Denzel hinn mikli 11. nóvember 2010 06:00 Stórleikari Denzel Washington er skærasta blökkumannastjarnan í kvikmyndaheiminum. Hann var fyrsti blökkumaðurinn í 38 ár til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og hefur um árabil verið í fremstu röð kvikmyndaleikara í Hollywood. Denzel Washington er einn af merkilegustu og fremstu svörtu leikurunum í sögu Hollywood og verður eflaust minnst í sömu andrá og Sidney Poitier, sem ruddi brautina upp á silfurtjaldið fyrir þeldökka Bandaríkjamenn. Nýjasta kvikmynd Denzel, Unstoppable, er dæmigerð amerísk hasarmynd þar sem Tony Scott er lestarstjóri. Mótleikari Washington og lærlingur í myndinni er Chris Pine, stjarnan úr síðustu Star Trek-mynd. Unstoppable segir frá tveimur starfsmönnum járnbrautarfyrirtækis sem taka að sér það hlutverk að koma í veg fyrir að stjórnlaus lest, full af eitur- og sprengiefnum, valdi eyðileggingu í nálægum smábæjum. Myndin er innblásin af sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað árið 2001 í Ohio þegar vörulest keyrði stjórnlaus eftir lestarteinum með stórhættulegar eiturgufur innanborðs. Kvikmyndir eins og Unstoppable hafa hins vegar ekki gert Denzel Washington að einum áhrifamesta blökkumanninum í Hollywood. Denzel byrjaði eins og flestir leikarar í Ameríku, í sjónvarpi. Hann vakti fyrst athygli í sjónvarpsseríunni St. Elsewhere þar sem hann lék dr. Phillip Chandler. En árið 1987 varð flestum ljóst að ferli Denzel í sjónvarpi var að ljúka. Þá lék hann suður-afrísku frelsishetjuna Steven Biko í Cry Freedom á móti Kevin Kline. Hann fylgdi þeirri frammistöðu eftir með stórleik í Glory en fyrir túlkun sína á strokuþrælnum Trip fékk Denzel Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þar með var ferill hans næstum gulltryggður, hann fékk stór hlutverk í rándýrum hasarmyndum á milli þess sem hann túlkaði sögufræga menn á borð við blökkumannaleiðtogann Malcolm X, Rubin „Hurricane" Carter og heróín-innflytjandann Frank Lucas í American Gangster. Denzel þykir mikið kyntákn, hann ratar yfirleitt hátt á lista yfir kynþokkafyllstu kvikmyndastjörnur allra tíma. Persónur hans eru yfirleitt með ríka réttlætiskennd og leikur hans þykir oft vera nokkuð „dramatískur". Denzel veit yfirleitt alltaf best á hvíta tjaldinu og lætur ekki bjóða sér neitt kjaftæði eða vaða yfir sig. Það kemur því kannski ekkert á óvart að pabbi leikarans skuli vera þekktur prestur og mikill predikari í hvítasunnusöfnuði í New York, sá bakgrunnur er oft augljós þegar persónur hans eru skoðaðar. Hins vegar verður það aldrei tekið af Denzel að hann var fyrsti svarti karlleikarinn í 38 ár til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, árið 2002 þegar hann lék spilltu lögguna Alonzo Harris í Training Day. Sidney Poiter hafði fengið styttuna góðu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Lilies of the Field árið 1964. Og slíkur árangur er varðveittur í réttindabaráttu svartra. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Denzel Washington er einn af merkilegustu og fremstu svörtu leikurunum í sögu Hollywood og verður eflaust minnst í sömu andrá og Sidney Poitier, sem ruddi brautina upp á silfurtjaldið fyrir þeldökka Bandaríkjamenn. Nýjasta kvikmynd Denzel, Unstoppable, er dæmigerð amerísk hasarmynd þar sem Tony Scott er lestarstjóri. Mótleikari Washington og lærlingur í myndinni er Chris Pine, stjarnan úr síðustu Star Trek-mynd. Unstoppable segir frá tveimur starfsmönnum járnbrautarfyrirtækis sem taka að sér það hlutverk að koma í veg fyrir að stjórnlaus lest, full af eitur- og sprengiefnum, valdi eyðileggingu í nálægum smábæjum. Myndin er innblásin af sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað árið 2001 í Ohio þegar vörulest keyrði stjórnlaus eftir lestarteinum með stórhættulegar eiturgufur innanborðs. Kvikmyndir eins og Unstoppable hafa hins vegar ekki gert Denzel Washington að einum áhrifamesta blökkumanninum í Hollywood. Denzel byrjaði eins og flestir leikarar í Ameríku, í sjónvarpi. Hann vakti fyrst athygli í sjónvarpsseríunni St. Elsewhere þar sem hann lék dr. Phillip Chandler. En árið 1987 varð flestum ljóst að ferli Denzel í sjónvarpi var að ljúka. Þá lék hann suður-afrísku frelsishetjuna Steven Biko í Cry Freedom á móti Kevin Kline. Hann fylgdi þeirri frammistöðu eftir með stórleik í Glory en fyrir túlkun sína á strokuþrælnum Trip fékk Denzel Óskarsverðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverki. Þar með var ferill hans næstum gulltryggður, hann fékk stór hlutverk í rándýrum hasarmyndum á milli þess sem hann túlkaði sögufræga menn á borð við blökkumannaleiðtogann Malcolm X, Rubin „Hurricane" Carter og heróín-innflytjandann Frank Lucas í American Gangster. Denzel þykir mikið kyntákn, hann ratar yfirleitt hátt á lista yfir kynþokkafyllstu kvikmyndastjörnur allra tíma. Persónur hans eru yfirleitt með ríka réttlætiskennd og leikur hans þykir oft vera nokkuð „dramatískur". Denzel veit yfirleitt alltaf best á hvíta tjaldinu og lætur ekki bjóða sér neitt kjaftæði eða vaða yfir sig. Það kemur því kannski ekkert á óvart að pabbi leikarans skuli vera þekktur prestur og mikill predikari í hvítasunnusöfnuði í New York, sá bakgrunnur er oft augljós þegar persónur hans eru skoðaðar. Hins vegar verður það aldrei tekið af Denzel að hann var fyrsti svarti karlleikarinn í 38 ár til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki, árið 2002 þegar hann lék spilltu lögguna Alonzo Harris í Training Day. Sidney Poiter hafði fengið styttuna góðu fyrir leik sinn í kvikmyndinni Lilies of the Field árið 1964. Og slíkur árangur er varðveittur í réttindabaráttu svartra. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira