Djörf hótelauglýsing veldur deilum í Noregi 13. október 2010 08:39 Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna. Auglýsingaherferðin gengur undir slagorðinu „Sleep with us" eða Sofðu hjá okkur og þar má meðal annars finna mynd af tilkippilegri þjónustustúlku í djörfum búningi sitjandi á rúmstokk. Vidar Grönli fjölmiðlafulltrúi Fellesforbundet segir í samtali við vefsíðuna e24.no að menn þar á bæ hafi talið að þau viðhorf sem fram koma í auglýsingunni væru gleymd og grafin. „Ég vona að hótelkeðjan skilji okkar sjónarmið og breyti auglýsingum sínum án þess að nauðsynlegt verði að grípa til aðgerða gegn þeim," segir Grönli. Rekstrarstjóri First Hotels undrar sig á viðbrögðum Fellesforbundet. „Mér finnst þetta spaugsöm auglýsing og það er greinilegt að þarna er fyrirsæta á myndinni en ekki ein af starfsstúlkum okkar," segir rekstrarstjórinn Michael Telling. Norskir sérfræðingar í almannatengslum eiga erfitt með að sjá hið spaugsama við þessa auglýsingu, að sögn e24.no. Fjölmiðlaráðgjafinn Elizabeth Hartmann segir að myndnotkunin sé ekki sérstök. „Þetta snýst um uppsetninguna og augnatillit stúlkunnar. Það lítur ekki út fyrir að hún sé þarna til að taka til á herberginu og búa um rúmið," segir Hartmann. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ný auglýsingaherferð hótelkeðjunnar First Hotels á Norðurlöndunum veldur nú deilum í Noregi. Alþýðusambandi Noregs (Fellesforbundet) er sérlega uppsigað við þessar auglýsingar og segir að þær feli í sér kynjamismunun og gamaldags viðhorf til kvenna. Auglýsingaherferðin gengur undir slagorðinu „Sleep with us" eða Sofðu hjá okkur og þar má meðal annars finna mynd af tilkippilegri þjónustustúlku í djörfum búningi sitjandi á rúmstokk. Vidar Grönli fjölmiðlafulltrúi Fellesforbundet segir í samtali við vefsíðuna e24.no að menn þar á bæ hafi talið að þau viðhorf sem fram koma í auglýsingunni væru gleymd og grafin. „Ég vona að hótelkeðjan skilji okkar sjónarmið og breyti auglýsingum sínum án þess að nauðsynlegt verði að grípa til aðgerða gegn þeim," segir Grönli. Rekstrarstjóri First Hotels undrar sig á viðbrögðum Fellesforbundet. „Mér finnst þetta spaugsöm auglýsing og það er greinilegt að þarna er fyrirsæta á myndinni en ekki ein af starfsstúlkum okkar," segir rekstrarstjórinn Michael Telling. Norskir sérfræðingar í almannatengslum eiga erfitt með að sjá hið spaugsama við þessa auglýsingu, að sögn e24.no. Fjölmiðlaráðgjafinn Elizabeth Hartmann segir að myndnotkunin sé ekki sérstök. „Þetta snýst um uppsetninguna og augnatillit stúlkunnar. Það lítur ekki út fyrir að hún sé þarna til að taka til á herberginu og búa um rúmið," segir Hartmann.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira