NBA: Kobe Bryant sá til þess að Los Angeles Lakers er komið í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2010 09:00 Kobe Bryant og Pau Gasol fagna körfu í nótt. Mynd/AP Los Angeles Lakers, Boston Celtics og Atlanta komust í nótt öll í 2-0 í einvígum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og Steve Nash og félagar í Phoenix Suns svöruðu fyrir tap á heimavelli í fyrsta leik með því að bursta lið Portland Trail Blazers og jafna einvígið í 1-1.Kobe Bryant skoraði 39 stig og bar upp leik sinna manna í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 95-92 sigur á Oklahoma City Thunder og tók þar með 2-0 forustu í einvíginu. Hið unga liða Oklahoma City sýndi allt annan og betri leik en í fyrsta leiknum og komst meðal annars þrisvar yfir í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant hitti úr 12 af 14 vítum sínum og 12 af 28 skotum utan af velli. Pau Gasol var með 25 stig og 12 fráköst hjá Lakers. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Thunder og Russell Westbrook var með 19 stig.Boston Celtics vann 106-77 á Miami Heat og saknaði ekki mikið Kevin Garnett sem tók út leikbann fyrir að gefa Quentin Richardson vænt olnbogaskot í leik eitt. Glen Davis kom inn í byrjunarlið Boston í staðinn og var með 23 stig og 8 fráköst. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Boston en Dwyane Wade var með 29 stig fyrir Miami. Boston er þar með komið 2-0 yfir í einvíginu.Joe Johnson skoraði 27 stig og Josh Smith (21 stig, 14 fráköst, 9 stoðsendingar) var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu þegar Atlanta Hawks vann 96-86 sigur á Milwaukee Bucks og komst 2-0 yfir í einvíginu. Þetta var í fyrsta sinn sem Atlanta kemst 2-0 yfir í einvígi síðan 1970. Al Horford var líka með 20 stig, 10 fráköst og 3 varin skot hjá Atlanta en John Salmons skoraði mest fyrir Bucks eða 2 stig. Nýliðinn Brandon Jennings sem skoraði 34 stig í leik eitt var aðeins með 9 stig en hann hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum.Phoenix Suns svaraði óvæntu heimatapi í fyrsta leik á móti Portland Trail Blazers með því að bursta Portland með 29 stigum, 119-90, í leik tvö í nótt. " Gömlu" mennirnir voru í miklu stuði hjá Suns, Jason Richardson skoraði 29 stig, Grant Hill bætti við 20 stigum (hitti úr 10 af 11 skotum) og Steve Nash var með 13 stig og 16 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði síðan 18 stig en enginn byrjunarliðsmanna Phoenix spilaði í fjórða og síðasta leikhlutanum. Martell Webster skoraði mest fyrir Portland eða 16 stig.Úrslitin í nótt, staðan í einvígunum og næsti leikur: Atlanta Hawks-Milwaukee Bucks 96-86 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Milwaukee á laugardag) Boston Celtics-Miami Heat 106-77 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Miami á föstudag) Phoenix Suns-Portland Trail Blazers 119-90 (Staðan er 1-1, næsti leikur í Portland á morgun) Los Angeles Lakers-Oklahoma City Thunder 95-92 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Oklahoma City á morgun) NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Los Angeles Lakers, Boston Celtics og Atlanta komust í nótt öll í 2-0 í einvígum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og Steve Nash og félagar í Phoenix Suns svöruðu fyrir tap á heimavelli í fyrsta leik með því að bursta lið Portland Trail Blazers og jafna einvígið í 1-1.Kobe Bryant skoraði 39 stig og bar upp leik sinna manna í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 95-92 sigur á Oklahoma City Thunder og tók þar með 2-0 forustu í einvíginu. Hið unga liða Oklahoma City sýndi allt annan og betri leik en í fyrsta leiknum og komst meðal annars þrisvar yfir í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant hitti úr 12 af 14 vítum sínum og 12 af 28 skotum utan af velli. Pau Gasol var með 25 stig og 12 fráköst hjá Lakers. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Thunder og Russell Westbrook var með 19 stig.Boston Celtics vann 106-77 á Miami Heat og saknaði ekki mikið Kevin Garnett sem tók út leikbann fyrir að gefa Quentin Richardson vænt olnbogaskot í leik eitt. Glen Davis kom inn í byrjunarlið Boston í staðinn og var með 23 stig og 8 fráköst. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Boston en Dwyane Wade var með 29 stig fyrir Miami. Boston er þar með komið 2-0 yfir í einvíginu.Joe Johnson skoraði 27 stig og Josh Smith (21 stig, 14 fráköst, 9 stoðsendingar) var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu þegar Atlanta Hawks vann 96-86 sigur á Milwaukee Bucks og komst 2-0 yfir í einvíginu. Þetta var í fyrsta sinn sem Atlanta kemst 2-0 yfir í einvígi síðan 1970. Al Horford var líka með 20 stig, 10 fráköst og 3 varin skot hjá Atlanta en John Salmons skoraði mest fyrir Bucks eða 2 stig. Nýliðinn Brandon Jennings sem skoraði 34 stig í leik eitt var aðeins með 9 stig en hann hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum.Phoenix Suns svaraði óvæntu heimatapi í fyrsta leik á móti Portland Trail Blazers með því að bursta Portland með 29 stigum, 119-90, í leik tvö í nótt. " Gömlu" mennirnir voru í miklu stuði hjá Suns, Jason Richardson skoraði 29 stig, Grant Hill bætti við 20 stigum (hitti úr 10 af 11 skotum) og Steve Nash var með 13 stig og 16 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði síðan 18 stig en enginn byrjunarliðsmanna Phoenix spilaði í fjórða og síðasta leikhlutanum. Martell Webster skoraði mest fyrir Portland eða 16 stig.Úrslitin í nótt, staðan í einvígunum og næsti leikur: Atlanta Hawks-Milwaukee Bucks 96-86 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Milwaukee á laugardag) Boston Celtics-Miami Heat 106-77 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Miami á föstudag) Phoenix Suns-Portland Trail Blazers 119-90 (Staðan er 1-1, næsti leikur í Portland á morgun) Los Angeles Lakers-Oklahoma City Thunder 95-92 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Oklahoma City á morgun)
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins