Markvarslan léleg og vörnin þarf að vera betri Elvar Geir Magnússon skrifar 9. júní 2010 07:30 Guðmundur á hliðarlínunni í gær. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta var klassískur Ísland - Danmörk, jafntefli hefur verið niðurstaðan ansi oft," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir jafnteflið gegn Danmörku í gær. „Það vantaði herslumuninn að við kláruðum þetta, við vorum að gera of mikið af mistökum á mikilvægum augnablikum." Hann segist þó vera sáttur við jafntefli þegar upp er staðið. „Markvarslan var léleg og varnarleikurinn þarf að vera betri. Við hlupum illa til baka og það þarf að fara yfir. Það voru töluverðar breytingar á liðinu og það sást alveg á leik okkar. Þetta er bara til að læra og við þurfum að yfirfara nokkra þætti til að koma sterkari í seinni leikinn," sagði Guðmundur en liðin mætast aftur í kvöld. Danska liðið er með þessum leikjum að undirbúa sig fyrir umspilsleiki fyrir HM í Svíþjóð en strákarnir okkar hafa þegar tryggt sér farseðil þangað. „Við viljum ná hagstæðum úrslitum en notum einnig tækifærið til að prófa eitt og annað. Við prófuðum 5+1 vörn og fengum ágætis kafla með henni. Við vorum þó að fá á okkur of mörg mörk lengst utan af velli. Danmörk er með svakalega öflugar skyttur. Við skoruðum samt 33 mörk og það á að duga í flestum tilfellum en við gerðum okkur seka um slæm mistök á mikilvægum augnablikum," sagði landsliðsþjálfarinn. Það er þó ekki hægt að segja annað en að leikurinn í gær lofi góðu fyrir seinni leikinn og áhorfendur eiga von á hörkuleik í kvöld. „Þetta er bara spennandi og gaman," sagði Guðmundur. Snorri Steinn Guðjónsson segir gæði leiksins hafa verið fín. „Þetta var fínn leikur miðað við að bæði liðin voru bara að hittast í gær. Það er margt sem við getum bætt og allt það . Sóknarleikur var lengst um allt í lagi en þetta var bara æfingaleikur til að þróa okkur og bæta okkar leik. Jafntefli voru sanngjörn úrslit," sagði Snorri. „Við förum í seinni leikinn af fullum krafti en ég vill klárlega sjá miklu fleiri áhorfendur á hann og helst troðfulla höll. Mætingin á þennan leik var alls ekki nægilega góð að mínu mati." Íslenski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
„Þetta var klassískur Ísland - Danmörk, jafntefli hefur verið niðurstaðan ansi oft," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir jafnteflið gegn Danmörku í gær. „Það vantaði herslumuninn að við kláruðum þetta, við vorum að gera of mikið af mistökum á mikilvægum augnablikum." Hann segist þó vera sáttur við jafntefli þegar upp er staðið. „Markvarslan var léleg og varnarleikurinn þarf að vera betri. Við hlupum illa til baka og það þarf að fara yfir. Það voru töluverðar breytingar á liðinu og það sást alveg á leik okkar. Þetta er bara til að læra og við þurfum að yfirfara nokkra þætti til að koma sterkari í seinni leikinn," sagði Guðmundur en liðin mætast aftur í kvöld. Danska liðið er með þessum leikjum að undirbúa sig fyrir umspilsleiki fyrir HM í Svíþjóð en strákarnir okkar hafa þegar tryggt sér farseðil þangað. „Við viljum ná hagstæðum úrslitum en notum einnig tækifærið til að prófa eitt og annað. Við prófuðum 5+1 vörn og fengum ágætis kafla með henni. Við vorum þó að fá á okkur of mörg mörk lengst utan af velli. Danmörk er með svakalega öflugar skyttur. Við skoruðum samt 33 mörk og það á að duga í flestum tilfellum en við gerðum okkur seka um slæm mistök á mikilvægum augnablikum," sagði landsliðsþjálfarinn. Það er þó ekki hægt að segja annað en að leikurinn í gær lofi góðu fyrir seinni leikinn og áhorfendur eiga von á hörkuleik í kvöld. „Þetta er bara spennandi og gaman," sagði Guðmundur. Snorri Steinn Guðjónsson segir gæði leiksins hafa verið fín. „Þetta var fínn leikur miðað við að bæði liðin voru bara að hittast í gær. Það er margt sem við getum bætt og allt það . Sóknarleikur var lengst um allt í lagi en þetta var bara æfingaleikur til að þróa okkur og bæta okkar leik. Jafntefli voru sanngjörn úrslit," sagði Snorri. „Við förum í seinni leikinn af fullum krafti en ég vill klárlega sjá miklu fleiri áhorfendur á hann og helst troðfulla höll. Mætingin á þennan leik var alls ekki nægilega góð að mínu mati."
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira