Oden meiddur á ný - sorgarsagan endurtekur sig í Portland Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 18. nóvember 2010 14:15 Greg Oden. AP Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007. Oden, sem er aðeins 23 ára gamall, mun fara í hnéaðgerð á næstunni þar sem brjósk í hnéliðnum verður lagað en fíngerðar sprungur hafa myndast í báðum hnjám Oden frá því hann byrjaði hjá Portland. Margir NBA leikmenn hafa farið í slíkar aðgerðir sem hafa heppnast ágætlega og má þar nefna Amar'e Stoudemire, Jason Kidd og Zach Randolph. Eins og áður segir er meiðslalistinn hjá Oden ótrúlega langur. Tvær stórar hnéaðgerðir, brotin hnéskel á vinstra hné, brotinn úlnliður, ökllameiðsli og þegar hann var barn braut Oden á sér mjöðmina. Sérfræðingar um íþróttameiðsli telja jafnvel að ferill Oden sé í hættu. Oden verður samningslaus næsta sumar en eigendur Portland höfðu ekki áhuga á að framlengja samningi hans við félagið - vegna óvissuþátta um heilsufar hans. Aðeins tveir leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í háskólavalinu hafa lent í þeirri stöðu að félagið sem valdi þá vildi ekki semja við þá á ný. Oden og Kwame Brown (2001) sem Michael Jordan hafði tröllatrú á þegar hann var einn af eigendum Washington Wizards. Oden hefði fengið um einn milljarð kr. í laun á næst ári ef Portland hefði samið við hann á ný til eins árs. Stuðningsmenn Portland telja að Oden sé aðeins nýr „Sam Bowie" en eins og kunnugt er var Bowie valinn annar í nýliðavalinu árið 1984, en félagið hefði einnig getað valið Michael Jordan sem var valinn af Chicago Bulls sem þriðji valréttur. Hakeem Olajuwon var valinn fyrstur af Houston Rockets. Stuðningsmenn Portland velta því enn fyrir sér hvernig liðinu hefði vegna með Jordan í þeirra röðum en ferill miðherjans Bowie einkenndist af meiðslum - en hann fótbrotnaði m.a. tvívegis og lék afar lítið á meðan hann var leikmaður Portland. Hið virta íþróttatímarit Sport Illustrated útnefndi Bowie árið 2005 sem versta val allra tíma í sögu nýliðavals NBA deildarinnar. Kannski á tímaritið eftir að endurskoða þá ákvörðun og kemur Oden sterklega til greina þar sem að Portland hefði getað valið Kevin Durant í háskólavalinu sumarið 2007. Oklahoma datt hinsvegar í lukkupottinn og fékk Durant sem var stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar á síðustu leiktíð og aðalmaðurinn í heimsmeistaraliði Bandaríkjanna á HM í Tyrklandi s.l. sumar. NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Meiðslasaga miðherjans Greg Oden hjá NBA liðinu Portland TrailBlazers ætlar engan endi að taka. Í gær greindu forráðamenn liðsins frá því að Oden yrði ekki meira með á tímabilinu vegna hnémeiðsla en Oden hefur aðeins leikið 82 leiki af 328 mögulegum frá því hann var valinn fyrstur í háskólavalinu sumarið 2007. Oden, sem er aðeins 23 ára gamall, mun fara í hnéaðgerð á næstunni þar sem brjósk í hnéliðnum verður lagað en fíngerðar sprungur hafa myndast í báðum hnjám Oden frá því hann byrjaði hjá Portland. Margir NBA leikmenn hafa farið í slíkar aðgerðir sem hafa heppnast ágætlega og má þar nefna Amar'e Stoudemire, Jason Kidd og Zach Randolph. Eins og áður segir er meiðslalistinn hjá Oden ótrúlega langur. Tvær stórar hnéaðgerðir, brotin hnéskel á vinstra hné, brotinn úlnliður, ökllameiðsli og þegar hann var barn braut Oden á sér mjöðmina. Sérfræðingar um íþróttameiðsli telja jafnvel að ferill Oden sé í hættu. Oden verður samningslaus næsta sumar en eigendur Portland höfðu ekki áhuga á að framlengja samningi hans við félagið - vegna óvissuþátta um heilsufar hans. Aðeins tveir leikmenn sem hafa verið valdir fyrstir í háskólavalinu hafa lent í þeirri stöðu að félagið sem valdi þá vildi ekki semja við þá á ný. Oden og Kwame Brown (2001) sem Michael Jordan hafði tröllatrú á þegar hann var einn af eigendum Washington Wizards. Oden hefði fengið um einn milljarð kr. í laun á næst ári ef Portland hefði samið við hann á ný til eins árs. Stuðningsmenn Portland telja að Oden sé aðeins nýr „Sam Bowie" en eins og kunnugt er var Bowie valinn annar í nýliðavalinu árið 1984, en félagið hefði einnig getað valið Michael Jordan sem var valinn af Chicago Bulls sem þriðji valréttur. Hakeem Olajuwon var valinn fyrstur af Houston Rockets. Stuðningsmenn Portland velta því enn fyrir sér hvernig liðinu hefði vegna með Jordan í þeirra röðum en ferill miðherjans Bowie einkenndist af meiðslum - en hann fótbrotnaði m.a. tvívegis og lék afar lítið á meðan hann var leikmaður Portland. Hið virta íþróttatímarit Sport Illustrated útnefndi Bowie árið 2005 sem versta val allra tíma í sögu nýliðavals NBA deildarinnar. Kannski á tímaritið eftir að endurskoða þá ákvörðun og kemur Oden sterklega til greina þar sem að Portland hefði getað valið Kevin Durant í háskólavalinu sumarið 2007. Oklahoma datt hinsvegar í lukkupottinn og fékk Durant sem var stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar á síðustu leiktíð og aðalmaðurinn í heimsmeistaraliði Bandaríkjanna á HM í Tyrklandi s.l. sumar.
NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum