Gamalt Superman blað selt á milljón dollara 24. febrúar 2010 08:37 Í fyrsta sinn í sögunni hefur gamalt hasarmyndablað verið selt á eina milljón dollara eða tæplega 129 milljónir kr. Um er að ræða fyrsta tölublaðið um ofurhetjuna Superman undir nafninu Action Comics frá árinu 1938.Í frétt um málið í blaðinu Daily Mail segir að fyrra metverð hafi einnig verið gefið fyrir annað eintak af fyrsta tölublaði af Action Comics eða 317.000 dollarar en það blað var í verra ásigkomulagi en það sem selt var núna. Á sínum tíma, árið 1938, kostuðu blöðin 10 sent.Ekki er vitað um nema 100 eintök í heiminum af Action Comics No. 1 en það sem selt var á milljón dollara er eitt af örfáum sem eru í nær fullkomnu ásigkomulagi.Blaðið var selt í gegnum upboðsvefinn Comic Connect og segir Stephen Fisher, annar eigandi vefsins, að Action Comics No. 1 sé...."hinn heilagi kaleikur hasarmyndablaðanna". Það gerist aðeins einu sinni á tuttugu ára fresti að slíkt blað komi á markaðinn. Kaupandinn vill hinsvegar ekki láta nafns síns getið en hann er þekktur hjá Comic Connect og hefur áður fest kaup á Action Comics No. 1.Það fylgir sögunni að síðar á þessu ári mun fyrsta hasarmyndablaðið með hetjunni Batman verða boðið upp. Það blað er árinu yngra eða frá 1939. Hugsanlega mun það slá verðmet Superman. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni hefur gamalt hasarmyndablað verið selt á eina milljón dollara eða tæplega 129 milljónir kr. Um er að ræða fyrsta tölublaðið um ofurhetjuna Superman undir nafninu Action Comics frá árinu 1938.Í frétt um málið í blaðinu Daily Mail segir að fyrra metverð hafi einnig verið gefið fyrir annað eintak af fyrsta tölublaði af Action Comics eða 317.000 dollarar en það blað var í verra ásigkomulagi en það sem selt var núna. Á sínum tíma, árið 1938, kostuðu blöðin 10 sent.Ekki er vitað um nema 100 eintök í heiminum af Action Comics No. 1 en það sem selt var á milljón dollara er eitt af örfáum sem eru í nær fullkomnu ásigkomulagi.Blaðið var selt í gegnum upboðsvefinn Comic Connect og segir Stephen Fisher, annar eigandi vefsins, að Action Comics No. 1 sé...."hinn heilagi kaleikur hasarmyndablaðanna". Það gerist aðeins einu sinni á tuttugu ára fresti að slíkt blað komi á markaðinn. Kaupandinn vill hinsvegar ekki láta nafns síns getið en hann er þekktur hjá Comic Connect og hefur áður fest kaup á Action Comics No. 1.Það fylgir sögunni að síðar á þessu ári mun fyrsta hasarmyndablaðið með hetjunni Batman verða boðið upp. Það blað er árinu yngra eða frá 1939. Hugsanlega mun það slá verðmet Superman.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira