Tæpar þrjátíu milljónir platna á fimmtán árum 2. desember 2010 10:45 The Black Eyed Peas Hip hop-sveitin The Black Eyed Peas hefur gefið út sína sjöttu plötu, The Beginning.nordicphotos/getty Sjötta plata The Black Eyed Peas, The Beginning, kom út fyrir skömmu. Fimmtán ár eru liðin frá stofnun þessarar vinsælu hip-hop sveitar. Hljómsveitin The Black Eyed Peas hamrar járnið á meðan það er heitt því sjötta plata hennar, The Beginning, er nýkomin út, aðeins tæpu einu og hálfu ári á eftir hinni gríðarvinsælu The E.N.D. Sú plata hefur selst í rúmlega ellefu milljónum eintaka og er fyrsta platan í tvo áratugi með dúói eða hljómsveit sem nær fimm lögum inn topp 10-lista Billboard í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu hið gríðarvinsæla I Gotta Feeling þar sem franski plötusnúðurinn David Guetta stjórnaði upptökum. Lagið komst í toppsæti vinsældalista í tuttugu löndum og var tilnefnt sem lag ársins á Grammy-hátíðinni. Það getur verið erfitt að fylgja eftir slíkum vinsældum og forvitnilegt verður að sjá hvort The Black Eyed Peas tekst það með The Beginning. Forsprakkinn will.i.am. segir plötuna snúast um það sem er að gerast í heiminum um þessar mundir. „The Beginning snýst um að aðlagast nýrri tækni, eins og þrívídd, 360-myndefni og annars konar tölvutækni. Hún snýst einnig um tilraunamennsku og að nota lög sem við fílum úr fortíðinni og leika okkur með flotta takta,“ sagði hann. Þar á will m.a. við fyrsta smáskífulagið The Time (Dirty Bit) sem er byggt í kringum (I"ve Had) The Time of My Life úr myndinni Dirty Dancing frá árinu 1987 sem þau Bill Medley og Jennifer Warnes sungu. The Black Eyed Peas hefur verið lengi að. Sveitin var stofnuð árið 1995 af þeim William Adams (will.i.am) and Allan Pineda (apl.de.ap). Hún sló samt ekki í gegn fyrr en átta árum seinna með plötunni Elephunk. Þar söng Fergie í fyrsta sinn með Baununum og í kjölfarið vann sveitin sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir lagið Let"s Get It Started. Annað lag af plötunni, Shut Up, náði einnig miklum vinsældum. Þess má geta að Fergie var ekki fyrsti valkostur sem söngkona The Black Eyed Peas því Nicole Sherzinger úr The Pussycat Dolls var fyrst beðin um að ganga til liðs við will.i.am og félaga en gat ekki þekkst boðið vegna þess að hún var samningsbundin stúlknasveitinni Eden"s Crush. Vinsældir The Black Eyed Peas hafa verið svakalegar á undanförnum árum. Sveitin hefur selt rúmlega 28 milljónir platna um allan heim og 20 milljónir smáskífna. Aðdáendahópurinn hefur stækkað með hverju árinu og á vafalítið eftir að gera það áfram með tilkomu nýju plötunnar. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira
Sjötta plata The Black Eyed Peas, The Beginning, kom út fyrir skömmu. Fimmtán ár eru liðin frá stofnun þessarar vinsælu hip-hop sveitar. Hljómsveitin The Black Eyed Peas hamrar járnið á meðan það er heitt því sjötta plata hennar, The Beginning, er nýkomin út, aðeins tæpu einu og hálfu ári á eftir hinni gríðarvinsælu The E.N.D. Sú plata hefur selst í rúmlega ellefu milljónum eintaka og er fyrsta platan í tvo áratugi með dúói eða hljómsveit sem nær fimm lögum inn topp 10-lista Billboard í Bandaríkjunum. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu hið gríðarvinsæla I Gotta Feeling þar sem franski plötusnúðurinn David Guetta stjórnaði upptökum. Lagið komst í toppsæti vinsældalista í tuttugu löndum og var tilnefnt sem lag ársins á Grammy-hátíðinni. Það getur verið erfitt að fylgja eftir slíkum vinsældum og forvitnilegt verður að sjá hvort The Black Eyed Peas tekst það með The Beginning. Forsprakkinn will.i.am. segir plötuna snúast um það sem er að gerast í heiminum um þessar mundir. „The Beginning snýst um að aðlagast nýrri tækni, eins og þrívídd, 360-myndefni og annars konar tölvutækni. Hún snýst einnig um tilraunamennsku og að nota lög sem við fílum úr fortíðinni og leika okkur með flotta takta,“ sagði hann. Þar á will m.a. við fyrsta smáskífulagið The Time (Dirty Bit) sem er byggt í kringum (I"ve Had) The Time of My Life úr myndinni Dirty Dancing frá árinu 1987 sem þau Bill Medley og Jennifer Warnes sungu. The Black Eyed Peas hefur verið lengi að. Sveitin var stofnuð árið 1995 af þeim William Adams (will.i.am) and Allan Pineda (apl.de.ap). Hún sló samt ekki í gegn fyrr en átta árum seinna með plötunni Elephunk. Þar söng Fergie í fyrsta sinn með Baununum og í kjölfarið vann sveitin sín fyrstu Grammy-verðlaun fyrir lagið Let"s Get It Started. Annað lag af plötunni, Shut Up, náði einnig miklum vinsældum. Þess má geta að Fergie var ekki fyrsti valkostur sem söngkona The Black Eyed Peas því Nicole Sherzinger úr The Pussycat Dolls var fyrst beðin um að ganga til liðs við will.i.am og félaga en gat ekki þekkst boðið vegna þess að hún var samningsbundin stúlknasveitinni Eden"s Crush. Vinsældir The Black Eyed Peas hafa verið svakalegar á undanförnum árum. Sveitin hefur selt rúmlega 28 milljónir platna um allan heim og 20 milljónir smáskífna. Aðdáendahópurinn hefur stækkað með hverju árinu og á vafalítið eftir að gera það áfram með tilkomu nýju plötunnar. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Sjá meira