Viðskipti erlent

Verðfall á hótelgistingum á Norðurlöndunum

Mikið verðfall hefur orðið á hótelgistingum á Norðurlöndunum undanfarið ár. Verðin hafa lækkað mest á hótelum í Stokkhólmi eða 21%, í Osló er verðlækkunin 19% og í Kaupmannahöfn er nú 13% ódýrara að gista á hóteli en fyrir ári síðan.

Fjallað er um málið í Jyllands-Posten. Þar segir að ástæður fyrir þessu mikla verðfalli séu einkum tvær. Í fyrsta lagi að fjármálakreppan hefur gert það að verkum að viðskiptamenn fljúga nú mun minna milli lands. Í öðru lagi að fleiri hótelherbergi eru nú á markaðinum en áður, herbergi sem ákveðið var að byggja í góðærinu fyrir þremur árum síðan.

Fram kemur í fréttinni að þróunin á Norðurlöndunum fylgi því sem verið hefur að gerast annarsstaðar í heiminum en verð hefur að jafnaði lækkað um 14% á heimsvísu. Er verð á hótelgistingu nú komið á sama stig og það var árið 2004.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×