Viðskipti erlent

Seðlabankastjóri Svíþjóðar missir af eigin vaxtafundi

Stefan Ingves seðlabankastjóri Svíþjóðar mun missa af eigin vaxtafundi í dag þar sem ákvörðun um stýrivexti bankans verður kynnt. Ástæðan er eldgosið í Eyjafjallajökli.

Samkvæmt frétt á vefsíðunni e24.se segir Tomas Lundberg fjölmiðlafulltrúi seðlabankans að Ingves geti hvorki sótt fundinn persónulega né verið í símasambandi þegar vaxtaákvörðunin verður kynnt. Hann mun hinsvegar svara spurningum á netinu en þá eftir fundinn. Sem stendur er Ingves á leið keyrandi frá Madrid á Spáni til Svíþjóðar.

Barbro Wickman-Parak aðstoðarseðlabankastjóri Svíþjóðar mun stjórna vaxtafundinum í dag en honum tókst að komast frá Íslandi til Svíþjóðar í gegnum Þrándheim í nótt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×