NBA: Lakers vann fjórða leikinn í röð án Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2010 09:00 Shannon Brown lék vel í forföllum Kobe Bryant. Mynd/AFP Það fór ekki svo að Kobe Bryant snéri aftur í lið Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það kom ekki að sök því liðið vann sinn fjórða leik í röð án stórstjörnunnar sinnar. Los Angeles Lakers vann 104-94 sigur á Golden State Warriors þar sem varamaður Kobe Bryant, Shannon Brown, setti nýtt persónulegt met með 27 stigum og 10 fráköstum. Andrew Bynum var með 21 stig og 7 fráköst fyrir lakers í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Anthony Morrow skoraði 23 stig fyrir Golden State.New Jersey Nets vann sjaldséðan sigur þegar liðið vann Charlotte Bobcats 103-94 en þetta var aðeins fimmti sigur liðsins á tímabilinu. Courtney Lee skoraði 21 stig fyrir Nets og Devin Harris bætti við 17 stigum. Gerald Wallace var með 21 stig og 10 fráköst hjá Charlotte.Dallas Mavericks tefldi fram nýjum mönnum á móti Oklahoma City Thunder en það dugði þó skammt. Kevin Durant var með 25 stig og 14 fráköst í 99-86 sigri Oklahoma City. Caron Butler skoraði 13 stig í sínum fyrsta leik með Dallas en Dirk Nowitzki var stigahæstur með 24 stig. Þetta var sjöundi sigur Oklahoma City í röð og 26. leikurinn í röð sem Kevin Durant skorar 25 stig eða meira.Dwyane Wade var með 24 stig í 105-78 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers. Jermaine O'Neal bætti við 20 stigum í þriðja sigri Miami-liðsins í röð.Derrick Rose hitti úr fyrstu 9 skotunum sínum og var með 29 stig í 118-85 stórsigri Chicago Bulls á New York Knicks. Þetta var fjórða tap New York og jafnframt það 13. í 17 leikjum. David Lee var með 24 stig og 12 fráköst fyrir Knicks.Jason Richardson skoraði 27 stig og Amare Stoudemire bætti við 21stigi og 10 fráköstum í 109-95 sigri Phoenix Suns á Memphis Grizzlies en þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum. Steve Nash gaf 16 stoðsendingar í leiknum.Deron Williams var með 17 stig og 15 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 104-95 sigur á Houston Rockets. Mehmet Okur var með 21 stig og Paul Millsap bætti við 20 stigum og 12 fráköstum í 14. sigri Utah í 16 leikjum.Rasheed Wallace og Paul Pierce voru báðir með 17 stig í 95-92 sigri Boston Celtics á Sacramento Kings. Boston var fyrir leikinn búið að tapa tveimur leikjum í röð og fimm af síðustu átta leikjum sínum.Martell Webster var með 28 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig þegar Portland Trail Blazers vann þægilegan 108-87 sigur á Los Angeles Clippers. Þetta var fimmta tap Los Angeles Clippers í röð og það 9. í síðustu 10 leikjum.Svíinn Jonas Jerebko skoraði 21 stig í 108-85 sigri Detroit Pistons á Minnesota Timberwolves en þetta var þriðji sigur liðsins í fjórum leikjum. Kevin Love var með 22 stig og 15 fráköst hjá Minnesota.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-New Jersey Nets 94-103 Philadelphia 76Ers-Miami Heat 78-105 Detroit Pistons-Minnesota Timberwolves 108-85 Chicago Bulls-New York Knicks 118-85 Memphis Grizzlies-Phoenix Suns 95-109 Oklahoma City Thunder-Dallas Mavericks 99-86 Houston Rockets-Utah Jazz 95-104 Portland Trail Blazers-Los Angeles Clippers 109-87 Sacramento Kings-Boston Celtics 92-95 Los Angeles Lakers-Golden State Warriors 104-94 NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Það fór ekki svo að Kobe Bryant snéri aftur í lið Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það kom ekki að sök því liðið vann sinn fjórða leik í röð án stórstjörnunnar sinnar. Los Angeles Lakers vann 104-94 sigur á Golden State Warriors þar sem varamaður Kobe Bryant, Shannon Brown, setti nýtt persónulegt met með 27 stigum og 10 fráköstum. Andrew Bynum var með 21 stig og 7 fráköst fyrir lakers í sínum fyrsta leik eftir meiðsli. Anthony Morrow skoraði 23 stig fyrir Golden State.New Jersey Nets vann sjaldséðan sigur þegar liðið vann Charlotte Bobcats 103-94 en þetta var aðeins fimmti sigur liðsins á tímabilinu. Courtney Lee skoraði 21 stig fyrir Nets og Devin Harris bætti við 17 stigum. Gerald Wallace var með 21 stig og 10 fráköst hjá Charlotte.Dallas Mavericks tefldi fram nýjum mönnum á móti Oklahoma City Thunder en það dugði þó skammt. Kevin Durant var með 25 stig og 14 fráköst í 99-86 sigri Oklahoma City. Caron Butler skoraði 13 stig í sínum fyrsta leik með Dallas en Dirk Nowitzki var stigahæstur með 24 stig. Þetta var sjöundi sigur Oklahoma City í röð og 26. leikurinn í röð sem Kevin Durant skorar 25 stig eða meira.Dwyane Wade var með 24 stig í 105-78 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers. Jermaine O'Neal bætti við 20 stigum í þriðja sigri Miami-liðsins í röð.Derrick Rose hitti úr fyrstu 9 skotunum sínum og var með 29 stig í 118-85 stórsigri Chicago Bulls á New York Knicks. Þetta var fjórða tap New York og jafnframt það 13. í 17 leikjum. David Lee var með 24 stig og 12 fráköst fyrir Knicks.Jason Richardson skoraði 27 stig og Amare Stoudemire bætti við 21stigi og 10 fráköstum í 109-95 sigri Phoenix Suns á Memphis Grizzlies en þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum. Steve Nash gaf 16 stoðsendingar í leiknum.Deron Williams var með 17 stig og 15 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 104-95 sigur á Houston Rockets. Mehmet Okur var með 21 stig og Paul Millsap bætti við 20 stigum og 12 fráköstum í 14. sigri Utah í 16 leikjum.Rasheed Wallace og Paul Pierce voru báðir með 17 stig í 95-92 sigri Boston Celtics á Sacramento Kings. Boston var fyrir leikinn búið að tapa tveimur leikjum í röð og fimm af síðustu átta leikjum sínum.Martell Webster var með 28 stig og LaMarcus Aldridge skoraði 22 stig þegar Portland Trail Blazers vann þægilegan 108-87 sigur á Los Angeles Clippers. Þetta var fimmta tap Los Angeles Clippers í röð og það 9. í síðustu 10 leikjum.Svíinn Jonas Jerebko skoraði 21 stig í 108-85 sigri Detroit Pistons á Minnesota Timberwolves en þetta var þriðji sigur liðsins í fjórum leikjum. Kevin Love var með 22 stig og 15 fráköst hjá Minnesota.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-New Jersey Nets 94-103 Philadelphia 76Ers-Miami Heat 78-105 Detroit Pistons-Minnesota Timberwolves 108-85 Chicago Bulls-New York Knicks 118-85 Memphis Grizzlies-Phoenix Suns 95-109 Oklahoma City Thunder-Dallas Mavericks 99-86 Houston Rockets-Utah Jazz 95-104 Portland Trail Blazers-Los Angeles Clippers 109-87 Sacramento Kings-Boston Celtics 92-95 Los Angeles Lakers-Golden State Warriors 104-94
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira