Geðveiki Andra Snæs Júlía Margrét Alexendarsdóttir skrifar 15. september 2010 06:00 Upplitið á geðveikum er ekki alltaf djarft. Þeir halda að sjúkdómur sinn sé eitthvað til að skammast sín fyrir, læðast með veggjum. Að burðast með sjúkdóm sem sést ekki utan á manni og maður er stöðugt að reyna að fela er ekki auðvelt fyrir fjöldann allan af þessum sjúklingum. Talið er að 22-24% mannkyns þjáist einhvern tímann á ævinni af geðheilbrigðisvanda. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall hafa samtök eins og Geðhjálp þurft að spyrna fótunum við og berjast gegn fordómum, jafnt sjúklinganna sjálfra sem og annarra. Andri Snær Magnason rithöfundur stingur sér ofan í þann úldna pytt um helgina að blanda geðveikum inn í hluti sem koma þeim ekkert við. Grein sem birtist eftir Andra Snæ í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag inniheldur orðin geðveiki eða geðveikur, að því er mér taldist til, ellefu sinnum. Í Silfri Egils á sunnudaginn síðastliðinn hélt Andri Snær áfram að draga geðveikina til ábyrgðar fyrir óráðsíu í bankakerfinu og hamraði á orðinu í neikvæðri merkingu. Ekki eins og árið væri 2010 heldur þegar öldin var sú að geðveikir voru persónur non grata. Sagt er að ekki megi ganga of langt í rétttrúnaði. Það megi alveg grínast með innflytjendur og alls kyns minnihlutahópa. Þarna var hins vegar ekkert verið að grínast mikið - greinin var eiginlega fjarri góðu gamni. Pólitísk rétthugsun um hvað megi og hvað megi ekki segja á alls ekki við í þessu tilfelli og þótt geðsjúkum sé oft skemmt yfir eigin sjúkdómum skaut Andri Snær langt yfir markið. Það var engin þægð í orðum Andra Snæs fyrir geðsjúka. Jafnframt er ég viss um að Andri Snær hefði aldrei notað þetta orð hefði hann kynnst frjóum hugsunarhætti sem oft einkennir þá sem þjást af geðsjúkdómum. Mestu snillingar sögunnar, Beethoven, Van Gogh og fleiri voru geðveikir. Þeir hefðu ekki virkjað. Ónei. Þeir hefðu málað og hugsað út fyrir rammann. Geðveiki er ekki neikvæð í þeim skilningi sem Andri Snær leggur upp með. Fjölmargir hæfileikaríkir einstaklingar búa við sjúkdóminn, alla daga, og þetta fólk, sem vinnur vinnuna sína og gerir allt sem það getur til að láta sér líða vel. Og það sem meira er, þeir gera allt sem þeir geta til að falla inn í samfélagið. Verða samþykktir. Verða ekki fyrir fordómum. Hjörðin sem Andri Snær fjallar um var ekkert að gera neitt geðveika hluti. Hún stundaði ómerkilega og óvandaða meðalmennsku. „Miðlungs" er orðið sem Andri Snær gæti notað næst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Upplitið á geðveikum er ekki alltaf djarft. Þeir halda að sjúkdómur sinn sé eitthvað til að skammast sín fyrir, læðast með veggjum. Að burðast með sjúkdóm sem sést ekki utan á manni og maður er stöðugt að reyna að fela er ekki auðvelt fyrir fjöldann allan af þessum sjúklingum. Talið er að 22-24% mannkyns þjáist einhvern tímann á ævinni af geðheilbrigðisvanda. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall hafa samtök eins og Geðhjálp þurft að spyrna fótunum við og berjast gegn fordómum, jafnt sjúklinganna sjálfra sem og annarra. Andri Snær Magnason rithöfundur stingur sér ofan í þann úldna pytt um helgina að blanda geðveikum inn í hluti sem koma þeim ekkert við. Grein sem birtist eftir Andra Snæ í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag inniheldur orðin geðveiki eða geðveikur, að því er mér taldist til, ellefu sinnum. Í Silfri Egils á sunnudaginn síðastliðinn hélt Andri Snær áfram að draga geðveikina til ábyrgðar fyrir óráðsíu í bankakerfinu og hamraði á orðinu í neikvæðri merkingu. Ekki eins og árið væri 2010 heldur þegar öldin var sú að geðveikir voru persónur non grata. Sagt er að ekki megi ganga of langt í rétttrúnaði. Það megi alveg grínast með innflytjendur og alls kyns minnihlutahópa. Þarna var hins vegar ekkert verið að grínast mikið - greinin var eiginlega fjarri góðu gamni. Pólitísk rétthugsun um hvað megi og hvað megi ekki segja á alls ekki við í þessu tilfelli og þótt geðsjúkum sé oft skemmt yfir eigin sjúkdómum skaut Andri Snær langt yfir markið. Það var engin þægð í orðum Andra Snæs fyrir geðsjúka. Jafnframt er ég viss um að Andri Snær hefði aldrei notað þetta orð hefði hann kynnst frjóum hugsunarhætti sem oft einkennir þá sem þjást af geðsjúkdómum. Mestu snillingar sögunnar, Beethoven, Van Gogh og fleiri voru geðveikir. Þeir hefðu ekki virkjað. Ónei. Þeir hefðu málað og hugsað út fyrir rammann. Geðveiki er ekki neikvæð í þeim skilningi sem Andri Snær leggur upp með. Fjölmargir hæfileikaríkir einstaklingar búa við sjúkdóminn, alla daga, og þetta fólk, sem vinnur vinnuna sína og gerir allt sem það getur til að láta sér líða vel. Og það sem meira er, þeir gera allt sem þeir geta til að falla inn í samfélagið. Verða samþykktir. Verða ekki fyrir fordómum. Hjörðin sem Andri Snær fjallar um var ekkert að gera neitt geðveika hluti. Hún stundaði ómerkilega og óvandaða meðalmennsku. „Miðlungs" er orðið sem Andri Snær gæti notað næst.