Sýnir Feneyjaverkin í New York og seldi MOMA alfrun@frettabladid.is skrifar 2. júlí 2010 07:00 Ragnar Kjartansson á sýningu sinni The End þegar hún var sett upp í Hafnarborg. „Þetta er bara alveg frábært og gaman að þeir skyldu sýna mínum verkum áhuga. Ég er þarna komin í hóp með mörgum af fyrirmyndum mínum í myndlistinni," segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. Ragnar opnaði nýverið sýningu í Luhring Augustine galleríinu í New York. Á sýningunni, sem stendur yfir út júlí, eru málverk Ragnars sem hann málaði í Feneyjatvíæringnum á síðasta ári og eitt myndbandsverk í tengslum við það. Hið fræga listasafn MOMA, Museum Of Modern Arts, í New York festi nýlega kaup á myndbandsverkinu og bætist Ragnar þar í fámennan hóp Íslendinga sem hafa sýnt á safninu. „Jú, jú, ég er voðalega upp með mér og þetta er frekar stór upphefð fyrir mig sem listamann," segir Ragnar og bætir við að hann sé einnig búinn að fá heilmörg tilboð í myndirnar, sem eru 144 talsins, en hann vill einungis selja þær allar saman í einum pakka. „Ég væri orðin ríkur maður núna ef ég hefði selt allar myndirnar stakar. Mér finnst samt málverkin missa meiningu sínu ef þau eru skilin að." Á meðan Feneyjatvíæringurinn stóð yfir málaði hann eina mynd á dag af sömu fyrirsætunni. Bók með öllum 144 verkum Ragnars var að koma út á vegum Crymogeu og ber nafnið The End. Galleríið Luhring Augustine, er með þeim virtari í heiminum og Ragnar þar með kominn í hóp listamanna á borð við Andy Warhol, Jackson Pollock og Pablo Picasso sem einnig hanga á veggjum gallerísins. Eigendur gallerísins eru búnir að fylgjast með Ragnari í nokkur ár. „Þeir höfðu samband við mig fyrir um einu og hálfu ári og vildu gerast galleríið mitt í Bandaríkjunum. Þeir hafa verið æstir í að fá verkin mín til Bandaríkjanna lengi og vildu setja þessa sýningu upp sem fyrst," segir hann. Ragnar er staddur í Flórens með móður sinni Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu, en yfirlitssýning á verkum hans var opnuð í gær . Á meðal verkanna er frumsýning á myndbandsverki hans Ég og móðir mín þar sem mæðginin leika saman. „Hún hrækir á mig í þessum þremur myndböndum," segir Ragnar og útskýrir að þetta sé eitt það ógeðfelldasta sem móðir getur gert við son sinn en áhorfendur geta túlkað verkin eins og þeir vilja. „Mamma er náttúrulega ýmsu vön af leiksviðinu svo hún átti ekki í erfiðleikum með að hrækja á mig." Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
„Þetta er bara alveg frábært og gaman að þeir skyldu sýna mínum verkum áhuga. Ég er þarna komin í hóp með mörgum af fyrirmyndum mínum í myndlistinni," segir Ragnar Kjartansson myndlistarmaður. Ragnar opnaði nýverið sýningu í Luhring Augustine galleríinu í New York. Á sýningunni, sem stendur yfir út júlí, eru málverk Ragnars sem hann málaði í Feneyjatvíæringnum á síðasta ári og eitt myndbandsverk í tengslum við það. Hið fræga listasafn MOMA, Museum Of Modern Arts, í New York festi nýlega kaup á myndbandsverkinu og bætist Ragnar þar í fámennan hóp Íslendinga sem hafa sýnt á safninu. „Jú, jú, ég er voðalega upp með mér og þetta er frekar stór upphefð fyrir mig sem listamann," segir Ragnar og bætir við að hann sé einnig búinn að fá heilmörg tilboð í myndirnar, sem eru 144 talsins, en hann vill einungis selja þær allar saman í einum pakka. „Ég væri orðin ríkur maður núna ef ég hefði selt allar myndirnar stakar. Mér finnst samt málverkin missa meiningu sínu ef þau eru skilin að." Á meðan Feneyjatvíæringurinn stóð yfir málaði hann eina mynd á dag af sömu fyrirsætunni. Bók með öllum 144 verkum Ragnars var að koma út á vegum Crymogeu og ber nafnið The End. Galleríið Luhring Augustine, er með þeim virtari í heiminum og Ragnar þar með kominn í hóp listamanna á borð við Andy Warhol, Jackson Pollock og Pablo Picasso sem einnig hanga á veggjum gallerísins. Eigendur gallerísins eru búnir að fylgjast með Ragnari í nokkur ár. „Þeir höfðu samband við mig fyrir um einu og hálfu ári og vildu gerast galleríið mitt í Bandaríkjunum. Þeir hafa verið æstir í að fá verkin mín til Bandaríkjanna lengi og vildu setja þessa sýningu upp sem fyrst," segir hann. Ragnar er staddur í Flórens með móður sinni Guðrúnu Ásmundsdóttur leikkonu, en yfirlitssýning á verkum hans var opnuð í gær . Á meðal verkanna er frumsýning á myndbandsverki hans Ég og móðir mín þar sem mæðginin leika saman. „Hún hrækir á mig í þessum þremur myndböndum," segir Ragnar og útskýrir að þetta sé eitt það ógeðfelldasta sem móðir getur gert við son sinn en áhorfendur geta túlkað verkin eins og þeir vilja. „Mamma er náttúrulega ýmsu vön af leiksviðinu svo hún átti ekki í erfiðleikum með að hrækja á mig."
Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira