Vaxtaóvissa dregur kreppuna á langinn jonab@frettabladid.is skrifar 3. júlí 2010 04:00 Taki samningsvextir við af gengistryggingu getur það haft alvarlegar afleiðingar, að sögn Franeks Rozwadowskis, sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fréttablaðið/Arnþór Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samningsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. „Því lægri sem vextirnir verða þeim mun meira verður áfallið á bankana og ríkissjóð,“ segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á landi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tilmælin sem Seðlabankinn og Fjármáleftirlitið lögðu fram í vikunni jákvæð eftir þá óvissu sem skapaðist í kjölfar dóms Hæstaréttar fyrir hálfum mánuði. Hann segir mikilvægt að eyða óvissunni sem fyrst. Franek segir áhyggjuefni að á meðan óvíst sé við hvað eigi að miða í stað gengistryggingar sé útlit fyrir að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja landsins tefjist meir en orðið er. Það sama eigi við um afnám gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í síðustu viku fyrstu skref í afnámi haftanna geta hafist í haust, eigi síðar en í október. Franek vill ekki dagsetja afnám hafta, en segir: „Þetta er skólabókardæmi. Gjaldeyrishöftum er ekki aflétt þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum.“ Franek leggur áherslu á að Hæstiréttur skeri eins fljótt og auðið sé úr um hvað taki við af gengistryggðum lánum og hvernig þau beri að skilgreina. Verði niðurstaðan sú að samningsvextir standi og að skilgreining á ólögmæti gengistryggðra lána nái til bíla-, íbúða- og neyslulána auk fyrirtækjaskulda muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið. „Bankarnir geta tekið eitthvað á sig. En þeir munu aldrei ráða við þetta allt,“ segir Franek og bætir við að þótt kröfuhafar muni leggja eitthvað af mörkum til að bæta hag bankanna muni megnið af nýju hlutafé koma frá ríkissjóði. Það verði kostnaðarsamt, ekki síst þegar við bætist að ríkissjóður ábyrgist nú þegar allar innistæður í bankakerfinu. „Þetta gæti leitt til hærri skatta og sársaukafullra aðgerða til að grynnka á skuldum hins opinbera. Við það mun hægja á efnahagsbatanum,“ segir Franek Rozwadowski. Innlent Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samningsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. „Því lægri sem vextirnir verða þeim mun meira verður áfallið á bankana og ríkissjóð,“ segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á landi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tilmælin sem Seðlabankinn og Fjármáleftirlitið lögðu fram í vikunni jákvæð eftir þá óvissu sem skapaðist í kjölfar dóms Hæstaréttar fyrir hálfum mánuði. Hann segir mikilvægt að eyða óvissunni sem fyrst. Franek segir áhyggjuefni að á meðan óvíst sé við hvað eigi að miða í stað gengistryggingar sé útlit fyrir að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja landsins tefjist meir en orðið er. Það sama eigi við um afnám gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í síðustu viku fyrstu skref í afnámi haftanna geta hafist í haust, eigi síðar en í október. Franek vill ekki dagsetja afnám hafta, en segir: „Þetta er skólabókardæmi. Gjaldeyrishöftum er ekki aflétt þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum.“ Franek leggur áherslu á að Hæstiréttur skeri eins fljótt og auðið sé úr um hvað taki við af gengistryggðum lánum og hvernig þau beri að skilgreina. Verði niðurstaðan sú að samningsvextir standi og að skilgreining á ólögmæti gengistryggðra lána nái til bíla-, íbúða- og neyslulána auk fyrirtækjaskulda muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið. „Bankarnir geta tekið eitthvað á sig. En þeir munu aldrei ráða við þetta allt,“ segir Franek og bætir við að þótt kröfuhafar muni leggja eitthvað af mörkum til að bæta hag bankanna muni megnið af nýju hlutafé koma frá ríkissjóði. Það verði kostnaðarsamt, ekki síst þegar við bætist að ríkissjóður ábyrgist nú þegar allar innistæður í bankakerfinu. „Þetta gæti leitt til hærri skatta og sársaukafullra aðgerða til að grynnka á skuldum hins opinbera. Við það mun hægja á efnahagsbatanum,“ segir Franek Rozwadowski.
Innlent Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent