Hreindís komst inn í draumaskólann 21. maí 2010 10:00 Hreindís hefur nám í Guildford School of Acting í september. Fréttablaðið/Anton „Ég komst út og inn í skólann. Þannig að þetta gekk allt upp," segir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm. Eins og Fréttablaðið greindi frá í apríl þá átti Hreindís að mæta í nokkrar prufur fyrir leiklistarskóla í Englandi. Öskufall í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn og setti ferðalagið í óvissu. Óvissu sem nú hefur verið eytt. „Við komumst fimm dögum seinna," segir Hreindís. „Þetta voru fjórar prufur sem ég átti bókaðar. Það var ekki öll von úti og ég fékk nýjan tíma fyrir þá sem ég missti af." Hreindísi gekk vel í prufunum og komst inn í tvo skóla; Central of Speech and Drama og hinn virta Guildford School of Acting. Hún valdi Guildford, en þess má geta að þokkadísin Halla Vilhjálmsdóttir útskrifaðist úr skólanum árið 2004. Guildford-skólinn var efstur á óskalista Hreindísar. En ætlaði hún alltaf að verða leikkona? „Heldur betur. Ég er búin að stefna að þessu lengi," segir Hreindís. Hún er ekki óvön að leika; hefur tekið þátt í sýningum áhugafólks ásamt því að koma fram í uppsetningu Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu. Loks fer hún með hlutverk í kvikmyndinni Óróa eftir Baldvin Z sem er væntanleg seinna á árinu. Hreindís segist þó ekki vera tilbúin að gera upp á milli leikhúss og kvikmynda, þegar náminu lýkur. „Það er fegurðin við Ísland að leikarar geta gert bæði. Það er minna svoleiðis erlendis," segir hún. - afb Lífið Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Sjá meira
„Ég komst út og inn í skólann. Þannig að þetta gekk allt upp," segir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm. Eins og Fréttablaðið greindi frá í apríl þá átti Hreindís að mæta í nokkrar prufur fyrir leiklistarskóla í Englandi. Öskufall í Eyjafjallajökli setti strik í reikninginn og setti ferðalagið í óvissu. Óvissu sem nú hefur verið eytt. „Við komumst fimm dögum seinna," segir Hreindís. „Þetta voru fjórar prufur sem ég átti bókaðar. Það var ekki öll von úti og ég fékk nýjan tíma fyrir þá sem ég missti af." Hreindísi gekk vel í prufunum og komst inn í tvo skóla; Central of Speech and Drama og hinn virta Guildford School of Acting. Hún valdi Guildford, en þess má geta að þokkadísin Halla Vilhjálmsdóttir útskrifaðist úr skólanum árið 2004. Guildford-skólinn var efstur á óskalista Hreindísar. En ætlaði hún alltaf að verða leikkona? „Heldur betur. Ég er búin að stefna að þessu lengi," segir Hreindís. Hún er ekki óvön að leika; hefur tekið þátt í sýningum áhugafólks ásamt því að koma fram í uppsetningu Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu. Loks fer hún með hlutverk í kvikmyndinni Óróa eftir Baldvin Z sem er væntanleg seinna á árinu. Hreindís segist þó ekki vera tilbúin að gera upp á milli leikhúss og kvikmynda, þegar náminu lýkur. „Það er fegurðin við Ísland að leikarar geta gert bæði. Það er minna svoleiðis erlendis," segir hún. - afb
Lífið Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Sjá meira