Tómas Ingi: Missum þrjú stig út af eigin aulaskap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2010 22:34 Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK. Mynd/Valli Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK, sá sína menn fara illa að ráði sínu í fyrsta heimaleiknum undir hans stjórn þegar HK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Þrótti í 1. deild karla í kvöld. Tómas Ingi var í viðtali við Guðmund Marinó Ingvarsson á Sporttv eftir leikinn. „Þróttararnir refsuðu okkur fyrir eigin aulaskap. Mér finnst við hafa tapað leiknum en ekki að Þróttur hafi unnið hann. Við missum þrjú stig út af eigin aulaskap," sagði Tómas Ingi. HK var miklu betra í fyrri hálfleik en það var Þróttur sem komst yfir á 65. mínútu. HK lét síðan verja frá sér víti skömmu síðar og tókst ekki að opna vörn gestanna. „Mér fannst við eiga báða hálfleikana en þeir voru miklu sterkari í seinni hálfleik. Þegar þeir ná að skora þá riðlast þetta svolítið hjá okkur. Ég fer að breyta og reyna að sækja stigið aftur en það tókst ekki og þeir fengu færi út af því," sagði Tómas Ingi. „Það vantar svolítið broddinn í sóknarleikinn okkar í seinni hálfleik því þetta var rosalega mikið eiginlega og næstum því. Það hefur aldrei verið gefið mikið fyrir það í fótbolta og það var því miður ekki þannig heldur í kvöld. Barcelona tapaði leik um daginn þegar þeir voru 80 prósent með boltann. Það telur bara ekki og við verðum að vera beinskeyttari. Við erum of mikið að spila boltanum til hliðar og til baka. Ég vill að við spilum hraðar upp en það gekk bara ekki í dag," sagði Tómas Ingi. „Þeir voru þéttir og ég held að þessi Dusan hafði skallað boltann svona 700 sinnum frá í leiknum. Þeir voru sterkir og eigum við ekki bara að segja að þeir hafi viljað þetta meira en við og þá sérstaklega í lokin," sagði Tómas Ingi. „Ég er nokkuð sáttur við liðið og ég var mjög sáttur við liðið í fyrri hálfleik. Þó að við sköpum okkur engin dauðafæri þá erum við að spila fínan fótbolta. Við verðum að vera aðeins beittari og langa aðeins meira í þessi þrjú stig," sagði Tómas Ingi að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK, sá sína menn fara illa að ráði sínu í fyrsta heimaleiknum undir hans stjórn þegar HK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Þrótti í 1. deild karla í kvöld. Tómas Ingi var í viðtali við Guðmund Marinó Ingvarsson á Sporttv eftir leikinn. „Þróttararnir refsuðu okkur fyrir eigin aulaskap. Mér finnst við hafa tapað leiknum en ekki að Þróttur hafi unnið hann. Við missum þrjú stig út af eigin aulaskap," sagði Tómas Ingi. HK var miklu betra í fyrri hálfleik en það var Þróttur sem komst yfir á 65. mínútu. HK lét síðan verja frá sér víti skömmu síðar og tókst ekki að opna vörn gestanna. „Mér fannst við eiga báða hálfleikana en þeir voru miklu sterkari í seinni hálfleik. Þegar þeir ná að skora þá riðlast þetta svolítið hjá okkur. Ég fer að breyta og reyna að sækja stigið aftur en það tókst ekki og þeir fengu færi út af því," sagði Tómas Ingi. „Það vantar svolítið broddinn í sóknarleikinn okkar í seinni hálfleik því þetta var rosalega mikið eiginlega og næstum því. Það hefur aldrei verið gefið mikið fyrir það í fótbolta og það var því miður ekki þannig heldur í kvöld. Barcelona tapaði leik um daginn þegar þeir voru 80 prósent með boltann. Það telur bara ekki og við verðum að vera beinskeyttari. Við erum of mikið að spila boltanum til hliðar og til baka. Ég vill að við spilum hraðar upp en það gekk bara ekki í dag," sagði Tómas Ingi. „Þeir voru þéttir og ég held að þessi Dusan hafði skallað boltann svona 700 sinnum frá í leiknum. Þeir voru sterkir og eigum við ekki bara að segja að þeir hafi viljað þetta meira en við og þá sérstaklega í lokin," sagði Tómas Ingi. „Ég er nokkuð sáttur við liðið og ég var mjög sáttur við liðið í fyrri hálfleik. Þó að við sköpum okkur engin dauðafæri þá erum við að spila fínan fótbolta. Við verðum að vera aðeins beittari og langa aðeins meira í þessi þrjú stig," sagði Tómas Ingi að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Bann bitvargsins stytt Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira