KR-ingar eru mættir til leiks Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2010 08:15 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton KR er komið með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sannfærandi frammistöðu gegn Glentoran. KR spilaði lengstum glimrandi fótbolta þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það rigndi eldi og brennisteini allan leikinn og völlurinn var á floti. Leikur KR í gær var sá langbesti á þessu sumri og undirritaður spurði því Loga Ólafsson, þjálfara KR, að því hvar þessi fótbolti hefði verið í allt sumar. „Hann hefur verið inni í skápnum. Svo koma menn út úr skápnum,“ sagði Logi og glotti við tönn. „Þetta var virkilega vel útfærður leikur af okkar hálfu. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og lokuðum á svæðin. Okkar vandamál í sumar er að við höfum fengið of mörg mörk á okkur og því vildum við vernda markið. Þessi leikur var lagður svipað upp og í Evrópukeppninni í fyrra en það gaf afar góða raun. Svo er líka málið að þegar menn eru staðráðnir í að vinna saman þá erum við skrambi góðir.“ KR tók fljótt öll völd á vellinum í gær og fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútur. Þá virtist vera brotið á Björgólfi er hann var kominn í gegn en dómarinn dæmdi ekkert þar sem Guðmundur Reynir fékk boltann og skoraði af stuttu færi. Óskabyrjun. Tuttugu mínútum síðar skoraði Kjartan Henry annað mark KR. Hann tók þá frákast eftir skot Björgólfs og skoraði af stuttu færi. KR fékk talsverðan fjölda af fínum færum í gær og oftar en ekki eftir laglegt samspil. Liðið nýtti þó aðeins eitt tækifæri í viðbót. Þá skallaði Björgólfur sendingu Kjartans smekklega í markið. 3-0 fyrir KR og sú forysta á að duga gegn Glentoran sem er ekkert sérstaklega sterkt lið. „Það er 3-0 í hálfleik og það hefur oft þótt fín forysta. Vissulega er þetta gott veganesti fyrir seinni leikinn en menn geta ekki kastað hendinni til verksins. Menn verða að hafa fyrir hlutunum. Við munum aldrei fara inn í seinni leikinn með ofmat á okkur sjálfum og vanmat á þeim. Þetta er alls ekki slæmt lið og aðstæður voru þeim kannski ekki í hag í dag,“ sagði Logi. Hann getur leyft sér að brosa eftir þennan leik enda virðist KR vera vaknað rétt eins það gerði á síðustu leiktíð er það byrjaði að spila í Evrópukeppninni. KR er loksins mætt til leiks og með álíka spilamennsku í Pepsi-deildinni þá liggur leiðin aðeins upp á við hjá KR-ingum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
KR er komið með annan fótinn í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sannfærandi frammistöðu gegn Glentoran. KR spilaði lengstum glimrandi fótbolta þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður. Það rigndi eldi og brennisteini allan leikinn og völlurinn var á floti. Leikur KR í gær var sá langbesti á þessu sumri og undirritaður spurði því Loga Ólafsson, þjálfara KR, að því hvar þessi fótbolti hefði verið í allt sumar. „Hann hefur verið inni í skápnum. Svo koma menn út úr skápnum,“ sagði Logi og glotti við tönn. „Þetta var virkilega vel útfærður leikur af okkar hálfu. Við leyfðum þeim aðeins að hafa boltann og lokuðum á svæðin. Okkar vandamál í sumar er að við höfum fengið of mörg mörk á okkur og því vildum við vernda markið. Þessi leikur var lagður svipað upp og í Evrópukeppninni í fyrra en það gaf afar góða raun. Svo er líka málið að þegar menn eru staðráðnir í að vinna saman þá erum við skrambi góðir.“ KR tók fljótt öll völd á vellinum í gær og fyrsta markið kom eftir aðeins tólf mínútur. Þá virtist vera brotið á Björgólfi er hann var kominn í gegn en dómarinn dæmdi ekkert þar sem Guðmundur Reynir fékk boltann og skoraði af stuttu færi. Óskabyrjun. Tuttugu mínútum síðar skoraði Kjartan Henry annað mark KR. Hann tók þá frákast eftir skot Björgólfs og skoraði af stuttu færi. KR fékk talsverðan fjölda af fínum færum í gær og oftar en ekki eftir laglegt samspil. Liðið nýtti þó aðeins eitt tækifæri í viðbót. Þá skallaði Björgólfur sendingu Kjartans smekklega í markið. 3-0 fyrir KR og sú forysta á að duga gegn Glentoran sem er ekkert sérstaklega sterkt lið. „Það er 3-0 í hálfleik og það hefur oft þótt fín forysta. Vissulega er þetta gott veganesti fyrir seinni leikinn en menn geta ekki kastað hendinni til verksins. Menn verða að hafa fyrir hlutunum. Við munum aldrei fara inn í seinni leikinn með ofmat á okkur sjálfum og vanmat á þeim. Þetta er alls ekki slæmt lið og aðstæður voru þeim kannski ekki í hag í dag,“ sagði Logi. Hann getur leyft sér að brosa eftir þennan leik enda virðist KR vera vaknað rétt eins það gerði á síðustu leiktíð er það byrjaði að spila í Evrópukeppninni. KR er loksins mætt til leiks og með álíka spilamennsku í Pepsi-deildinni þá liggur leiðin aðeins upp á við hjá KR-ingum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Stórsigur KR á Glentoran - Myndir KR-ingar fara með þrjú mörk í nesti til Norður-Írlands í næstu viku. Þeir unnu lið Glentoran 3-0 í Vesturbænum í gærkvöldi í forkeppni Evrópudeildarinnar. 2. júlí 2010 08:30