Telja aðstoðina við evruna dýrkeypta 1. maí 2010 02:00 Evrumerkið í Frankfurt Ungmenni að leik fyrir utan seðlabanka Evrópu.nordicphotos/AFP Danskir hagfræðingar hafa reiknað út að heildarkostnaður evruríkjanna við að koma evrunni til bjargar gæti farið upp í 600 milljarða evra, ef Grikkland tekur Portúgal, Spán og Írland með sér í fallinu. Frá þessu er meðal annars skýrt í þýska dagblaðinu Die Welt og rætt við Allan von Mehren, sérfræðing hjá Danske bank í Danmörku. Talið er að aðstoðin við Grikki eina kosti 120 milljarða evra, eða jafnvel enn meira, og þó er ekki víst að það dugi til að bjarga Grikklandi út úr skuldavandanum. Stutt er talið í að evruríkin komi sér saman um björgunaraðgerðir til handa Grikklandi. Þjóðverjar hafa þar verið einna tregastir í taumi, enda óttast þeir áhrifin á eigin efnahag ef aðgerðirnar duga ekki og Grikkir reynast ekki borgunarmenn þessara nýju lána. Þýska stjórnin er raunar sökuð um að hafa gert vanda Grikkja enn verri með tregðu sinni til að koma þeim til bjargar. Þar með væru Þjóðverjar jafnframt að grafa undan evrunni. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sextán ætla að hittast í Brussel á morgun, að öllum líkindum til þess að afgreiða málið. Aðstoðinni fylgja ströng skilyrði um niðurskurð og aðhald í fjármálum.- gb Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danskir hagfræðingar hafa reiknað út að heildarkostnaður evruríkjanna við að koma evrunni til bjargar gæti farið upp í 600 milljarða evra, ef Grikkland tekur Portúgal, Spán og Írland með sér í fallinu. Frá þessu er meðal annars skýrt í þýska dagblaðinu Die Welt og rætt við Allan von Mehren, sérfræðing hjá Danske bank í Danmörku. Talið er að aðstoðin við Grikki eina kosti 120 milljarða evra, eða jafnvel enn meira, og þó er ekki víst að það dugi til að bjarga Grikklandi út úr skuldavandanum. Stutt er talið í að evruríkin komi sér saman um björgunaraðgerðir til handa Grikklandi. Þjóðverjar hafa þar verið einna tregastir í taumi, enda óttast þeir áhrifin á eigin efnahag ef aðgerðirnar duga ekki og Grikkir reynast ekki borgunarmenn þessara nýju lána. Þýska stjórnin er raunar sökuð um að hafa gert vanda Grikkja enn verri með tregðu sinni til að koma þeim til bjargar. Þar með væru Þjóðverjar jafnframt að grafa undan evrunni. Fjármálaráðherrar evruríkjanna sextán ætla að hittast í Brussel á morgun, að öllum líkindum til þess að afgreiða málið. Aðstoðinni fylgja ströng skilyrði um niðurskurð og aðhald í fjármálum.- gb
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira