Sérstakur rannsakar lán til Baugs, FS-38 og Landic auk Stím 16. nóvember 2010 14:14 Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: Lánveitingar til félagsins Stím hf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. Lánveitingar til fasteignafélagsins Stoða (Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni (TR). Þetta kemur fram í tilkynningu frá sérstökum saksóknara. Þar segir að til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum bankans, brot á lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Um er að tefla verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda manns og fjölmörgum tilvikum. Málunum var vísað til embættis sérstaks saksóknara annarsvegar með kærum frá Fjármálaeftirlitinu og hinsvegar með tilkynningu frá skilanefnd Glitnis á þessu ári en málin hafa verið til meðferðar síðan. Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit á 10 stöðum samtímis í morgun en alls voru framkvæmdar 16 húsleitir vegna rannsóknar málsins að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Yfirheyrslur í málunum hófust á sama tíma og standa enn. Alls tóku um 70 manns þátt í aðgerðunum. Auk starfsmanna embættisins tóku þátt lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans, lögreglustjóranum á Akureyri, lögreglustjóranum á Hvolsvelli auk starfsmanna frá Fjármálaeftirlitinu. Aurum Holding málið Stím málið Tengdar fréttir Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Sjá meira
Í tengslum við rannsóknir embættis sérstaks saksóknara á lánveitingum Glitnis og viðskiptum með hlutabréf fóru fram húsleitir á ýmsum stöðum í dag á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nánar tiltekið eru til rannsóknar eftirgreind mál: Lánveitingar til félagsins Stím hf sem tengdust viðskiptum með hlutabréf í Glitni og FL Group. Lánveitingar til félagsins FS-38 ehf til kaupa á Aurum Holding Ltd. af Fons hf. Lánveitingar til fasteignafélagsins Stoða (Landic Properties), Baugs hf og 101 Capital ehf í tengslum við kaup á danska fasteignafélaginu Keops A/S. Kaup fagfjárfestasjóðs GLB FX, sem var í vörslu Glitnis, á skuldabréfi af Saga Capital en bréfið var útgefið af Stím ehf. Kaup Glitnis á hlutabréfum í Tryggingamiðstöðinni (TR). Þetta kemur fram í tilkynningu frá sérstökum saksóknara. Þar segir að til rannsóknar er grunur um meint brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum bankans, brot á lögum um verðbréfaviðskipti, lögum um fjármálafyrirtæki, lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Um er að tefla verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda manns og fjölmörgum tilvikum. Málunum var vísað til embættis sérstaks saksóknara annarsvegar með kærum frá Fjármálaeftirlitinu og hinsvegar með tilkynningu frá skilanefnd Glitnis á þessu ári en málin hafa verið til meðferðar síðan. Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit á 10 stöðum samtímis í morgun en alls voru framkvæmdar 16 húsleitir vegna rannsóknar málsins að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. Yfirheyrslur í málunum hófust á sama tíma og standa enn. Alls tóku um 70 manns þátt í aðgerðunum. Auk starfsmanna embættisins tóku þátt lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans, lögreglustjóranum á Akureyri, lögreglustjóranum á Hvolsvelli auk starfsmanna frá Fjármálaeftirlitinu.
Aurum Holding málið Stím málið Tengdar fréttir Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57 Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03 Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53 Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:57
Handtökurnar tengjast Stím málinu Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. nóvember 2010 13:03
Sérstakur saksóknari með umfangsmiklar aðgerðir vegna Glitnis Umfangsmiklar aðgerðir sérstaks saksóknara vegna Glitnis standa yfir þessa stundina víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 16. nóvember 2010 12:53
Saga Fjárfestingarbanki: Rannsóknin tengist ekki bankanum Saga Fjárfestingarbanki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna rannsóknar Sérstaks saksóknara, en húsleit var gerð á skrifstofum bankans á Akureyri og í Reykjavík. Í yfirlýsingunni segir að bankinn hafi frá upphafi liðsinnt saksóknara og hans fólki við rannsóknina og að Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari hafi staðfest að rannsóknin beinist ekki að Saga Fjárfestingarbanka. 16. nóvember 2010 14:12