Hagkerfi í ESB að ná sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. september 2010 11:38 Hagkerfið í Evrópu er óðum að ná sér. Mynd/ afp. Nýjar hagtölur af Evrusvæðinu og aðildarríkjum Evrópusambandsins eru til vitnis um að horfurnar eru góðar í Evrópu og að hagkerfi ESB eru nú mörg hver óðum að ná sér eftir fjármálakreppuna, segir Greining Íslandsbanka í nýju Morgunkorni. Þar kemur fram að samkvæmt Eurostat var hagvöxtur á evrusvæðinu og í öllum 27 aðildarríkjum ESB 1% á milli fyrsta og annars ársfjórðungs í ár og er það í samræmi við bráðabirgðatölur sem voru birtar fyrir tæpum mánuði síðan. Þetta er mesti vöxtur sem sést hefur á milli fjórðunga í 3 ár og mun meiri vöxtur en í hinum stóru hagkerfunum fyrir sama tímabil. Þannig var 0,4% hagvöxtur á milli fyrsta og annars fjórðungs þessa árs í Bandaríkjunum og 0,1% hagvöxtur fyrir sama tímabil í Japan. Hagvöxtur á milli annars fjórðungs þessa árs og sama fjórðungs árið 2009 mældist 1,9% fyrir bæði Evrusvæðið og öll aðildarríki ESB. Þetta er meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir í bráðabirgðatölum Eurostat. Þá voru tölur um hagvöxt á fyrsta fjórðungi ársins frá fyrri fjórðungi uppfærðar til betri vegar og mælist hann nú 0,3% og 0,8% sé miðað við annan ársfjórðung fyrra árs. Greining Íslandsbanka segir að hagvöxt á evrusvæðinu megi meðal annars rekja til viðsnúnings í Þýskalandi, en landsframleiðsla í Þýskalandi jókst um 2,2% á öðrum ársfjórðungi frá fyrri fjórðungi og hefur ekki aukist jafn mikið í áratugi. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýjar hagtölur af Evrusvæðinu og aðildarríkjum Evrópusambandsins eru til vitnis um að horfurnar eru góðar í Evrópu og að hagkerfi ESB eru nú mörg hver óðum að ná sér eftir fjármálakreppuna, segir Greining Íslandsbanka í nýju Morgunkorni. Þar kemur fram að samkvæmt Eurostat var hagvöxtur á evrusvæðinu og í öllum 27 aðildarríkjum ESB 1% á milli fyrsta og annars ársfjórðungs í ár og er það í samræmi við bráðabirgðatölur sem voru birtar fyrir tæpum mánuði síðan. Þetta er mesti vöxtur sem sést hefur á milli fjórðunga í 3 ár og mun meiri vöxtur en í hinum stóru hagkerfunum fyrir sama tímabil. Þannig var 0,4% hagvöxtur á milli fyrsta og annars fjórðungs þessa árs í Bandaríkjunum og 0,1% hagvöxtur fyrir sama tímabil í Japan. Hagvöxtur á milli annars fjórðungs þessa árs og sama fjórðungs árið 2009 mældist 1,9% fyrir bæði Evrusvæðið og öll aðildarríki ESB. Þetta er meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir í bráðabirgðatölum Eurostat. Þá voru tölur um hagvöxt á fyrsta fjórðungi ársins frá fyrri fjórðungi uppfærðar til betri vegar og mælist hann nú 0,3% og 0,8% sé miðað við annan ársfjórðung fyrra árs. Greining Íslandsbanka segir að hagvöxt á evrusvæðinu megi meðal annars rekja til viðsnúnings í Þýskalandi, en landsframleiðsla í Þýskalandi jókst um 2,2% á öðrum ársfjórðungi frá fyrri fjórðungi og hefur ekki aukist jafn mikið í áratugi.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira