Grétar með KR í Eyjum í kvöld: Það þýðir ekki að væla lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2010 13:00 Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Mynd/Stefán Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, verður í leikmannahópi liðsins á móti ÍBV í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn hjá Grétari síðan að hann meiddist á móti Breiðabliki í Lengjubikarsleik í apríl. KR-liðið er búið að spila fjóra fyrstu leiki sína án fyrirliðans og er sem stendur án sigurs í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. „Ég ætla að vera með í kvöld. Ég er búinn að æfa vel í viku eða aðeins minna. Þetta er eiginlega komið, ég finn vel fyrir þessu en liðbandið er orðið það sterkt að það þarf að sögn sjúkraþjálfara mikið högg til þess að þetta slitni aftur, Maður þarf aðeins að koma sér í gang," sagði Grétar. „Þetta er búið að vera of erfitt að vera fyrir utan þetta. Maður vill koma sér inn í þetta aftur og fara að hjálpa liðinu," segir Grétar. KR-liðið fékk á sig sex mörk í fyrstu þremur leikjunum og margir söknuðu Grétars úr miðju varnarinnar. „Það er gaman ef menn líta svo á það að það hafi eitthvað vantað í varnarleikinn þegar ég hef ekki getað spilað en það er margt annað sem er búið að vera að. Það fer vonandi allt að smella þessa dagana svo að missum ekki af þessum titil," segir Grétar. KR-liðið hefur farið langt í bikarnum síðustu ár, vann bikarinn 2008 en datt út í undanúrslitunum í fyrra. „Síðan að við bjuggum til þetta lið sem er núna þá er búið að ganga vel í bikarnum. Við vorum klaufar að tapa þessu í fyrra. Síðustu tvö ár höfum við tekið þá ákvörðun að við ætlum að fara alla leið í bikarnum og það er engin breyting á því núna," segir Grétar sem bíður spenntur eftir leik kvöldsins. „Þetta er svakaleikur og það eru tveir rosaleikir í þessari umferð. Þetta er bara krefjandi að mæta þeim í svona góðu stuði. Það er bara betra fyrir okkur til að reyna að gíra okkur inn í þennan leik," segir Grétar. Grétar veit ekki hvort Logi Ólafsson tefli honum fram í byrjunarliðinu í kvöld. „Ég veit voða lítið um það hvort ég fái að byrja í kvöld. Ég hef gefið kost á mér og þjálfarinn veit að þetta er allt komið og ég get beitt mér að fullu. Þó að það sá einhver smá sársauki þá er það eins og gengur og gerist. Það þýðir ekki að væla lengur," sagði Grétar. Íslenski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, verður í leikmannahópi liðsins á móti ÍBV í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn hjá Grétari síðan að hann meiddist á móti Breiðabliki í Lengjubikarsleik í apríl. KR-liðið er búið að spila fjóra fyrstu leiki sína án fyrirliðans og er sem stendur án sigurs í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. „Ég ætla að vera með í kvöld. Ég er búinn að æfa vel í viku eða aðeins minna. Þetta er eiginlega komið, ég finn vel fyrir þessu en liðbandið er orðið það sterkt að það þarf að sögn sjúkraþjálfara mikið högg til þess að þetta slitni aftur, Maður þarf aðeins að koma sér í gang," sagði Grétar. „Þetta er búið að vera of erfitt að vera fyrir utan þetta. Maður vill koma sér inn í þetta aftur og fara að hjálpa liðinu," segir Grétar. KR-liðið fékk á sig sex mörk í fyrstu þremur leikjunum og margir söknuðu Grétars úr miðju varnarinnar. „Það er gaman ef menn líta svo á það að það hafi eitthvað vantað í varnarleikinn þegar ég hef ekki getað spilað en það er margt annað sem er búið að vera að. Það fer vonandi allt að smella þessa dagana svo að missum ekki af þessum titil," segir Grétar. KR-liðið hefur farið langt í bikarnum síðustu ár, vann bikarinn 2008 en datt út í undanúrslitunum í fyrra. „Síðan að við bjuggum til þetta lið sem er núna þá er búið að ganga vel í bikarnum. Við vorum klaufar að tapa þessu í fyrra. Síðustu tvö ár höfum við tekið þá ákvörðun að við ætlum að fara alla leið í bikarnum og það er engin breyting á því núna," segir Grétar sem bíður spenntur eftir leik kvöldsins. „Þetta er svakaleikur og það eru tveir rosaleikir í þessari umferð. Þetta er bara krefjandi að mæta þeim í svona góðu stuði. Það er bara betra fyrir okkur til að reyna að gíra okkur inn í þennan leik," segir Grétar. Grétar veit ekki hvort Logi Ólafsson tefli honum fram í byrjunarliðinu í kvöld. „Ég veit voða lítið um það hvort ég fái að byrja í kvöld. Ég hef gefið kost á mér og þjálfarinn veit að þetta er allt komið og ég get beitt mér að fullu. Þó að það sá einhver smá sársauki þá er það eins og gengur og gerist. Það þýðir ekki að væla lengur," sagði Grétar.
Íslenski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira