Umfjöllun: Frábær endurkoma hjá strákunum okkar Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöllinni skrifar 16. apríl 2010 21:22 Ólafur Stefánsson var frábær með 10 mörk og 5 stoðsendingar í kvöld. Mynd/Daníel Ísland gerði 28-28 jafntefli við heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í vináttulandsleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í kvöld. Ísland lenti mest átta mörkum undir en átti frábæran seinni hálfleik undir forystu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar. Leikurinn var kaflaskiptur í meira lagi. Frakkarnir byrjuðu miklu betur og virtust ætla að slátra íslenska liðinu er þeir náðu átta marka forskoti, 7-15. Það forskot máttu þeir þakka ömurlegum varnarleik íslenska liðsins sem tók á móti Frökkunum eins og litlum kettlingum. Báru allt of mikla virðingu fyrir þeim og virtust vera smeykir við að lemja á þeim. Nikola Karabatic var eins og kóngur í ríki sínu, skoraði úr öllum fjórum skotum sínum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hann kom því að 11 af 17 mörkum Frakka í hálfleiknum en staðan í leikhléi var 12-17. Íslenska liðið missti ekki móðinn eins og svo oft gegn Frökkum heldur kom af krafti inn í síðari hálfleikinn. Vignir Svavarsson kom með grimmd inn í vörnina og í sókninni fór Ólafur Stefánsson hamförum. Vissulega vann það með Íslendingum að Karaboue fékk að koma í markið hjá Frökkum og varði ekki skot fyrr en eftir 16 mínútur en Omeyer reyndist íslenska liðinu afar óþægur ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Það breytir því ekki að íslenska liðið var að leika af krafti og uppskar eins og það sáði. Aron Rafn Eðvarðsson var að leika sinn fyrsta landsleik og varði eins og berserkur. Er hann kólnaði kom Björgvin aftur inn og varði stórkostlega allt til loka leiksins.Með gríðarlegri baráttu og vilja náði íslenska liðið að komast yfir í leiknum. Lokakaflinn var síðan æsilegur þar sem bæði lið gerðu sig seka um mistök. Frakkarnir fengu tækifæri til þess að klára leikinn en Björgvin varði tvö víti á ögurstundu. Því miður náði Ísland ekki að taka frákast og fá lokasókn. Að lokum sættust liðin á jafntefli í þrusuleik þar sem tveir bestu handknattleiksmenn heims, Ólafur og Karabatic, léku listir sínar fyrir áhorfendur í Höllinni. Liðin mætast á nýjan leik á morgun og verður áhugavert að sjá hvort íslenska liðið geti fylgt jafnteflinu eftir með sigurleik þá. Ísland-Frakkland 28-28 (12-17) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/3 (14/3), Arnór Atlason 4 (7), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (9), Þórir Ólafsson 3 (3), Logi Geirsson 2 (2), Aron Pálmarsson 1 (8). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2 (34/2) 44%, Aron Rafn Eðvarðsson 5/1 (14/2) 36%. Hraðaupphlaup: 7 (Alexander 3, Arnór 2, Ólafur, Þórir). Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Sturla, Ólafur) Utan vallar: 6 mín. Mörk Frakka (skot): Nikola Karabatic 8 (9/1), William Accambray 7 (11), Bertrand Gille 4 (5), Xavier Barachet 3 (5), Luc Abalo 2 (5), Didier Dinart 1 (1), Guillaume Gille 1 (5/2), Samuel Honrubia 1 (2/1), Gregoire Detrez 1 (1). Varin skot: Thierry Omeyer 13/1 (25/2) 52%, Daouda Karaboue 4 (16/2) 25%. Hraðaupphlaup: 4 Fiskuð víti: 5 Utan vallar: 4 mín. Íslenski handboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Ísland gerði 28-28 jafntefli við heims-, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakka í vináttulandsleik fyrir framan troðfulla Laugardalshöll í kvöld. Ísland lenti mest átta mörkum undir en átti frábæran seinni hálfleik undir forystu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar. Leikurinn var kaflaskiptur í meira lagi. Frakkarnir byrjuðu miklu betur og virtust ætla að slátra íslenska liðinu er þeir náðu átta marka forskoti, 7-15. Það forskot máttu þeir þakka ömurlegum varnarleik íslenska liðsins sem tók á móti Frökkunum eins og litlum kettlingum. Báru allt of mikla virðingu fyrir þeim og virtust vera smeykir við að lemja á þeim. Nikola Karabatic var eins og kóngur í ríki sínu, skoraði úr öllum fjórum skotum sínum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Hann kom því að 11 af 17 mörkum Frakka í hálfleiknum en staðan í leikhléi var 12-17. Íslenska liðið missti ekki móðinn eins og svo oft gegn Frökkum heldur kom af krafti inn í síðari hálfleikinn. Vignir Svavarsson kom með grimmd inn í vörnina og í sókninni fór Ólafur Stefánsson hamförum. Vissulega vann það með Íslendingum að Karaboue fékk að koma í markið hjá Frökkum og varði ekki skot fyrr en eftir 16 mínútur en Omeyer reyndist íslenska liðinu afar óþægur ljár í þúfu í fyrri hálfleik. Það breytir því ekki að íslenska liðið var að leika af krafti og uppskar eins og það sáði. Aron Rafn Eðvarðsson var að leika sinn fyrsta landsleik og varði eins og berserkur. Er hann kólnaði kom Björgvin aftur inn og varði stórkostlega allt til loka leiksins.Með gríðarlegri baráttu og vilja náði íslenska liðið að komast yfir í leiknum. Lokakaflinn var síðan æsilegur þar sem bæði lið gerðu sig seka um mistök. Frakkarnir fengu tækifæri til þess að klára leikinn en Björgvin varði tvö víti á ögurstundu. Því miður náði Ísland ekki að taka frákast og fá lokasókn. Að lokum sættust liðin á jafntefli í þrusuleik þar sem tveir bestu handknattleiksmenn heims, Ólafur og Karabatic, léku listir sínar fyrir áhorfendur í Höllinni. Liðin mætast á nýjan leik á morgun og verður áhugavert að sjá hvort íslenska liðið geti fylgt jafnteflinu eftir með sigurleik þá. Ísland-Frakkland 28-28 (12-17) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/3 (14/3), Arnór Atlason 4 (7), Róbert Gunnarsson 4 (4), Alexander Petersson 4 (9), Þórir Ólafsson 3 (3), Logi Geirsson 2 (2), Aron Pálmarsson 1 (8). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/2 (34/2) 44%, Aron Rafn Eðvarðsson 5/1 (14/2) 36%. Hraðaupphlaup: 7 (Alexander 3, Arnór 2, Ólafur, Þórir). Fiskuð víti: 4 (Róbert 2, Sturla, Ólafur) Utan vallar: 6 mín. Mörk Frakka (skot): Nikola Karabatic 8 (9/1), William Accambray 7 (11), Bertrand Gille 4 (5), Xavier Barachet 3 (5), Luc Abalo 2 (5), Didier Dinart 1 (1), Guillaume Gille 1 (5/2), Samuel Honrubia 1 (2/1), Gregoire Detrez 1 (1). Varin skot: Thierry Omeyer 13/1 (25/2) 52%, Daouda Karaboue 4 (16/2) 25%. Hraðaupphlaup: 4 Fiskuð víti: 5 Utan vallar: 4 mín.
Íslenski handboltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira