Morfís-dómari óvinsæll hjá MH-ingum 27. febrúar 2010 03:30 Dómur Brynjars í Morfís-keppni FG og MH var umdeildur en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallborðum. Brynjar vísar því alfarið á bug. fréttablaðið/vilhelm Morfís-dómarinn Brynjar Birgisson fær væntanlega ekki boðskort á næstu árshátíð Menntaskólans við Hamrahlíð en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallsíðum menntaskólanema vegna morfís-keppni MH og FG á miðvikudaginn. Brynjar dæmdi FG sigur í þeirri viðureign en hinir dómararnir tveir dæmdu MH í vil. „Það varð allt brjálað þegar ég las upp dóminn og einn meðlimur MH kastaði borðinu sínu af sviðinu og hljóp að mér með krepptan hnefann en hætti við. Hann hefur reyndar beðið mig afsökunar á því,“ segir Brynjar í samtali við Fréttablaðið. Brynjar hefur verið sakaður um að hygla FG og hafa einhverjir nefnt til sögunnar að hann sé vinur eins liðsmanna FG á My Space. Brynjar vísar þessu alfarið á bug og segir MH-inga raunar ekki hafa neitt efni á því að tala um hagsmunatengsl. „Dóri DNA var Morfís-þjálfarinn minn á sínum tíma í FB og þetta er því miklu meira í hina áttina,“ segir Brynjar og bætir við að honum skiljist að MH hafi beðið um hann sem dómara. Brynjar segist þó ekki hafa orðið fyrir neinum hótunum en hann hafi fylgst grannt með gangi mála á spjallsíðum netsins. Morfís-keppnin hefur því óvænt haft áhrif á sjónvarpsviðureign FB og FSU í Gettu betur því Brynjar er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Þetta hefur truflað undirbúninginn að einhverju leyti en sem betur fer erum við tveir að þjálfa þannig að við náðum að halda undirbúningnum í réttum farvegi,“ segir Brynjar. „Ég sá ekki fyrir að þetta gæti farið svona.“ - fgg Morfís Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Morfís-dómarinn Brynjar Birgisson fær væntanlega ekki boðskort á næstu árshátíð Menntaskólans við Hamrahlíð en hann hefur verið úthrópaður sem svindlari á spjallsíðum menntaskólanema vegna morfís-keppni MH og FG á miðvikudaginn. Brynjar dæmdi FG sigur í þeirri viðureign en hinir dómararnir tveir dæmdu MH í vil. „Það varð allt brjálað þegar ég las upp dóminn og einn meðlimur MH kastaði borðinu sínu af sviðinu og hljóp að mér með krepptan hnefann en hætti við. Hann hefur reyndar beðið mig afsökunar á því,“ segir Brynjar í samtali við Fréttablaðið. Brynjar hefur verið sakaður um að hygla FG og hafa einhverjir nefnt til sögunnar að hann sé vinur eins liðsmanna FG á My Space. Brynjar vísar þessu alfarið á bug og segir MH-inga raunar ekki hafa neitt efni á því að tala um hagsmunatengsl. „Dóri DNA var Morfís-þjálfarinn minn á sínum tíma í FB og þetta er því miklu meira í hina áttina,“ segir Brynjar og bætir við að honum skiljist að MH hafi beðið um hann sem dómara. Brynjar segist þó ekki hafa orðið fyrir neinum hótunum en hann hafi fylgst grannt með gangi mála á spjallsíðum netsins. Morfís-keppnin hefur því óvænt haft áhrif á sjónvarpsviðureign FB og FSU í Gettu betur því Brynjar er þjálfari fyrrnefnda liðsins. „Þetta hefur truflað undirbúninginn að einhverju leyti en sem betur fer erum við tveir að þjálfa þannig að við náðum að halda undirbúningnum í réttum farvegi,“ segir Brynjar. „Ég sá ekki fyrir að þetta gæti farið svona.“ - fgg
Morfís Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira