Dagbókin var sáluhjálparatriði 15. september 2010 06:45 Guðni segir Gunnar greinilega hafa verið umhugað um að dómur sögunnar yrði sér hliðhollur. Í dagbókum sínum komi Gunnar þó yfirleitt til dyranna eins og hann var klæddur og trúir þeim fyrir brestum sínum. Fréttablaðið/Anton Meðal bóka sem væntanlegar eru í jólabókaflóðinu í ár er ævisaga Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing. Við ritun bókarinnar fékk Guðni óheftan aðgang að afar persónulegum dagbókum Gunnars. Guðni hefur unnið að skráningu ævisögu Gunnars í nokkur ár. Upphaflega var það bókaforlagið Edda sem fór þess á leit við hann að skrifa ævisögu Gunnars, að undirlagi Völu, ekkju hans, og barnanna þeirra fjögurra. „Þau vildu að saga hans yrði skráð og því fylgdu engir fyrirvarar nema að þetta yrði gert vel." Guðni fékk því aðgang að viðamiklum gögnum sem Gunnar skildi eftir sig. Þungamiðjan eru dagbókarfærslur sem Gunnar byrjaði að skrifa á barnsaldri og fram undir andlátið 1983. „Þar má finna minnispunkta af fundum, símtölum og guð má vita hverju sem snýr að opinberum störfum," segir Guðni, „en líka alls kyns hugleiðingar um markmið, vonir og vonbrigði og eigin breyskleika. Þetta skráði hann hjá sér samviskusamlega. Dagbókin og minnisblöðin eru því hjálpartæki til að halda til haga því sem á dagana drífur en líka til að skrifa sig frá vandræðum og vonbrigðum; eins konar sáluhjálparatriði." Sífellt að reyna að bæta sigGuðni segir að Gunnari hafi ávallt verið umhugað um að svonefndur dómur sögunnar yrði honum hliðhollur, dagbókarskrifin séu til marks um það. „Hann var alltaf öðrum þræði að skrifa fyrir sjálfsævisöguna, alveg frá unga aldri. Samt sem áður eru þessar dagbókarfærslur það einlægar að maður kemst að þeirri niðurstöðu að hann var ekki að skálda neitt og kom langoftast til dyranna eins og hann var klæddur. Hann trúir dagbókinni að minnsta kosti fyrir brestum í eigin fari. Gunnar glímdi til dæmis við áfengisvandamál og skráði af mestu samviskusemi hvernig hann ætlaði að ráða bót á því og hvernig það tókst og tókst ekki eftir atvikum." Að sögn Guðna var Gunnar leitandi sál, sem leið þó best þegar hann hafði nóg fyrir stafni og allt var í röð í reglu. „Daginn eftir að hann hafði verið í einhverju slarki fann hann að þetta var eitthvað sem veitti honum ekki lífsánægju og var stöðugt að reyna að gera sig að betri manni." Dýpri og persónulegri sýnGuðni segir gaman að fá tækifæri til að kynnast innri hlið Gunnars yfir mestallt æviskeið hans. „Maður fær miklu dýpri og nýrri sýn á manninn og sleppur frá þessari leiðindapólitík sem menn muna fyrst og fremst eftir í sambandi við Gunnar Thoroddsen; innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum og svo þessi sögulega stjórnarmyndun 1980. Ég geri því auðvitað ítarleg skil, en ævi Gunnars var miklu meiri og merkari en það. Sjálfstæðisflokkurinn og þessi átök voru ekkert upphaf og endir í lífi hans." bergsteinn@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Meðal bóka sem væntanlegar eru í jólabókaflóðinu í ár er ævisaga Gunnars Thoroddsen forsætisráðherra eftir Guðna Th. Jóhannesson sagnfræðing. Við ritun bókarinnar fékk Guðni óheftan aðgang að afar persónulegum dagbókum Gunnars. Guðni hefur unnið að skráningu ævisögu Gunnars í nokkur ár. Upphaflega var það bókaforlagið Edda sem fór þess á leit við hann að skrifa ævisögu Gunnars, að undirlagi Völu, ekkju hans, og barnanna þeirra fjögurra. „Þau vildu að saga hans yrði skráð og því fylgdu engir fyrirvarar nema að þetta yrði gert vel." Guðni fékk því aðgang að viðamiklum gögnum sem Gunnar skildi eftir sig. Þungamiðjan eru dagbókarfærslur sem Gunnar byrjaði að skrifa á barnsaldri og fram undir andlátið 1983. „Þar má finna minnispunkta af fundum, símtölum og guð má vita hverju sem snýr að opinberum störfum," segir Guðni, „en líka alls kyns hugleiðingar um markmið, vonir og vonbrigði og eigin breyskleika. Þetta skráði hann hjá sér samviskusamlega. Dagbókin og minnisblöðin eru því hjálpartæki til að halda til haga því sem á dagana drífur en líka til að skrifa sig frá vandræðum og vonbrigðum; eins konar sáluhjálparatriði." Sífellt að reyna að bæta sigGuðni segir að Gunnari hafi ávallt verið umhugað um að svonefndur dómur sögunnar yrði honum hliðhollur, dagbókarskrifin séu til marks um það. „Hann var alltaf öðrum þræði að skrifa fyrir sjálfsævisöguna, alveg frá unga aldri. Samt sem áður eru þessar dagbókarfærslur það einlægar að maður kemst að þeirri niðurstöðu að hann var ekki að skálda neitt og kom langoftast til dyranna eins og hann var klæddur. Hann trúir dagbókinni að minnsta kosti fyrir brestum í eigin fari. Gunnar glímdi til dæmis við áfengisvandamál og skráði af mestu samviskusemi hvernig hann ætlaði að ráða bót á því og hvernig það tókst og tókst ekki eftir atvikum." Að sögn Guðna var Gunnar leitandi sál, sem leið þó best þegar hann hafði nóg fyrir stafni og allt var í röð í reglu. „Daginn eftir að hann hafði verið í einhverju slarki fann hann að þetta var eitthvað sem veitti honum ekki lífsánægju og var stöðugt að reyna að gera sig að betri manni." Dýpri og persónulegri sýnGuðni segir gaman að fá tækifæri til að kynnast innri hlið Gunnars yfir mestallt æviskeið hans. „Maður fær miklu dýpri og nýrri sýn á manninn og sleppur frá þessari leiðindapólitík sem menn muna fyrst og fremst eftir í sambandi við Gunnar Thoroddsen; innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum og svo þessi sögulega stjórnarmyndun 1980. Ég geri því auðvitað ítarleg skil, en ævi Gunnars var miklu meiri og merkari en það. Sjálfstæðisflokkurinn og þessi átök voru ekkert upphaf og endir í lífi hans." bergsteinn@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira