Treystir á gott veður í ár Sara McMahon skrifar 14. júní 2010 06:30 Alla Borgþórsdóttir hefur séð um skipulagningu LungA alveg frá upphafi og hefur því verið nefnd mamma LungA. Listahátíðin LungA hefur verið haldin árlega við góðar undirtektir á Seyðisfirði undanfarin ár. Hátíðin verður tíu ára í sumar og að sögn Öllu Borgþórsdóttur, framkvæmdastjóra LungA, verður haldið upp á afmælið með pompi og prakt. „Við munum halda hátíðlega upp á afmælið en ég veit ekki hvort hátíðin verði stærri og betri í ár því hún er alltaf jafn frábær,“ segir Alla. Sérstakir afmælistónleikar verða laugardaginn 17. júlí sem fara fram undir berum himni auk þess sem haldin verður skemmtileg fatahönnunarsýning á fimmtudeginum og PopUp Verzlunin mun mæta á staðinn og selja hönnun beint frá hönnuði til neytenda. „Í grunninn verður hátíðin nokkuð svipuð í sniðum og hún hefur verið. Það hefur reyndar verið draumur okkar lengi að halda útitónleika og við ætlum að taka sénsinn og láta verða af því í ár. Við höfum alltaf íþróttahúsið til að hlaupa upp á ef veðrið verður alveg glatað,“ útskýrir Alla, sem hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar allt frá upphafi og er því gjarnan nefnd Mamma LungA. „Í ár verðum við einnig með norrænt ungmennaskiptiverkefni sem nefnist Norrænt stefnumót og er samstarf milli fjögurra Norðurlanda. Hingað kemur norskur hópur frá Norska blússambandinu, hópur nemenda frá Kaos Piloterne frá Danmörku og hópur frá finnskum sirkússkóla sem allir munu taka þátt í verkefninu.“ Alla segir hátíðina vera hálfgert samfélagsverkefni þar sem allir bæjarbúar taki virkan þátt í henni og segir foreldra og björgunarsveitir meðal annars sjá um gæslu á svæðinu. Hún segir um hundrað ungmenni taka þátt í listasmiðjunni árlega en svo fjölgi gestum í fjögurþúsund yfir helgina. „Við erum orðin nokkuð sjóuð í að taka á móti miklum fjölda fólks í kringum Norrænu og það hjálpar talsvert,“ segir hún að lokum og hlær. LungA Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Sjá meira
Listahátíðin LungA hefur verið haldin árlega við góðar undirtektir á Seyðisfirði undanfarin ár. Hátíðin verður tíu ára í sumar og að sögn Öllu Borgþórsdóttur, framkvæmdastjóra LungA, verður haldið upp á afmælið með pompi og prakt. „Við munum halda hátíðlega upp á afmælið en ég veit ekki hvort hátíðin verði stærri og betri í ár því hún er alltaf jafn frábær,“ segir Alla. Sérstakir afmælistónleikar verða laugardaginn 17. júlí sem fara fram undir berum himni auk þess sem haldin verður skemmtileg fatahönnunarsýning á fimmtudeginum og PopUp Verzlunin mun mæta á staðinn og selja hönnun beint frá hönnuði til neytenda. „Í grunninn verður hátíðin nokkuð svipuð í sniðum og hún hefur verið. Það hefur reyndar verið draumur okkar lengi að halda útitónleika og við ætlum að taka sénsinn og láta verða af því í ár. Við höfum alltaf íþróttahúsið til að hlaupa upp á ef veðrið verður alveg glatað,“ útskýrir Alla, sem hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar allt frá upphafi og er því gjarnan nefnd Mamma LungA. „Í ár verðum við einnig með norrænt ungmennaskiptiverkefni sem nefnist Norrænt stefnumót og er samstarf milli fjögurra Norðurlanda. Hingað kemur norskur hópur frá Norska blússambandinu, hópur nemenda frá Kaos Piloterne frá Danmörku og hópur frá finnskum sirkússkóla sem allir munu taka þátt í verkefninu.“ Alla segir hátíðina vera hálfgert samfélagsverkefni þar sem allir bæjarbúar taki virkan þátt í henni og segir foreldra og björgunarsveitir meðal annars sjá um gæslu á svæðinu. Hún segir um hundrað ungmenni taka þátt í listasmiðjunni árlega en svo fjölgi gestum í fjögurþúsund yfir helgina. „Við erum orðin nokkuð sjóuð í að taka á móti miklum fjölda fólks í kringum Norrænu og það hjálpar talsvert,“ segir hún að lokum og hlær.
LungA Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Sjá meira