Stór nöfn í stuttmynd Barkar Kristjana Arnardóttir skrifar 8. desember 2010 09:30 Björn Thors (að ofan) og Þrúður Vilhjálmsdóttir fara með stór hlutverk í myndinni Come to Harm sem Börkur Sigþórsson leikstýrir. Börkur Sigþórsson gerir áhugaverða stuttmynd eftir handriti Stuart Beattie. Í aðalhlutverki er Björn Thors sem leikstjórinn segir að sé besti leikari sinnar kynslóðar. „Við skutum hluta myndarinnar síðasta vetur og núna erum við að klára,“ segir Börkur Sigþórsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Come to Harm. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki, en með önnur hlutverk fara Þrúður Vilhjálmsdóttir, Magnús Ragnarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Jón Páll Eyjólfsson, svo einhverjir séu nefndir. Börkur segir þetta enga venjulega stuttmynd, heldur sé hún hluti af mun stærra verki. „Þetta verkefni kom til mín í gegnum fyrirtæki sem ég tengist í Los Angeles en það fyrirtæki tengist áströlsku framleiðslufyrirtæki sem á í rauninni upphafið að þessu öllu saman,“ segir Börkur.Börkur Sigþórsson.Framleiðslufyrirtækið ástralska fékk handritshöfundinn Stuart Beattie til þess að skrifa gróft handrit að stuttmynd og síðan fengu sex leikstjórar, hver úr sinni áttinni, handritin í hendurnar. Þegar allir leikstjórarnir hafa lokið tökum á myndunum, verða þær settar saman í eina kvikmynd í fullri lengd. „Þetta er svolítið eins og þú sæir sex mismunandi uppfærslur af sama leikverkinu,“ segir Börkur. Stuart Beattie er þekktur handritshöfundur en úr smiðju hans eru myndir á borð við Collateral, Australia og Pirates of the Caribbean svo einhverjar séu nefndar. Börkur segir tökurnar hafa gengið ágætlega. „Þetta var frekar lengi að komast af stað en þetta fer að klárast.“ Eins og áður sagði fer Björn Thors með aðalhlutverkið í myndinni. „Við Bjössi erum gamlir félagar og höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hann er einn af mínum nánari vinum og er að mínu mati besti leikari sinnar kynslóðar. Það var frekar augljóst frá upphafi hver myndi fara með aðalhlutverkið,“ segir Börkur, en hann vann myndina í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og íslenska framleiðslufyrirtækið Republik. kristjana@frettabladid.is Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Börkur Sigþórsson gerir áhugaverða stuttmynd eftir handriti Stuart Beattie. Í aðalhlutverki er Björn Thors sem leikstjórinn segir að sé besti leikari sinnar kynslóðar. „Við skutum hluta myndarinnar síðasta vetur og núna erum við að klára,“ segir Börkur Sigþórsson, leikstjóri stuttmyndarinnar Come to Harm. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki, en með önnur hlutverk fara Þrúður Vilhjálmsdóttir, Magnús Ragnarsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson og Jón Páll Eyjólfsson, svo einhverjir séu nefndir. Börkur segir þetta enga venjulega stuttmynd, heldur sé hún hluti af mun stærra verki. „Þetta verkefni kom til mín í gegnum fyrirtæki sem ég tengist í Los Angeles en það fyrirtæki tengist áströlsku framleiðslufyrirtæki sem á í rauninni upphafið að þessu öllu saman,“ segir Börkur.Börkur Sigþórsson.Framleiðslufyrirtækið ástralska fékk handritshöfundinn Stuart Beattie til þess að skrifa gróft handrit að stuttmynd og síðan fengu sex leikstjórar, hver úr sinni áttinni, handritin í hendurnar. Þegar allir leikstjórarnir hafa lokið tökum á myndunum, verða þær settar saman í eina kvikmynd í fullri lengd. „Þetta er svolítið eins og þú sæir sex mismunandi uppfærslur af sama leikverkinu,“ segir Börkur. Stuart Beattie er þekktur handritshöfundur en úr smiðju hans eru myndir á borð við Collateral, Australia og Pirates of the Caribbean svo einhverjar séu nefndar. Börkur segir tökurnar hafa gengið ágætlega. „Þetta var frekar lengi að komast af stað en þetta fer að klárast.“ Eins og áður sagði fer Björn Thors með aðalhlutverkið í myndinni. „Við Bjössi erum gamlir félagar og höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina. Hann er einn af mínum nánari vinum og er að mínu mati besti leikari sinnar kynslóðar. Það var frekar augljóst frá upphafi hver myndi fara með aðalhlutverkið,“ segir Börkur, en hann vann myndina í samstarfi við Kvikmyndamiðstöð Íslands og íslenska framleiðslufyrirtækið Republik. kristjana@frettabladid.is
Menning Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira