Fimm flottar eitís-myndir 6. apríl 2010 02:00 Baltasar Kormákur hyggst gera kvikmynd um þrekraun Guðlaugs Friðþórssonar, sem synti í land við ótrúlega erfiðar aðstæður eftir að skip hans fórst við Vestmannaeyjar árið 1984. Ef myndin tekst vel og verður vinsæl má fastlega gera ráð fyrir að fleiri geri sannsögulegar kvikmyndir um atburði frá níunda áratugnum. Hér eru fimm hugmyndir að eitís-myndum: 1. Einbúinn Í þessari ljúfsáru mynd um vináttu segir frá einbúanum Gísla á Uppsölum, sem sigrar hjörtu og hugi landsmanna í nærmyndum fréttamannsins Ómars (Atli Rafn Sigurðarson). Gísli Örn Garðarsson vinnur leiksigur í túlkun sinni á nafna sínum. 2. Gleðibankinn Í þessari ærslafullu mynd segir frá vonum og væntingum þjóðarinnar þegar tækifærið til að senda lag í Eurovision kom loksins upp í hendurnar á henni. Icy-flokkinn leika þau Björgvin Franz Gíslason (Pálmi Gunnarsson), Hafdís Huld (Helga Möller) og Ingó Veðurguð (Eiki Hauks). 3. Vigdís forseti Hádramatísk mynd um kosningabaráttu og sigur fyrsta kvenforseta í heimi. Ágústa Eva Erlendsdóttir fer með aðalhlutverkið. 4. Breyttir tímar Árið er 1984. Bubbi Morthens, poppstjarna Íslands, er í bullandi neyslu og fer til Los Angeles til að freista gæfunnar. Aðalhlutverkið leikur Tómas Lemarquis en skúrkinn og umboðsmanninn Cocaine Bob leikur Ingvar E. Sigurðsson. 5. Hringrás Í myndinni segir frá afreki Reynis Péturs, þegar hann gekk hringveginn í þágu góðs málefnis. Áhorfendur fylgjast með baráttu hans við náttúruöflin og hvernig gangan gerði hann að landsfrægum manni. Ingvar E. Sigurðsson vinnur leiksigur í aðalhlutverkinu. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Baltasar Kormákur hyggst gera kvikmynd um þrekraun Guðlaugs Friðþórssonar, sem synti í land við ótrúlega erfiðar aðstæður eftir að skip hans fórst við Vestmannaeyjar árið 1984. Ef myndin tekst vel og verður vinsæl má fastlega gera ráð fyrir að fleiri geri sannsögulegar kvikmyndir um atburði frá níunda áratugnum. Hér eru fimm hugmyndir að eitís-myndum: 1. Einbúinn Í þessari ljúfsáru mynd um vináttu segir frá einbúanum Gísla á Uppsölum, sem sigrar hjörtu og hugi landsmanna í nærmyndum fréttamannsins Ómars (Atli Rafn Sigurðarson). Gísli Örn Garðarsson vinnur leiksigur í túlkun sinni á nafna sínum. 2. Gleðibankinn Í þessari ærslafullu mynd segir frá vonum og væntingum þjóðarinnar þegar tækifærið til að senda lag í Eurovision kom loksins upp í hendurnar á henni. Icy-flokkinn leika þau Björgvin Franz Gíslason (Pálmi Gunnarsson), Hafdís Huld (Helga Möller) og Ingó Veðurguð (Eiki Hauks). 3. Vigdís forseti Hádramatísk mynd um kosningabaráttu og sigur fyrsta kvenforseta í heimi. Ágústa Eva Erlendsdóttir fer með aðalhlutverkið. 4. Breyttir tímar Árið er 1984. Bubbi Morthens, poppstjarna Íslands, er í bullandi neyslu og fer til Los Angeles til að freista gæfunnar. Aðalhlutverkið leikur Tómas Lemarquis en skúrkinn og umboðsmanninn Cocaine Bob leikur Ingvar E. Sigurðsson. 5. Hringrás Í myndinni segir frá afreki Reynis Péturs, þegar hann gekk hringveginn í þágu góðs málefnis. Áhorfendur fylgjast með baráttu hans við náttúruöflin og hvernig gangan gerði hann að landsfrægum manni. Ingvar E. Sigurðsson vinnur leiksigur í aðalhlutverkinu.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira