Avatar II gerist úti á hafi 22. apríl 2010 06:00 Næsta myndin í Avatar-flokknum gerist úti á rúmsjó. James Cameron segir að hún eigi eftir að verða jafn litskrúðug og fyrsta myndin. DVD-útgáfan af Avatar kemur út á morgun og menn eru þegar farnir að spá sölumetum í unnvörpum. Mestu athyglina vekur þó viðtal við leikstjóra myndarinnar, James Cameron, í LA Times en hann er þegar farinn að spá og spekúlera í framhaldsmyndinni. „Við bjuggum til risastóran striga þar sem við getum komið umhverfi Pandora til skila,“ segir Cameron en fyrir þá örfáu sem ekki sáu Avatar er rétt að geta þess að Pandora er plánetan sem jarðarbúar reyna að hertaka. Cameron heldur síðan áfram í viðtalinu að greina frá ýmsum þáttum framhaldsmyndarinnar og tekur fram að næsta mynd muni hafa allt annað yfirbragð en sú fyrsta. „Ég reikna með því að hún muni rannsaka lífríki sjávar á Pandora. Hafið verður álíka litskrúðugt, fjölbreytt og ævintýralegt en munurinn verður auðvitað sá að þarna verður regnskógurinn ekki í aðalhlutverki.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikstjórinn gerir kvikmynd úti á ballarhafi. Titanic var auðvitað mestmegnis um risastórt fley sem sigldi á ísjaka og The Abyss gerðist að miklu leyti í undirdjúpunum. Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
DVD-útgáfan af Avatar kemur út á morgun og menn eru þegar farnir að spá sölumetum í unnvörpum. Mestu athyglina vekur þó viðtal við leikstjóra myndarinnar, James Cameron, í LA Times en hann er þegar farinn að spá og spekúlera í framhaldsmyndinni. „Við bjuggum til risastóran striga þar sem við getum komið umhverfi Pandora til skila,“ segir Cameron en fyrir þá örfáu sem ekki sáu Avatar er rétt að geta þess að Pandora er plánetan sem jarðarbúar reyna að hertaka. Cameron heldur síðan áfram í viðtalinu að greina frá ýmsum þáttum framhaldsmyndarinnar og tekur fram að næsta mynd muni hafa allt annað yfirbragð en sú fyrsta. „Ég reikna með því að hún muni rannsaka lífríki sjávar á Pandora. Hafið verður álíka litskrúðugt, fjölbreytt og ævintýralegt en munurinn verður auðvitað sá að þarna verður regnskógurinn ekki í aðalhlutverki.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikstjórinn gerir kvikmynd úti á ballarhafi. Titanic var auðvitað mestmegnis um risastórt fley sem sigldi á ísjaka og The Abyss gerðist að miklu leyti í undirdjúpunum.
Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira