Stór nöfn í stuttmynd Barkar Kristjana Arnardóttir skrifar 8. desember 2010 09:30 Björn Thors (að ofan) og Þrúður Vilhjálmsdóttir fara með stór hlutverk í myndinni Come to Harm sem Börkur Sigþórsson leikstýrir. Börkur Sigþórsson gerir áhugaverða stuttmynd eftir handriti Stuart Beattie. Í aðalhlutverki er Björn Thors sem leikstjórinn segir að sé besti leikari sinnar kynslóðar. „Við skutum hluta myndarinnar síðasta vetur og núna erum við að klára,“ segir Börkur Sigþórsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Come to Harm. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki, en með önnur hlutverk fara Þrúður Vilhjálmsdóttir, Magnús Ragnarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Jón Páll Eyjólfsson, svo einhverjir séu nefndir. Börkur segir þetta enga venjulega stuttmynd, heldur sé hún hluti af mun stærra verki. „Þetta verkefni kom til mín í gegnum fyrirtæki sem ég tengist í Los Angeles en það fyrirtæki tengist áströlsku framleiðslufyrirtæki sem á í rauninni upphafið að þessu öllu saman,“ segir Börkur.Börkur Sigþórsson.Framleiðslufyrirtækið ástralska fékk handritshöfundinn Stuart Beattie til þess að skrifa gróft handrit að stuttmynd og síðan fengu sex leikstjórar, hver úr sinni áttinni, handritin í hendurnar. Þegar allir leikstjórarnir hafa lokið tökum á myndunum, verða þær settar saman í eina kvikmynd í fullri lengd. „Þetta er svolítið eins og þú sæir sex mismunandi uppfærslur af sama leikverkinu,“ segir Börkur. Stuart Beattie er þekktur handritshöfundur en úr smiðju hans eru myndir á borð við Collateral, Australia og Pirates of the Caribbean svo einhverjar séu nefndar. Börkur segir tökurnar hafa gengið ágætlega. „Þetta var frekar lengi að komast af stað en þetta fer að klárast.“ Eins og áður sagði fer Björn Thors með aðalhlutverkið í myndinni. „Við Bjössi erum gamlir félagar og höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hann er einn af mínum nánari vinum og er að mínu mati besti leikari sinnar kynslóðar. Það var frekar augljóst frá upphafi hver myndi fara með aðalhlutverkið,“ segir Börkur, en hann vann myndina í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og íslenska framleiðslufyrirtækið Republik. kristjana@frettabladid.is Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Börkur Sigþórsson gerir áhugaverða stuttmynd eftir handriti Stuart Beattie. Í aðalhlutverki er Björn Thors sem leikstjórinn segir að sé besti leikari sinnar kynslóðar. „Við skutum hluta myndarinnar síðasta vetur og núna erum við að klára,“ segir Börkur Sigþórsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Come to Harm. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki, en með önnur hlutverk fara Þrúður Vilhjálmsdóttir, Magnús Ragnarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Jón Páll Eyjólfsson, svo einhverjir séu nefndir. Börkur segir þetta enga venjulega stuttmynd, heldur sé hún hluti af mun stærra verki. „Þetta verkefni kom til mín í gegnum fyrirtæki sem ég tengist í Los Angeles en það fyrirtæki tengist áströlsku framleiðslufyrirtæki sem á í rauninni upphafið að þessu öllu saman,“ segir Börkur.Börkur Sigþórsson.Framleiðslufyrirtækið ástralska fékk handritshöfundinn Stuart Beattie til þess að skrifa gróft handrit að stuttmynd og síðan fengu sex leikstjórar, hver úr sinni áttinni, handritin í hendurnar. Þegar allir leikstjórarnir hafa lokið tökum á myndunum, verða þær settar saman í eina kvikmynd í fullri lengd. „Þetta er svolítið eins og þú sæir sex mismunandi uppfærslur af sama leikverkinu,“ segir Börkur. Stuart Beattie er þekktur handritshöfundur en úr smiðju hans eru myndir á borð við Collateral, Australia og Pirates of the Caribbean svo einhverjar séu nefndar. Börkur segir tökurnar hafa gengið ágætlega. „Þetta var frekar lengi að komast af stað en þetta fer að klárast.“ Eins og áður sagði fer Björn Thors með aðalhlutverkið í myndinni. „Við Bjössi erum gamlir félagar og höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hann er einn af mínum nánari vinum og er að mínu mati besti leikari sinnar kynslóðar. Það var frekar augljóst frá upphafi hver myndi fara með aðalhlutverkið,“ segir Börkur, en hann vann myndina í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og íslenska framleiðslufyrirtækið Republik. kristjana@frettabladid.is
Menning Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira