Opnar íslenskt kaffihús í Kaupmannahöfn í sumar 19. júní 2010 10:00 Dóra Takefusa Stækkar veldi sitt í Kaupmannhöfn og opnar nú nýtt kaffihús en fyrir á hún barinn Jolene. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir hefur áður hannað staðina Boston og Austur. Fréttablaðið/Hari Athafnakonan Dóra Takefusa opnar nýtt kaffihús í Kaupmannahöfn um miðjan júlí. Framkvæmdir eru í fullum gangi í flottu húsnæði á Norðurbrú og hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sér um að hanna staðinn. „Aðalástæðan fyrir að ég réðst í þetta verkefni var að ég hef ekki beint fundið kaffihús sem hentar mér og mínum, Kaffihúsið verður heimilislegt, þægilegt, barnvænt og með góðu kaffi," segir Dóra sem er búin að koma sér vel fyrir í kóngsins Kaupmannahöfn. Dóra á nú þegar barinn Jolene sem hefur gengið mjög vel. Kaffihúsið mun bera nafnið LYST eða löngun á íslensku og mun Ísland setja sinn svip á staðinn. Dóra hefur fengið leyfi til að flytja inn kaffibaunir frá Te og Kaffi og verður hún með kaffimatseðil frá þeim. „Danir eru ekki með neitt sérstaklega gott úrval af kaffitegundum. Það er bara latte og cappuccino en ég ætla mér að hafa fjölbreyttan og skemmtilegan kaffimatseðil eins og Te og Kaffi býður upp á. Ég hef fulla trú á að íslenska kaffið slái í gegn hér," segir Dóra. Dóra fékk Hrafnhildi með sér í lið og þræða þær stöllur nú flóamarkaði borgarinnar í leit að húsgögnum og gömlum flottum munum. Hrafnhildur hefur áður hannað staðina Boston og Austur og segir Dóra að þær stefni á að hafa engin ný húsgögn. „Ég vil hafa staðinn með persónuleika og öðruvísi en önnur kaffihús." Meðal annars verða borðin úr gömlum gólffjölum og eldhús staðarins er venjulegt heimiliseldhús en boðið verður upp á léttan matseðil. „Ég ætla að leggja mikið upp úr að hafa staðinn að mestu leyti lífrænan og endurunninn, matseðilinn og innréttingarnar." Á kaffihúsinu verður sérstakt föndurherbergi fyrir börn en hún var komin með leiða á því að fara með fulla tösku af litabókum í hvert sinn sem hún ætlaði að fara á kaffihús með dóttur sína. „Þetta verður enginn leikskóli en börnin geta setið í sérstöku herbergi, drukkið sitt kakó og föndrað á meðan foreldrarnir slappa af og drekka kaffi." Dóru líkar vel við lífið í Kaupmannahöfn og segist ekkert vera á leiðinni heim í bráð. „Ég stefni þó á að koma einhvern tíma heim en ekki í nánustu framtíð." alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira
Athafnakonan Dóra Takefusa opnar nýtt kaffihús í Kaupmannahöfn um miðjan júlí. Framkvæmdir eru í fullum gangi í flottu húsnæði á Norðurbrú og hönnuðurinn Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sér um að hanna staðinn. „Aðalástæðan fyrir að ég réðst í þetta verkefni var að ég hef ekki beint fundið kaffihús sem hentar mér og mínum, Kaffihúsið verður heimilislegt, þægilegt, barnvænt og með góðu kaffi," segir Dóra sem er búin að koma sér vel fyrir í kóngsins Kaupmannahöfn. Dóra á nú þegar barinn Jolene sem hefur gengið mjög vel. Kaffihúsið mun bera nafnið LYST eða löngun á íslensku og mun Ísland setja sinn svip á staðinn. Dóra hefur fengið leyfi til að flytja inn kaffibaunir frá Te og Kaffi og verður hún með kaffimatseðil frá þeim. „Danir eru ekki með neitt sérstaklega gott úrval af kaffitegundum. Það er bara latte og cappuccino en ég ætla mér að hafa fjölbreyttan og skemmtilegan kaffimatseðil eins og Te og Kaffi býður upp á. Ég hef fulla trú á að íslenska kaffið slái í gegn hér," segir Dóra. Dóra fékk Hrafnhildi með sér í lið og þræða þær stöllur nú flóamarkaði borgarinnar í leit að húsgögnum og gömlum flottum munum. Hrafnhildur hefur áður hannað staðina Boston og Austur og segir Dóra að þær stefni á að hafa engin ný húsgögn. „Ég vil hafa staðinn með persónuleika og öðruvísi en önnur kaffihús." Meðal annars verða borðin úr gömlum gólffjölum og eldhús staðarins er venjulegt heimiliseldhús en boðið verður upp á léttan matseðil. „Ég ætla að leggja mikið upp úr að hafa staðinn að mestu leyti lífrænan og endurunninn, matseðilinn og innréttingarnar." Á kaffihúsinu verður sérstakt föndurherbergi fyrir börn en hún var komin með leiða á því að fara með fulla tösku af litabókum í hvert sinn sem hún ætlaði að fara á kaffihús með dóttur sína. „Þetta verður enginn leikskóli en börnin geta setið í sérstöku herbergi, drukkið sitt kakó og föndrað á meðan foreldrarnir slappa af og drekka kaffi." Dóru líkar vel við lífið í Kaupmannahöfn og segist ekkert vera á leiðinni heim í bráð. „Ég stefni þó á að koma einhvern tíma heim en ekki í nánustu framtíð." alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Fleiri fréttir „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Sjá meira