Vírus- og ruslpóstsárás í gangi á Facebook 23. september 2010 10:42 Danskir fjölmiðlar greina frá því að í augnablikinu standi tölvuþrjótar fyrir umfangsmikilli tölvuvírus- og ruslpóstsárás á Facebook. Danskir notendur Facebook eru beðnir um að fara varlega. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þúsundir notenda Facebook hafi fengið póst sem virðist vera frá vefsíðunni sjálfri. Reynt er að lokka notendurnar til þess að opna viðhengi sem fylgir póstinum. Sé viðhengið opnað kemur fljótlega fram tilkynning um að tölvan sé sýkt af vírus og að maður eigi að flýta sér að kaupa vírusvarnaforrit til að fjarlægja ógnina. Sé það gert græða tölvuþrjótarnir fé og jafnframt tekst þeim að lauma vírus inn í tölvuna. Vírusárásin er aftur á móti ormur af þeirri tegund sem rænir lykilorðum og krítarkortaupplýsingum frá viðkomandi tövlueigenda. Sérfræðingur hjá tölvuöryggisfyrirtækinu CSIS segir að svo virðist sem verið sé að reyna að dreifa vírusnum meðal sem flestra Facebooknotenda. Það fylgir sögunni að þeir sem nota Mac-tölvur þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu vandamáli þar sem tölvuþrjótarnir einbeiti sér að Windows forritum. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Danskir fjölmiðlar greina frá því að í augnablikinu standi tölvuþrjótar fyrir umfangsmikilli tölvuvírus- og ruslpóstsárás á Facebook. Danskir notendur Facebook eru beðnir um að fara varlega. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að þúsundir notenda Facebook hafi fengið póst sem virðist vera frá vefsíðunni sjálfri. Reynt er að lokka notendurnar til þess að opna viðhengi sem fylgir póstinum. Sé viðhengið opnað kemur fljótlega fram tilkynning um að tölvan sé sýkt af vírus og að maður eigi að flýta sér að kaupa vírusvarnaforrit til að fjarlægja ógnina. Sé það gert græða tölvuþrjótarnir fé og jafnframt tekst þeim að lauma vírus inn í tölvuna. Vírusárásin er aftur á móti ormur af þeirri tegund sem rænir lykilorðum og krítarkortaupplýsingum frá viðkomandi tövlueigenda. Sérfræðingur hjá tölvuöryggisfyrirtækinu CSIS segir að svo virðist sem verið sé að reyna að dreifa vírusnum meðal sem flestra Facebooknotenda. Það fylgir sögunni að þeir sem nota Mac-tölvur þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu vandamáli þar sem tölvuþrjótarnir einbeiti sér að Windows forritum.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira