Anna Sigurlaug Pálsdóttir, sambýliskona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á um 1,3 milljarða króna í hreina eign, sem sé eignir umfram skuldir, samkvæmt útreikingum fréttastofu sem byggja á auðlegðarskatti sem hún greiddi. Sigmundur Davíð greiddi ekki auðlegðarskatt. Þau eru ógift.
Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, stofnanda Toyota-umboðsins en hann seldi fyrirtækið árið 2005 til Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum.
Fjölskyldur greiddu auðlegðarskatt og skilaði hann um 3,8 milljörðum í ríkiskassann, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu sem kom út á fimmtudaginn.
Auðlegðarkatturinn er 1,25% eignaskattur sem lagður er á eignir einhleypra sem áttu meira en 90 milljónir króna í hreinar eignir og hjón eða sambúðarfólk sem áttu meira en 120 milljónir króna.
Viðskiptablaðið valdi 25 einstaklinga sem blaðinu þótti athygliverðir í þessu samhengi. Þar kemur fram að faðir Sigmundar Davíðs, Gunnlaugur Sigmundsson, eigi um 370 milljónir króna í hreina eign.
Ekki náðist í Önnu Sigurlaugu við vinnslu fréttarinnar og sagðist Sigmundur Davíð ekki vilja tjá sig um fjármál annarra.
Sigmundur Davíð vel lofaður
Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Mest lesið

Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“
Viðskipti innlent

Skype heyrir brátt sögunni til
Viðskipti erlent



Setur háa tolla á Evrópu
Viðskipti erlent


Rukka í „rennuna“ á flugvellinum
Neytendur

Norskir komast í Víking gylltan
Neytendur


Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom
Viðskipti innlent