Morfís-dómari óvinsæll hjá MH-ingum 27. febrúar 2010 03:30 Dómur Brynjars í Morfís-keppni FG og MH var umdeildur en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallborðum. Brynjar vísar því alfarið á bug. fréttablaðið/vilhelm Morfís-dómarinn Brynjar Birgisson fær væntanlega ekki boðskort á næstu árshátíð Menntaskólans við Hamrahlíð en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallsíðum menntaskólanema vegna morfís-keppni MH og FG á miðvikudaginn. Brynjar dæmdi FG sigur í þeirri viðureign en hinir dómararnir tveir dæmdu MH í vil. „Það varð allt brjálað þegar ég las upp dóminn og einn meðlimur MH kastaði borðinu sínu af sviðinu og hljóp að mér með krepptan hnefann en hætti við. Hann hefur reyndar beðið mig afsökunar á því,“ segir Brynjar í samtali við Fréttablaðið. Brynjar hefur verið sakaður um að hygla FG og hafa einhverjir nefnt til sögunnar að hann sé vinur eins liðsmanna FG á My Space. Brynjar vísar þessu alfarið á bug og segir MH-inga raunar ekki hafa neitt efni á því að tala um hagsmunatengsl. „Dóri DNA var Morfís-þjálfarinn minn á sínum tíma í FB og þetta er því miklu meira í hina áttina,“ segir Brynjar og bætir við að honum skiljist að MH hafi beðið um hann sem dómara. Brynjar segist þó ekki hafa orðið fyrir neinum hótunum en hann hafi fylgst grannt með gangi mála á spjallsíðum netsins. Morfís-keppnin hefur því óvænt haft áhrif á sjónvarpsviðureign FB og FSU í Gettu betur því Brynjar er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Þetta hefur truflað undirbúninginn að einhverju leyti en sem betur fer erum við tveir að þjálfa þannig að við náðum að halda undirbúningnum í réttum farvegi,“ segir Brynjar. „Ég sá ekki fyrir að þetta gæti farið svona.“ - fgg Morfís Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira
Morfís-dómarinn Brynjar Birgisson fær væntanlega ekki boðskort á næstu árshátíð Menntaskólans við Hamrahlíð en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallsíðum menntaskólanema vegna morfís-keppni MH og FG á miðvikudaginn. Brynjar dæmdi FG sigur í þeirri viðureign en hinir dómararnir tveir dæmdu MH í vil. „Það varð allt brjálað þegar ég las upp dóminn og einn meðlimur MH kastaði borðinu sínu af sviðinu og hljóp að mér með krepptan hnefann en hætti við. Hann hefur reyndar beðið mig afsökunar á því,“ segir Brynjar í samtali við Fréttablaðið. Brynjar hefur verið sakaður um að hygla FG og hafa einhverjir nefnt til sögunnar að hann sé vinur eins liðsmanna FG á My Space. Brynjar vísar þessu alfarið á bug og segir MH-inga raunar ekki hafa neitt efni á því að tala um hagsmunatengsl. „Dóri DNA var Morfís-þjálfarinn minn á sínum tíma í FB og þetta er því miklu meira í hina áttina,“ segir Brynjar og bætir við að honum skiljist að MH hafi beðið um hann sem dómara. Brynjar segist þó ekki hafa orðið fyrir neinum hótunum en hann hafi fylgst grannt með gangi mála á spjallsíðum netsins. Morfís-keppnin hefur því óvænt haft áhrif á sjónvarpsviðureign FB og FSU í Gettu betur því Brynjar er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Þetta hefur truflað undirbúninginn að einhverju leyti en sem betur fer erum við tveir að þjálfa þannig að við náðum að halda undirbúningnum í réttum farvegi,“ segir Brynjar. „Ég sá ekki fyrir að þetta gæti farið svona.“ - fgg
Morfís Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Sjá meira