Tímabært að gefa út best of-plötu hérna heima 9. nóvember 2010 09:00 gefur út bestu lögin Barði í Bang Gang hefur sent frá sér best of-plötu sem inniheldur lög af öllum þremur plötum hljómsveitarinnar. Barði Jóhannsson og hljómsveit hans, Bang Gang, hafa gefið út þrjár plötur, sem allar hafa hlotið góðar viðtökur. Nú er komin út Best of Bang Gang sem inniheldur lög af plötunum þremur ásamt ábreiðuplötu þar sem Páll Óskar og Dikta eru á meðal flytjenda. „Það var orðið tímabært að setja saman svona plötu hérna heima. Og líka bara skemmtilegt," segir tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson. „Mér finnst allt í lagi að gera best of svona snemma á ferlinum vegna þess að það hefur liðið svo langt á milli platna hjá mér." Barði sendi frá sér plötuna Best of Bang Gang á dögunum. Platan inniheldur þrettán lög af þremur plötum hljómsveitarinnar, en sú fyrsta kom út árið 1998. Útgáfan er tvöföld, en plata þar sem Dikta, Páll Óskar og fleiri listamenn flytja lög Bang Gang fylgir með. Barði ætlaði upprunalega að gefa út lög sem honum fannst fín en hafði ekki klárað, en hætti við það. „Þegar ég bar aukaefnið saman við hin lögin þá uppgötvaði ég að það var ástæða fyrir því að þessi aukalög enduðu ekki á diski. Þetta var ekki nógu gott," segir Barði og bætir við að munurinn á góðum og slæmum listamanni sé að sá góði kann að hætta. „Hann gefur ekki út það sem er ekki tilbúið. Kann að skilja að gott og vont. Það eru margir sem gefa allt út - sama hversu gott það er. Flestir tónlistarmenn gefa út plötur sem í heild sinni hljóma eins og aukaefni sem hefði alveg mátt sleppa." Barði lagði höfuðið í bleyti og mundi þá eftir ábreiðuplötu þar sem ýmsar hljómsveitir fluttu lög Carpenters. Þar var Sonic Youth á meðal flytjenda og tók lagið Superstar. „Mér fannst platan alltaf svo skemmtileg og hugsaði að þetta gæti orðið skemmtilegt," segir Barði. Ásamt Diktu og Páli Óskari eru Mammút, Eberg og Singapore Sling á meðal flytjenda. Síðastnefnda hljómsveitin flytur lagið One More Trip, sem er sama lag og Dikta flytur. Það ætti ekki að koma á óvart að útgáfurnar eru eins og svart og hvítt og þessi fjölbreytileiki er eitt af því sem Barði kann að meta við útgáfuna. „Það kom út úr þessu mjög skemmtilegur aukadiskur sem ég nenni að hlusta á," segir hann. Útgáfutónleikar Best of Bang Gang verða haldnir í Þjóðleikhúsinu á þriðjudaginn í næstu viku og á Græna hattinum á Akureyri næstkomandi laugardag. Miðasala er hafin á Midi.is. atlifannar@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Barði Jóhannsson og hljómsveit hans, Bang Gang, hafa gefið út þrjár plötur, sem allar hafa hlotið góðar viðtökur. Nú er komin út Best of Bang Gang sem inniheldur lög af plötunum þremur ásamt ábreiðuplötu þar sem Páll Óskar og Dikta eru á meðal flytjenda. „Það var orðið tímabært að setja saman svona plötu hérna heima. Og líka bara skemmtilegt," segir tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson. „Mér finnst allt í lagi að gera best of svona snemma á ferlinum vegna þess að það hefur liðið svo langt á milli platna hjá mér." Barði sendi frá sér plötuna Best of Bang Gang á dögunum. Platan inniheldur þrettán lög af þremur plötum hljómsveitarinnar, en sú fyrsta kom út árið 1998. Útgáfan er tvöföld, en plata þar sem Dikta, Páll Óskar og fleiri listamenn flytja lög Bang Gang fylgir með. Barði ætlaði upprunalega að gefa út lög sem honum fannst fín en hafði ekki klárað, en hætti við það. „Þegar ég bar aukaefnið saman við hin lögin þá uppgötvaði ég að það var ástæða fyrir því að þessi aukalög enduðu ekki á diski. Þetta var ekki nógu gott," segir Barði og bætir við að munurinn á góðum og slæmum listamanni sé að sá góði kann að hætta. „Hann gefur ekki út það sem er ekki tilbúið. Kann að skilja að gott og vont. Það eru margir sem gefa allt út - sama hversu gott það er. Flestir tónlistarmenn gefa út plötur sem í heild sinni hljóma eins og aukaefni sem hefði alveg mátt sleppa." Barði lagði höfuðið í bleyti og mundi þá eftir ábreiðuplötu þar sem ýmsar hljómsveitir fluttu lög Carpenters. Þar var Sonic Youth á meðal flytjenda og tók lagið Superstar. „Mér fannst platan alltaf svo skemmtileg og hugsaði að þetta gæti orðið skemmtilegt," segir Barði. Ásamt Diktu og Páli Óskari eru Mammút, Eberg og Singapore Sling á meðal flytjenda. Síðastnefnda hljómsveitin flytur lagið One More Trip, sem er sama lag og Dikta flytur. Það ætti ekki að koma á óvart að útgáfurnar eru eins og svart og hvítt og þessi fjölbreytileiki er eitt af því sem Barði kann að meta við útgáfuna. „Það kom út úr þessu mjög skemmtilegur aukadiskur sem ég nenni að hlusta á," segir hann. Útgáfutónleikar Best of Bang Gang verða haldnir í Þjóðleikhúsinu á þriðjudaginn í næstu viku og á Græna hattinum á Akureyri næstkomandi laugardag. Miðasala er hafin á Midi.is. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira