Stór dagur hjá íslenskum frjálsíþróttakonum í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 12:00 Hulda Þorsteinsdóttir er fyrst til að keppa ídag. Fjórar íslenskar frjálsíþróttakonur verða í sviðsljósinu á erlendum vettvangi í dag, þrjár eru að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga í Moncton í Kanada og Ásdís Hjálmsdóttir keppir síðan í kvöld á Demantamótinu í Mónakó. Hulda Þorsteinsdóttir stangarstökkvari úr ÍR er fyrst út á völl en undankeppnin í stangarstökki hefst klukkan 12.20 að íslenskum tíma. Hulda er mjög efnileg og hefur sýnt miklar framfarir í stangarstökkinu. Besti árangur hennar, 3,95 m, fyrr á þessu ári er það þriðji besti árangur íslenskrar konu í greininni. Þjálfari Huldu er einmitt Íslandsmethafinn Þórey Edda Elísdóttir. Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni keppir í sjöþraut og hefst hún klukkan 13.50 að íslenskum tíma en fyrri deginum lýkur klukkan 21.30 í kvöld. Helga Margrét hefur sannað sig sem besta sjöþrautarkona landsins og á fimm bestu afrekin í sjöþraut kvenna frá upphafi. Íslandsmet hennar er 5.875 stig frá því í fyrra, en hún fékk 5.757 stig í fyrstu sjöþraut sinni í ár. Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ, keppir í langstökki og hefst forkeppni langstökksins klukkan 14.15 að íslenskum tíma. Hún náði besta árangri sínum, 6,10 m, í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum í Tel-Aviv um miðjan júní síðastliðinn og bætti fyrri árangur sinn um 33 sm. Þetta er fjórði besti árangur kvenna í greininni frá upphafi. Ásdís Hjálmsdóttir keppir í spjótkasti á Demantamótinu í Mónakó í kvöld en þetta er þriðja Demantamótið sem hún keppir á. Keppni í spjótkasti kvenna hefst klukkan 18.40. Íslandsmet Ásdísar er upp á 61.37 metra en hún hefur kastað lengst 60,72 metra á þessu ári. Ásdís náði þeim góða árangri á síðasta demantamóti sem hún tók þátt í Gateshead í Englandi. Innlendar Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Fjórar íslenskar frjálsíþróttakonur verða í sviðsljósinu á erlendum vettvangi í dag, þrjár eru að keppa á Heimsmeistaramóti unglinga í Moncton í Kanada og Ásdís Hjálmsdóttir keppir síðan í kvöld á Demantamótinu í Mónakó. Hulda Þorsteinsdóttir stangarstökkvari úr ÍR er fyrst út á völl en undankeppnin í stangarstökki hefst klukkan 12.20 að íslenskum tíma. Hulda er mjög efnileg og hefur sýnt miklar framfarir í stangarstökkinu. Besti árangur hennar, 3,95 m, fyrr á þessu ári er það þriðji besti árangur íslenskrar konu í greininni. Þjálfari Huldu er einmitt Íslandsmethafinn Þórey Edda Elísdóttir. Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni keppir í sjöþraut og hefst hún klukkan 13.50 að íslenskum tíma en fyrri deginum lýkur klukkan 21.30 í kvöld. Helga Margrét hefur sannað sig sem besta sjöþrautarkona landsins og á fimm bestu afrekin í sjöþraut kvenna frá upphafi. Íslandsmet hennar er 5.875 stig frá því í fyrra, en hún fékk 5.757 stig í fyrstu sjöþraut sinni í ár. Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr USÚ, keppir í langstökki og hefst forkeppni langstökksins klukkan 14.15 að íslenskum tíma. Hún náði besta árangri sínum, 6,10 m, í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum í Tel-Aviv um miðjan júní síðastliðinn og bætti fyrri árangur sinn um 33 sm. Þetta er fjórði besti árangur kvenna í greininni frá upphafi. Ásdís Hjálmsdóttir keppir í spjótkasti á Demantamótinu í Mónakó í kvöld en þetta er þriðja Demantamótið sem hún keppir á. Keppni í spjótkasti kvenna hefst klukkan 18.40. Íslandsmet Ásdísar er upp á 61.37 metra en hún hefur kastað lengst 60,72 metra á þessu ári. Ásdís náði þeim góða árangri á síðasta demantamóti sem hún tók þátt í Gateshead í Englandi.
Innlendar Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira