Aðeins milljónamæringar hjá Danske Bank í Luxemborg 14. apríl 2010 13:31 Það er ekki hægt að gerast viðskiptavinur hjá Danske Bank í Luxemborg nema viðkomandi hafi a.m.k. 400.000 evrur eða 68 milljónir kr. í eigu sinni. Þeim sem vilja verða viðskiptavinir bankans en hafa ekki framangreinda upphæð haldbæra er einfaldlega vísað á dyr. Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar segir að auk þessa þurfi þeir sem eigi minna en 100.000 evrur inn á reikningum sínum hjá Danske Bank í Luxemborg að greiða sérstakt gjald fyrir það. Nemur gjaldið 500 evrum á ári eða rúmlega 85.000 kr. Nordea er með svipaðar reglur hjá sínum dótturbanka í Luxemborg en þar er lágmarkið hinsvegar 300.000 evrur. Klaus Mönsted Pedersen forstjóri Danske Bank International útskýrir þessar reglur þannig að vinnan fyrir viðskiptavinina í Luxemborg sé krefjandi og tímafrek. „Það kostar að veita þá ráðgjöf sem við bjóðum upp á og því er engin ástæða fyrir viðskiptin eða bankann að eiga kúnna sem ekki hafa þröf fyrir flókna ráðgjöf," segir Pedersen. Dótturbanki Danske Bank í Luxemborg er einkum ætlaður Dönum sem búa utan Danmerkur. Um 20.000 Danir fluttu frá heimalandinu á síðasta ári en Pedersen vill ekki gefa upp hve margir Danir séu viðskiptavinir bankans í Luxemborg. Slíkt sé viðskiptaleyndarmál. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Það er ekki hægt að gerast viðskiptavinur hjá Danske Bank í Luxemborg nema viðkomandi hafi a.m.k. 400.000 evrur eða 68 milljónir kr. í eigu sinni. Þeim sem vilja verða viðskiptavinir bankans en hafa ekki framangreinda upphæð haldbæra er einfaldlega vísað á dyr. Fjallað er um málið á börsen.dk. Þar segir að auk þessa þurfi þeir sem eigi minna en 100.000 evrur inn á reikningum sínum hjá Danske Bank í Luxemborg að greiða sérstakt gjald fyrir það. Nemur gjaldið 500 evrum á ári eða rúmlega 85.000 kr. Nordea er með svipaðar reglur hjá sínum dótturbanka í Luxemborg en þar er lágmarkið hinsvegar 300.000 evrur. Klaus Mönsted Pedersen forstjóri Danske Bank International útskýrir þessar reglur þannig að vinnan fyrir viðskiptavinina í Luxemborg sé krefjandi og tímafrek. „Það kostar að veita þá ráðgjöf sem við bjóðum upp á og því er engin ástæða fyrir viðskiptin eða bankann að eiga kúnna sem ekki hafa þröf fyrir flókna ráðgjöf," segir Pedersen. Dótturbanki Danske Bank í Luxemborg er einkum ætlaður Dönum sem búa utan Danmerkur. Um 20.000 Danir fluttu frá heimalandinu á síðasta ári en Pedersen vill ekki gefa upp hve margir Danir séu viðskiptavinir bankans í Luxemborg. Slíkt sé viðskiptaleyndarmál.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira