu þá vinkonur mínar feitar.“ Kannski er það draumur minn að allar konur verði haldnar ljótunni dag hvern svo ég geti verið eins og mér líður best. Þá gætum við líka hætt að metast og farið að sinna því sem máli skiptir eins og vinskap, fjölskyldu og hver veit, jafnvel uppbyggingu atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Gísladóttir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Mannkynið á í sífelldum metingi um hver eigi stærsta og flottasta bílinn, fallegasta heimilið, mikilfenglegustu fjöllin, hreinustu orkuna og fallegustu konurnar. Metingurinn fylgir okkur í daglegu lífi, við berum okkur saman við vinnufélagana, fólkið á götunni og nágrannana. Það verður til þess að við högum lífi okkar oft á allt annan máta en við myndum kannski innst inni kjósa. Það er þetta með fegurðina og okkur konurnar. Sumir segja að fegurðin komi að innan, aðrir telja að slíkt segi aðeins ljótar konur. Hvað sem því líður þurfum við konurnar að leggja heilmikið á okkur til að standast kröfurnar sem gerðar eru í samfélaginu. Við þurfum að vera smekklega til fara, setja upp andlitið og ekki gleyma að brosa perluhvítum tönnum. Sjálf er ég yfirleitt óttalega tætingsleg. Líður best í heimabuxum með ógreitt hár. Þannig nennti ég varla í myndatöku fyrir þennan pistil því það þýddi að ég þyrfti að hafa mig til. Því er ekki að furða að mér þyki fjalla- og hestaferðir sérstaklega heillandi. Þar get ég verið eins og mér sýnist og allir í kringum mig eru ámóta druslulegir. Spóka sig jafnvel í föðurlandinu í fjallaskálum án þess að neitt þyki að því. því þótti mér leitt að heyra eina vinkonu mína segja um daginn að hún treysti sér ekki í sveitaferð því henni þætti hún alltaf svo ljót í slíkum ferðum. Er þá ekki fokið í flest skjól ef maður má ekki einu sinni vera haldinn ljótunni í náttúrunni? Samt sem áður er ég vel meðvituð um að verða að fylgja hinum samfélagslegu reglum. Ég fer ekki í heimabuxum í vinnuna, ég reyni að setja upp andlitið áður en ég fer í Kringluna og fer hjá mér ef ég fer í joggingbuxunum út í matvörubúð og hitti gamla kunningjakonu, sérstaklega ef viðkomandi er sjálf mjög vel til höfð. Ég rifjaði upp skemmtilegan brandara á dögunum. „Góði guð, gerðu mig granna. Ef ekki, gerðu þá vinkonur mínar feitar.“ Kannski er það draumur minn að allar konur verði haldnar ljótunni dag hvern svo ég geti verið eins og mér líður best. Þá gætum við líka hætt að metast og farið að sinna því sem máli skiptir eins og vinskap, fjölskyldu og hver veit, jafnvel uppbyggingu atvinnulífsins.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun