Rétt er að ítreka að þetta er mjög hrottalegt myndband og ekki fyrir viðkvæma. Arabisk sjónvarpsstöð hefur sýnt þetta myndskeið af því þegar kona er grýtt í hel í Afganistan.
Mennirnir sem grýta hana eru sagðir hermenn talibana. Dauðasök hennar er sögð hafa verið að fara út með karlmanni.
Sjónvarpsstöðin Al Aal leggur áherslu á umfjöllun um málefni kvenna í arabiskum ríkjum. Stöðin segist hafa fengið myndbandið frá heimildarmönnum í Afganistan.
Myndskeiðið sem birt er á vefsíðu Aftenposten í Noregi mun tekið á farsíma. Þar má sjá konu hálfgrafna niður í jörðina. Hún er umkringd karlmönnum með túrbana.
Þeir taka upp stóra steina og byrja að grýta hana. Svo er klippt í þar sem hún liggur hreyfingarlaus á jörðinni.