Ég sker mig inn að beini 7. október 2010 13:00 einlægur Logi Geirsson leggur spilin á borðið í bók sem kemur út á sunnudaginn. „Þessi bók er eins einlæg og djúp og hægt er. Ég kemst ekki nær mér og sker mig inn að beini," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bókina 10 10 10 - atvinnumannssaga Loga Geirssonar á sunnudaginn, en þá fagnar hann einnig 28 ára afmæli sínu. Í einum af athyglisverðari köflum bókarinnar fjallar Logi um æskuár sín á afar hispurslausan hátt, en hann var seinþroska sem hafði mikil áhrif á hann. Logi viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann las umræddan kafla, enda verður hann bráðum öllum aðgengilegur í bókinni. „Jú, jú, auðvitað er það erfitt," segir hann. „Þetta er það sem ég var að keppa við alla mína æsku. En ég er ekkert að fela þetta, enda kominn með skel utan um mig eins og fullorðinn maður. Þetta var stórt mál fyrir mig. Mig langaði að sýna fólki að ég er ekki bara maðurinn sem það sér í fjölmiðlum. Undir niðri eru allir viðkvæmar sálir." Logi telur að margir eigi eftir að finna sig í bókinni og að með henni sé hann að sýna gott fordæmi. „Það er gaman fyrir þá sem eru ekki bestir í yngri flokkunum að vita að maður á ekki að hætta, heldur fara sínar eigin leiðir," segir hann. „Mér fannst vanta svona bók. Það er stundum sagt að ef það er ekki til bók sem mann langar hrikalega að lesa sjálfur, þá skrifi maður hana bara sjálfur." Logi ítrekar að bókin sé ekki ævisaga heldur fjalli hún um atvinnumennskuna og allt sem tengist henni. „Ég tala miklu meira um erfiðleikana og tilfinninguna að vera atvinnumaður heldur en að fara yfir hvernig mér gekk í einstaka leikjum," segir hann. „Ég er ekki að tala um hvað ég skoraði mörg mörk, þó ég hrósi mér á einstaka stað í bókinni - það er bara eins og ég er." Þú telur ekki upp hvenær þú varst maður leiksins? „Nei, þetta eru skuggahliðarnar og það sem fólk sér ekki þegar það horfir á sjónvarpið og sér persónuna Loga Geirsson spila. Mig langar að sýna hvað er þarna á bak við. Allur undirbúningur, í hverju maður er að lenda rétt fyrir leiki." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
„Þessi bók er eins einlæg og djúp og hægt er. Ég kemst ekki nær mér og sker mig inn að beini," segir handboltakappinn Logi Geirsson. Logi sendir frá sér bókina 10 10 10 - atvinnumannssaga Loga Geirssonar á sunnudaginn, en þá fagnar hann einnig 28 ára afmæli sínu. Í einum af athyglisverðari köflum bókarinnar fjallar Logi um æskuár sín á afar hispurslausan hátt, en hann var seinþroska sem hafði mikil áhrif á hann. Logi viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann las umræddan kafla, enda verður hann bráðum öllum aðgengilegur í bókinni. „Jú, jú, auðvitað er það erfitt," segir hann. „Þetta er það sem ég var að keppa við alla mína æsku. En ég er ekkert að fela þetta, enda kominn með skel utan um mig eins og fullorðinn maður. Þetta var stórt mál fyrir mig. Mig langaði að sýna fólki að ég er ekki bara maðurinn sem það sér í fjölmiðlum. Undir niðri eru allir viðkvæmar sálir." Logi telur að margir eigi eftir að finna sig í bókinni og að með henni sé hann að sýna gott fordæmi. „Það er gaman fyrir þá sem eru ekki bestir í yngri flokkunum að vita að maður á ekki að hætta, heldur fara sínar eigin leiðir," segir hann. „Mér fannst vanta svona bók. Það er stundum sagt að ef það er ekki til bók sem mann langar hrikalega að lesa sjálfur, þá skrifi maður hana bara sjálfur." Logi ítrekar að bókin sé ekki ævisaga heldur fjalli hún um atvinnumennskuna og allt sem tengist henni. „Ég tala miklu meira um erfiðleikana og tilfinninguna að vera atvinnumaður heldur en að fara yfir hvernig mér gekk í einstaka leikjum," segir hann. „Ég er ekki að tala um hvað ég skoraði mörg mörk, þó ég hrósi mér á einstaka stað í bókinni - það er bara eins og ég er." Þú telur ekki upp hvenær þú varst maður leiksins? „Nei, þetta eru skuggahliðarnar og það sem fólk sér ekki þegar það horfir á sjónvarpið og sér persónuna Loga Geirsson spila. Mig langar að sýna hvað er þarna á bak við. Allur undirbúningur, í hverju maður er að lenda rétt fyrir leiki." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira