Viðskipti innlent

Óvíst hvort hann bjóði í Haga

Jóhannes Stofnandi Bónuss hefur ekki sagt skilið við fyrirtækið að fullu. Hann festir sér helmingshlut í verslunum fyrirtækisins í Færeyjum í desember.Fréttablaðið/GVA
Jóhannes Stofnandi Bónuss hefur ekki sagt skilið við fyrirtækið að fullu. Hann festir sér helmingshlut í verslunum fyrirtækisins í Færeyjum í desember.Fréttablaðið/GVA

viðskipti Jóhannes Jónsson, löngum kenndur við Bónus, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hann leggi fram tilboð eða kaupi hlut í Högum þegar fyrirtækjasamstæðan verður skráð á hlutabréfamarkað eftir áramót.

„Ég er ekki í stuði til að svara því núna. Það mun líða nokkur tími fram að ákvarðanatöku," segir Jóhannes, sem nýkominn er heim eftir um tveggja vikna dvöl á sjúkrahúsi vegna baráttu sinnar við krabbamein. Arion banki, sem á 99,5 prósent hlutafjár í Högum, tilkynnti á mánudag að hann áformaði að selja kjölfestufjárfesti 15 til 29 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir skráningu. Áhugasamir fjárfestar gætu lagt fram tilboð í félagið allt.

Jóhannes lýsti því yfir þegar hann hætti sem stjórnarformaður Haga í ágústlok að hann hefði fullan hug á að gera tilboð í félagið og eignast Bónus á ný.

Jóhannes segir nú að þrátt fyrir þetta hafi hann ekki að fullu sagt skilið við Bónus. Hann hafi keypt helmingshlut Haga í verslunum SMS í Færeyjum. Lyklana fær hann afhenta 1. desember næstkomandi.

„Þá verður maður kominn í Bónus aftur."- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×