Samþykki með aðgerðaleysi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 2. júní 2010 06:00 Enn hafa Ísraelsmenn gengið fram af heimsbyggðinni með árás Ísraelshers á skipalest sem var á leið með hjálpargögn til Gasasvæðisins, árás sem kostaði að minnsta kosti tíu manns lífið. Þeir eru orðnir fáir eftir sem treysta sér til að verja hernað Ísraelsríkis á hendur Palestínumönnum. Þó er það svo að stjórnvöld í Ísrael treysta sér enn til að halda þeim áfram og ástæðan er augljós. Alþjóðasamfélagið samþykkir með aðgerðaleysi sínu þessar aðgerðir og meðan það grípur ekki til harðra aðgerða sem sýna Ísraelsmönnum fram á að það líður ekki framgang þeirra við Palestínumenn þá mun hernaði Ísraelsmanna ekki linna. Þingmenn allra flokka fordæmdu á Alþingi í gær árásina en fulltrúar Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd stóðu ekki að samþykkt meirihluta nefndarinnar þar sem utanríkisráðherra er falið að meta, í samvinnu við aðrar þjóðir, hvaða úrræðum unnt sé að beita til að knýja á um breytingar, svo sem með alþjóðlegri samstöðu um viðskiptaþvinganir eða slitum á stjórnmálasambandi ef önnur úrræði leiða ekki til árangurs. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist palestínski rithöfundurinn Suasan Abulhawa kenna alþjóðasamfélaginu um stöðuna. „Það hefur leyft Ísraelsmönnum að fara sínu fram án þess að það hafi minnstu afleiðingar," sagði Abulhawa en bók hennar Morgnar í Jenín er nýkomin út í íslenskri þýðingu. Abulhawa óttast að hið sama verði upp á teningnum nú; þjóðir munu fordæma árásina, fara fram á rannsókn á tildrögum hennar en svo ekki aðhafast frekar. Og það er einmitt þarna sem hnífurinn stendur í kúnni. Palestínska þjóðin hefur verið hrakin áratugum saman. Það sést best þegar skoðuð eru kort sem sýna útþenslu yfirráðasvæðis Ísraelsmanna síðustu áratugi. Hernaði er beitt og öllum er kunnugt við hlutskipti þeirra Palestínumanna sem búa við fátækt og einangrun á Gasasvæðinu. Árás á leiðangur sem sendur er til hjálpar þessu fólki er með slíkum ólíkindum að orð fá því varla lýst. Það liggur fyrir að tími orða er liðinn. Nú verður að fylgja fordæmingum eftir í verki. Meðan alþjóðasamfélagið grípur ekki til harðra aðgerða svo sem viðskiptaþvingana eða slita á stjórnmálasambandi mun aðgerðum Ísraelshers ekki linna, þvert á móti munu þeir stöðugt ganga lengra. Almennir borgarar geta sýnt hug sinn í verki með því að hafna vörum sem framleiddar eru í Ísrael. Það er sjálfsagt að sýna þann hug. Það er þó fyrst og fremst táknræn aðgerð. Það sem vegur er alþjóðleg samstaða um að líða ekki framgöngu Ísraels gagnvart Palestínu, eða hversu lengi ætlar alþjóðasamfélagið að fordæma og líta svo strax undan? Þjóðir heims verða nú að taka höndum saman og sýna Ísraelsríki fram á að þær líði ekki hernað þess gegn Palestínumönnum. Það er vonum seinna og verður því að gerast án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun
Enn hafa Ísraelsmenn gengið fram af heimsbyggðinni með árás Ísraelshers á skipalest sem var á leið með hjálpargögn til Gasasvæðisins, árás sem kostaði að minnsta kosti tíu manns lífið. Þeir eru orðnir fáir eftir sem treysta sér til að verja hernað Ísraelsríkis á hendur Palestínumönnum. Þó er það svo að stjórnvöld í Ísrael treysta sér enn til að halda þeim áfram og ástæðan er augljós. Alþjóðasamfélagið samþykkir með aðgerðaleysi sínu þessar aðgerðir og meðan það grípur ekki til harðra aðgerða sem sýna Ísraelsmönnum fram á að það líður ekki framgang þeirra við Palestínumenn þá mun hernaði Ísraelsmanna ekki linna. Þingmenn allra flokka fordæmdu á Alþingi í gær árásina en fulltrúar Sjálfstæðisflokks í utanríkismálanefnd stóðu ekki að samþykkt meirihluta nefndarinnar þar sem utanríkisráðherra er falið að meta, í samvinnu við aðrar þjóðir, hvaða úrræðum unnt sé að beita til að knýja á um breytingar, svo sem með alþjóðlegri samstöðu um viðskiptaþvinganir eða slitum á stjórnmálasambandi ef önnur úrræði leiða ekki til árangurs. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist palestínski rithöfundurinn Suasan Abulhawa kenna alþjóðasamfélaginu um stöðuna. „Það hefur leyft Ísraelsmönnum að fara sínu fram án þess að það hafi minnstu afleiðingar," sagði Abulhawa en bók hennar Morgnar í Jenín er nýkomin út í íslenskri þýðingu. Abulhawa óttast að hið sama verði upp á teningnum nú; þjóðir munu fordæma árásina, fara fram á rannsókn á tildrögum hennar en svo ekki aðhafast frekar. Og það er einmitt þarna sem hnífurinn stendur í kúnni. Palestínska þjóðin hefur verið hrakin áratugum saman. Það sést best þegar skoðuð eru kort sem sýna útþenslu yfirráðasvæðis Ísraelsmanna síðustu áratugi. Hernaði er beitt og öllum er kunnugt við hlutskipti þeirra Palestínumanna sem búa við fátækt og einangrun á Gasasvæðinu. Árás á leiðangur sem sendur er til hjálpar þessu fólki er með slíkum ólíkindum að orð fá því varla lýst. Það liggur fyrir að tími orða er liðinn. Nú verður að fylgja fordæmingum eftir í verki. Meðan alþjóðasamfélagið grípur ekki til harðra aðgerða svo sem viðskiptaþvingana eða slita á stjórnmálasambandi mun aðgerðum Ísraelshers ekki linna, þvert á móti munu þeir stöðugt ganga lengra. Almennir borgarar geta sýnt hug sinn í verki með því að hafna vörum sem framleiddar eru í Ísrael. Það er sjálfsagt að sýna þann hug. Það er þó fyrst og fremst táknræn aðgerð. Það sem vegur er alþjóðleg samstaða um að líða ekki framgöngu Ísraels gagnvart Palestínu, eða hversu lengi ætlar alþjóðasamfélagið að fordæma og líta svo strax undan? Þjóðir heims verða nú að taka höndum saman og sýna Ísraelsríki fram á að þær líði ekki hernað þess gegn Palestínumönnum. Það er vonum seinna og verður því að gerast án tafar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun