Umfjöllun: Góður síðari hálfleikur dugði Val Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2010 19:44 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir skoraði átta mörk í kvöld. Valur vann í kvöld Fram, 25-23, í Meistarakeppni HSÍ í Vodafone-höllinni nú í kvöld. Íslandsmeistararnir lögðu þar með bikarmeistarana í spennandi leik.Jafnræði var með liðunum framan af í kvöld. Valur byrjaði með framliggjandi 3-3 vörn sem sókn Fram var nokkrar mínútur að átta sig á. En mestu munaði markvörslu Írisar Bjarkar Símonardóttur. Hún varði fimmtán skot af sínum 24 í fyrri hálfleik og lokaði til að mynda markinu í átta mínútur. Þetta nýttu Framarar sér þó ekki en þær hefðu með réttu átt að komast nokkrum mörkum yfir. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að munurinn varð tvö mörk. Valur breytti í 5-1 vörn í seinni hálfleik og tók þá hægt og rólega völdin í leiknum. Framarar voru þó aldrei langt undan og náðu að jafna metin þegar tæpar fjórara mínútur voru til leiksloka, 23-23. En Valsmenn skoruðu síðustu tvö mörkin í leiknum og fögnuðu vel í leikslok enda fyrsti titill vetrarins í húsi. Hildigunnur Einarsdóttir átti góða spretti í liði Vals í kvöld og nýtti öll sjö skot sín utan af vellinum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var þó sem fyrr burðarásinn í sóknarleik liðsins. Hjá Fram var Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir markahæst en hún skoraði öll sín mörk í síðari hálfleik. Annars var sóknarleikur Fram heldur lítilfjörlegur, sér í lagi í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ágætur framan af, en réði ekki við ágæta Valsmenn þegar þeir fóru í gang snemma í síðari hálfleik. Íris Björk varði vel í marki Fram og Jenný Ásmundsdóttir eftir hjá Val eftir að vörn liðsins skánaði til muna í síðari hálfleik.Valur - Fram 25 - 23 (10-12)Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8/1 (21/2), Hildigunnur Einarsdóttir 7 (7), Kristín Guðmundsdóttir 4 (14), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (9), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Arndís María Erlingsdóttir 1 (1), Karólína B. Gunnarsdóttir (1), Rebekka Skúladóttir (2).Varin skot: G. Jenný Ásmundsdóttir 12/1 (33/3, 36%), Sigríður A. Ólafsdóttir 1/1 (3/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Hildigunnur 3, Kristín 2, Ágústa Edda 1, Hrafnhildur Ósk 1, Anna Úrsúla 1).Fiskuð víti: 2 (Ágústa Edda 1, Íris Ásta 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Fram (skot): Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5 (5), Stella Sigurðardóttir 4/1 (11/2), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (9), Karen Knútsdóttir 3/2 (7/3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3 (5), Pavla Nevalirova 3 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 24/1 (49/2, 49%).Hraðaupphlaup: 4 (Stella 1, Sigurbjörg 1, Hildur 1, Pavla 1).Fiskuð víti: 5 (Sigurbjörg 2, Guðrún Þóra 1, Ásta Birna 1, Pavla 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Góðir. Olís-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Valur vann í kvöld Fram, 25-23, í Meistarakeppni HSÍ í Vodafone-höllinni nú í kvöld. Íslandsmeistararnir lögðu þar með bikarmeistarana í spennandi leik.Jafnræði var með liðunum framan af í kvöld. Valur byrjaði með framliggjandi 3-3 vörn sem sókn Fram var nokkrar mínútur að átta sig á. En mestu munaði markvörslu Írisar Bjarkar Símonardóttur. Hún varði fimmtán skot af sínum 24 í fyrri hálfleik og lokaði til að mynda markinu í átta mínútur. Þetta nýttu Framarar sér þó ekki en þær hefðu með réttu átt að komast nokkrum mörkum yfir. Það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins að munurinn varð tvö mörk. Valur breytti í 5-1 vörn í seinni hálfleik og tók þá hægt og rólega völdin í leiknum. Framarar voru þó aldrei langt undan og náðu að jafna metin þegar tæpar fjórara mínútur voru til leiksloka, 23-23. En Valsmenn skoruðu síðustu tvö mörkin í leiknum og fögnuðu vel í leikslok enda fyrsti titill vetrarins í húsi. Hildigunnur Einarsdóttir átti góða spretti í liði Vals í kvöld og nýtti öll sjö skot sín utan af vellinum. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var þó sem fyrr burðarásinn í sóknarleik liðsins. Hjá Fram var Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir markahæst en hún skoraði öll sín mörk í síðari hálfleik. Annars var sóknarleikur Fram heldur lítilfjörlegur, sér í lagi í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ágætur framan af, en réði ekki við ágæta Valsmenn þegar þeir fóru í gang snemma í síðari hálfleik. Íris Björk varði vel í marki Fram og Jenný Ásmundsdóttir eftir hjá Val eftir að vörn liðsins skánaði til muna í síðari hálfleik.Valur - Fram 25 - 23 (10-12)Mörk Vals (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8/1 (21/2), Hildigunnur Einarsdóttir 7 (7), Kristín Guðmundsdóttir 4 (14), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (9), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Arndís María Erlingsdóttir 1 (1), Karólína B. Gunnarsdóttir (1), Rebekka Skúladóttir (2).Varin skot: G. Jenný Ásmundsdóttir 12/1 (33/3, 36%), Sigríður A. Ólafsdóttir 1/1 (3/2, 33%).Hraðaupphlaup: 8 (Hildigunnur 3, Kristín 2, Ágústa Edda 1, Hrafnhildur Ósk 1, Anna Úrsúla 1).Fiskuð víti: 2 (Ágústa Edda 1, Íris Ásta 1).Utan vallar: 4 mínútur.Mörk Fram (skot): Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 5 (5), Stella Sigurðardóttir 4/1 (11/2), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (9), Karen Knútsdóttir 3/2 (7/3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3 (5), Pavla Nevalirova 3 (5), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (4).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 24/1 (49/2, 49%).Hraðaupphlaup: 4 (Stella 1, Sigurbjörg 1, Hildur 1, Pavla 1).Fiskuð víti: 5 (Sigurbjörg 2, Guðrún Þóra 1, Ásta Birna 1, Pavla 1).Utan vallar: 6 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Góðir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira