Vill að leynd yfir skýrslu um útigangsmenn sé aflétt Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 23. ágúst 2010 19:16 Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði Reykjavíkur gagnrýnir leynd yfir skýrslu um málefni utangarðsfólks. Hann hefur farið fram á að trúnaði um skýrsluna verði aflétt. Um áfangaskýrslu er að ræða, en hún var að sögn Þorleifs Gunnlaugssonar, fulltrúa Vinstri grænna í velferðarráði, unnin síðasta haust af eftirlitsmönnum. Þar er fjallað um reynsluna af smáhýsum fyrir utangarðsmenn á Granda, en eins og fréttastofa greindi frá varð nýlega dauðsfall í einu þeirra. Fréttastofa hefur farið fram á að fá aðgang að skýrslunni en verið hafnað. Þorleifur gagnrýnir þessa leynd, en sjálfur segist hann hafa þurft að beita hörku til að fá að sjá skýrsluna. Hann segir mikilvægt að trúnaðinum verði aflétt svo vitræn umræða geti farið fram um málefni þessa þjóðfélagshóps. Kjörnum fulltrúum var sýnd skýrslan á síðasta fundi velferðarráðs í trúnaði, en þar lagði Þorleifur til að trúnaðinum verði aflétt. Tillagan var ekki afgreidd á fundinum, en Þorleifur segir að sér hafi verið tjáð að ekki verði fallist á hana. „Þetta eru að mínu mati forneskjuleg vinnubrögð, nýr meirihluti í Reykjavík hefur talað fyrir opinni og gagnsærri stjórnsýslu og það er kominn tími til að svo verði," segir Þorleifur Gunnlaugsson fulltrúi Vinstri Grænna í velferðarráði. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði fram bókun á síðasta fundi velferðarráðs um að það væri ekki íbúum smáhýsanna til hagsbóta að aflétta trúnaði á skýrslunni þar sem í henni séu persónurekjanlegar upplýsingar. Opin og gagnsæ stjórnsýsla sé mikilvæg, en hún megi ekki vera á kostnað skjólstæðinga velferðarkerfisins. Skroll-Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði Reykjavíkur gagnrýnir leynd yfir skýrslu um málefni utangarðsfólks. Hann hefur farið fram á að trúnaði um skýrsluna verði aflétt. Um áfangaskýrslu er að ræða, en hún var að sögn Þorleifs Gunnlaugssonar, fulltrúa Vinstri grænna í velferðarráði, unnin síðasta haust af eftirlitsmönnum. Þar er fjallað um reynsluna af smáhýsum fyrir utangarðsmenn á Granda, en eins og fréttastofa greindi frá varð nýlega dauðsfall í einu þeirra. Fréttastofa hefur farið fram á að fá aðgang að skýrslunni en verið hafnað. Þorleifur gagnrýnir þessa leynd, en sjálfur segist hann hafa þurft að beita hörku til að fá að sjá skýrsluna. Hann segir mikilvægt að trúnaðinum verði aflétt svo vitræn umræða geti farið fram um málefni þessa þjóðfélagshóps. Kjörnum fulltrúum var sýnd skýrslan á síðasta fundi velferðarráðs í trúnaði, en þar lagði Þorleifur til að trúnaðinum verði aflétt. Tillagan var ekki afgreidd á fundinum, en Þorleifur segir að sér hafi verið tjáð að ekki verði fallist á hana. „Þetta eru að mínu mati forneskjuleg vinnubrögð, nýr meirihluti í Reykjavík hefur talað fyrir opinni og gagnsærri stjórnsýslu og það er kominn tími til að svo verði," segir Þorleifur Gunnlaugsson fulltrúi Vinstri Grænna í velferðarráði. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar lagði fram bókun á síðasta fundi velferðarráðs um að það væri ekki íbúum smáhýsanna til hagsbóta að aflétta trúnaði á skýrslunni þar sem í henni séu persónurekjanlegar upplýsingar. Opin og gagnsæ stjórnsýsla sé mikilvæg, en hún megi ekki vera á kostnað skjólstæðinga velferðarkerfisins.
Skroll-Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira